Alþýðublaðið - 04.08.1965, Qupperneq 8
Eftirmáli um leikhúsmál
Viðtal við Guðlaug Rósin-
kranz þjóðleikhússtjóra birt-
ist hér í blaðinu 1. ágúst sl.,
Þorstein Ö. Stephensen leik-
listarstjóra 25. júlí, Svein
Einarsson leikhússtjóra 21.
júlí.
UNDANFARIÐ hafa birzt hér í
blaðinu samtalsþættir við for-
stjóra beggja leikhúsanna í
Reykjavík, Guðlaug Rósinkranz og
Svein Einarsson, og Þorstein Ö.
Stephensen leiklistarstjóra út-
varpsins. Það verður ekki sagt, því
miður, að ýkja margt nýtt hafi
komið fram í þessum viðtölum.
En allténd ættu þau að veita dá-
lítið yfirlit yfir sum vandamál
íslenzkrar leiklistar, yfir viðhorf
og skoðanir forustumanna í leik-
húsmálum, hvað þeir eru að fást
við og hvað ekki. Alveg áreiðan-
lega eiga þeir allir, og margir aðr
ir, margt ósagt enn um þessi
mál. Eg vona því að þeir misvirði
ekki þó ég freisti þess að halda
spjallinu áfram stundarkorn á
eigin spýtur, reyni að velta nánar
fyrir mér sumu af því sem þeir
hafa sagt.
★
Mönnum ber mjög ánægjulega
saman um vöxt og viðgang Ieik-
húsanna og leikarastéttarinnar
íslenzku á síðustu árum og eink-
um þó síðan Þjóðleikhúsið tók til
starfa. Tilkoma þess gerbreytti í
einni svipan öllum aðbúnaði ís-
lenzkrar leiklistar, gaf henni
raunverulega jörð til að standa
á. Eftir á virðist sú ákvörðun
Leikfélags Reykjavíkur að vísu
mjög æskileg, jafnvel beinlínis
nauðs.vnleg, að halda áfram starfi
sínu; og af henni hlaut að leiða
þá stefnu félagsins, að koma upp
eigin fullbúnu leikhúsi sem starfi
sem sjálfstætt atvinnuleikhús við
hlið Þjóðleikhússins. Þar fyrir er
áreiðanlega rétt sú áminning
þjóðleikhússtjóra að óþarfi sé að
koma upp nýju „þjóðleikhúsi” við
hlið þess sem fyrir er. Föst leik-
hús í Reykjavík verða ekki nema
tvö um fyrirsjáanlega framtíð, og
þá er mikilsvert að þau séu sem
ólíkust sín í milli, geti í samein-
ingu boðið áhorfendum sínum
sem flest, staðið sameiginlega að
sem fjölþættustu og tilbreytileg-
ustu leiklistarlífi. Meðal annars
vegna þess að atvinnuleikhúsin í
Reykjavík eru nú og verða eftir-
leiðis í enn ríkara mæli undir-
staða allrar leikmenningar i land-
inu.
En þótt atvinnuleikhús og stétt
atvinnuleikara sé bara fagnaðar-
efni, er óþarfi að mikla fvrir sér
árangurinn enn sem komið er.
Orðið „atvinnuleikhús” gerir ekki
meir en lvsa kjörum og vinnuskil-
yrðum leikaranna, segir ekkert
beinlínis um sjálfa list þeirra.
Hins vegar f.vlgir atvinnuleikhús-
inu tiltekin listarkrafa; það er
heimilt að ætlast til fullkomnari
vinnubragða þar en í áhugaleik-
húsi, einhverrar tiltekinnar lág-
marks-getu; þessi krafa kann að
eiga einhvern þátt í fullri merk-
ingu orðsins. Það er eflaust óhætt
að taka undir efasemdir Þor-
steins Ö. Stephensens um, að leik-
hús okkar fullnægi þessari kröfu
að sinni. Atvinnuleikhús verður
að ráða yfir fjölskipuðum hópi
fjölhæfra listamanna, leikara og
leikstjóra; og það verður að lúta
markvísri, kröfuharðri listrænni
forustu, bæði um stefnuna út á
við og starfið inn á við. Þótt mað-
ur sé í meginatriðum ásáttur með
stefnu leikhúsanna í Reykjavík,
má stundum greina bilbug á
kröfum þeirra til sjálfra sín, list-
rænum aga í starfi þeirra. Og það
er álitamál hvort leikhópar þeirra
séu raunverulega fullskipaðir,
hvort þeir séu orðnir nægjanlega
fjölhæfir, þótt hér virðist að vísu
ævinlega hafa verið til nóg leik
araefni og margir einstakir mikil-
hæfir leikarar. Með tilkomu at-
vinnuleikhúsa fær þetta listafólk
fyrst skilyrði til að njóta sín í
starfi; raunverulega verður ekki
ætlast til annars né meira af leik-
húsum okkar í bili en þau reyni
að nýta liðskost sinn sem bezt,
og bæta hann, skapa honum sem
hezta og batnandi aðstöðu til
starfs; að þau megi sem fyrst
verða fullgild atvinnuleikhús einn-
ig í listrænu tilliti.
heim þeirri hættu að slakað sé á
námskröfum. Utan að séð virðist
nú ekkert eðlilegra en skólarnir
væru sameinaðir og þá stækkaðir
um leið; bæði leikhúsin stæðu
saman að einum fullgildum leik-
skóla. En að sinni virðist enginn
fótur fyrir slíkri samvinnu leik-
húsanna og engin áform uppi um
stækkun skólanna. Samt er öllum
ljós þörf leikhúsanna á staðbetri
leikmenntun, og ásamt þeim þörf
útvarps og síðan sjónvarps og
kvikmynda á leikmenntun sinna
vegna.
Það kann nú að vera rétt að
náin samvinna leikhúsanna væri
erfið í framkvæmd. En þar með
er ekki sagt hún sé óhugsandi.
Það er torskilið að leikhúsin geti
ekki leyst skólamál sín sameigin-
lega. Og fyrirfram virðist ekkert
því til fyrirstöðu að leikhúsin
ynnu stöku sinnum að öðrum sam-
1 IFTIft
ÓLAF JÓNSSOI r
Atvinnuleikhúsum hlýtur að
fylgja þörf á atvinnumenntun
nýrra leikara. Mönnum virðist
koma nokkurn veginn saman um
það að núverandi leikskólar séu
ófullnægjandi; kvöldskólar nægi
ekki til að veita þá leikmenntun
sem raunverulega sé þörf fyrir.
Og sjálfsagt er það rétt athugað
hjá þjóðleikhússtjóra að einn
skóli sem útskrifaði 8-10 nemend-
ur annað hvort ár væri fullnægj-
andi og svaraði þörf leikhúsanna
fyrir nýja leikara. Tveir skólar
hlið við hlið kunna að stuðla að
óeðlilegri fjölgun hálfskólaðra
leikaraefni, þeir dreifa kennslu-
kröftunum og kunna að bjóða
eiginlegum verkefnum, eða sam-
einuðust um meiriháttar sýningar.
Slíkar sýningar yrðu aldrei mjög
tíðar, én bundnar sérstökum til-
efnumi einstökum viðfangsefnum
sem hvoru leikhúsinu um sig væri
sýnilega ofviða. Þvílíkar sýningar
yrðu, ef réttilega tækist til, bezti
prófstéinninn á raunverulega
stöðu I íslenzkrar leiklistar, hvað
hún gæti náð lengst. Leikarastétt
okkar er enn ekki fjölmennari en
svo, að slík samvinna hennar allr-
ar um eitt verkefni væri ekki bara
hugsanleg heldur einnig mjög
æskileg.
★
Starf leikhúsanna í Reykjavík
byggist allt á almennum leik-
listaráhuga í borginni og raunar
miklu víðar; þær undirtektir sem
leikflokkar úr höfuðstaðnum fá í
sumarferðum sínum á landsbyggð-
inni eru til marks um hann og
starf leikfélaga víðs vegar um
landið. Framtíð leikhúsanna er
undir því komin að þeim takist
að virkja þennan áhuga og við-
halda honum til frambúðar; allar
hugmyndir um borgarleikhús í
Reykjavík byggja á þeirri for-
sendu og aðrar hugmyndir um
vaxandi leiklistarstarf: óperu-
flokk við Þjóðleikhúsið, ríkisleik
hús á landsbyggðinni. Þjóðleik-
hússtjóri telur að vísu samkvæmt
sinni reynslu að íslenzkir áhorf-
endur séu ginnkeyptir fyrir nýj-
ungum, áhugi þeirra dofni einatt
þegar frá líði og nýjabrumið fer
af hlutunum. Má vera að þeir
Leikfélagsmenn eigi eftir að finna
fyrir þessu. Engu að síður taldi
Sveinn Einarsson leikhússtjóri
undirtektir áhorfenda sanna að
rétt væri stefnt í Iðnó. En það
má líka vera að nú sé búið að
tala nóg um væntanlegt borgar-
leikhús; nú sé komið að því, að
hefjast handa, láta verk og stað-
reyndir tala fyrir húsinu. Það
taldi Sveinn Einarsson að minnsta
kosti og vildi ekki víkja nánar aö
borgarleikhúsi í sínu spjalli.
. Viðgangur leikhúsanna og vax-
andi áhugi almennings á leiklist
fara saman, mótast sameiginlega
og hvor þátturinn af hinum. Það
má ekki vanþakka skerf leikhús-
anna til íslenzks menningarlífs í
ár og undanfarin ár; en það er
líka Ijóst að í framtíðinni verður
mikils vænt af leikhúsunum og ís-
lenzkum leikurum. Það hafa verið
sögð mörg hátíðleg orð um dag-
ana um „hlutverk” leikhúsa. Það
má með einföldu móti orða svo
að leikhúsi beri að miðla okkur
markverðum leikbókmenntum
samtímans erlendis frá; það verði
að megna að taka upp til sjálf-
stæðrar meðferðar og túlkunar
klassísk leikhúsverk; og það þurfi
að verða farvegur fyrir umtals-
verðan innlendan skáldskap. Allir
þessir þættir eru jafn-mikils-
verðir; engan má vanrækja; og
það er sem betur fer ljóst að þeim
er öllum sinnt hér. Hitt er engu
síður ljóst að enn er mikils vant.
íslenzku leikhúsin hafa til þessa
ekki eignazt marga leikstjóra sem
séu frumlegir, skapandi lista-
menn; íslenzk leikritun er enn ógn
fátækleg. Þess vegna, meðal ann-
ars, er auðgert að ofmeta það sem
virðist frambærilegt. Og sum tæki
færi virðast látin liggja ónotuð.
Þorsteinn Ö. Stephensen benti á
það að ungum höfundum kann að
reynast framavænlegt að skrifa
fyrir útvarp; en hingað til virðast
fáir höfundar hafa reynt alvar-
Iega til að nota sér listræna
möguleika útvarpsins, hvort held-
ur er í leikformi eða öðru. Lang-
helzt er að nefna í seinni tíð leik-
þætti Jökuls Jakobssonar og Odds
Björnssonar sem báðir hafa þó
mestan áhuga á sviðinu. Það
kann að sönnu að vera vert að
gera sér, eins og Sveinn Einars-
son, góðar vonir um framtíð .ís
lenzkrar leikritunar, vænta henn-
ar i kjölfar vaxandi leikhúslíst-
ar En það er líka víst að þær
vonir eru að mestu óráðnar enn.
Óráðnar vonir auðkenna kann-
ski, umfram allt annað, stöðu is-
lenzkrar leiklistar í dag. Atvinnu-
leikhús, menntuð leikarastétt,
vaxandi leikhúsáhugi: allt er þetta
trygging fvrir því, að þessar von-
ir eigi eftir að rætast. Að svo
miklu levti sem það er ekki þegar
orðið. Leikhúsin sjálf og áhorf-
endur þeirra liljóta í sameiningu
að skera úr því hvort svo sé:
LeiBrétting
í viðtalinu við Guðlaug Rósin-
kranz þjóðleikhússtjóra í blaðinu
á sunnudag féllu línur burt á
tveimur stöðum svo samhengi
raskaðist. Þar sem rætt var um
sýningar Þjóðleikhússins næsta
haust átti að standa: „Næsta
haust byrjum við með að sýna
Eftir svndafallið og síðan koma
Afturgöngur Ibsens sem Gerda
Ring setur upp.” í framhaldi af
ummælum um nýjungagirni á-
horfenda átti að koma: „Það kom
á daginn með Rigólettó, fyrstu
íslenzku óperusýninguna; og þa8
kom á daginn með My Fair La-
dy; báðar þessar sýningar gengu
mjög vel þrátt fyrir allar hrak-
spár; í báðum tilfellum var eitt-
hvað nýtt á boðstólum.”
Það var mikið ryk a vegunum í goðviðrinu um helgina. J. V. tók þessa mynd fyrir austan fjall a sunnudag.
8 4. ágúst 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ