Alþýðublaðið - 05.08.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.08.1965, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 5. ágúst - 45. árg. - 172. tbl. — VERÐ 5 KR. ÞETTA ER EKKI HÆGT HERRA BORGARSTJÓRI! KLUKKAN VAR EITT í Hlíðahverfi, þeger bjaðamaðurinn vaknafíi við há- vaða og skrölt fyrir utan gluggann. Hann áttaði sig ekki strax á því, hvað var að gerast. Fyrst heyrði hann glamur í blikki og hróp og köll, eins og fjöldi manns j væri á ferð. Svo kom vélarhljóð og loks þungir dynkir: 'Búmm, búmm, búmm. j Þegar hann leit út um gluggann, sá hann, hvers kyns var. Sorphreinsunar- bíll stóð á götunni, og fjöldi grannvax- in)na veilkamanna þaut fram og aftur með tunnur á kerrum, og hrópaði hver á annan eins og fuglar í bjargi. Forvitni blaðamanns- I ins var vakin. Af hverju i láta mennirnir svona? Hví hafa þeir svo hátt? Gömlu mennirnir, sem hirða sorpið í Reykjavík á dagirin, hafa ekki svona i hátt, þeir láta ekki eins og ærslabelgir. Klæddur brókum og frakka yfir náttfötin fór blaðamaðurinn út á götu til að athuga þessa háværu næt urverkamenn, sem vafalaust hafa vakið alla þá, sem sízt skyldi trufla. Og viti menn! Verkamennirnir reyndust vera drengir rétt yiir fermingu! Aðspurðir sögðust þeir allir vera 14 og 15 ára gaml ir. Nei, það var enginn orðinn 16 ára, nema bílstjórinn á sorpbílnum. Hann var um fimmtugt. Drengirnir hópuðust umhverfis blaða- manninn og voru hinir fúsustu áð segja frá högum sínum. Þeir kváðust mæta til vinnu klukkan átta á kvöldin og vinna til fjögur um nóttina. Mest var stolt þeirra yfir kaupinu. Þeir sögðust hafa 75 krónur á tímann og bjuggust við að hafa yfir 4000 á viku. Það verða 16—17.000 krónur á mánuði. Blaðamaðurinn bað drengina að reyna að vekja ekki öll gamalmenni í Hlíða- hverfi og skreið í ból sitt — hugsi. Hann ákvað, áður en hann sofnaði, þegar sorp bíllinn var að hverfa fyrir næsta horn, að leggja nokkrar spurningar fyrir borg arstjórann í Reykjavík, sem meirihluti Reykvíkinga hefur kosið til að stjóma málum eins og sorphreinsun. Og hér koma spurningarnar: 1) Munduð þér, herra borgarstjóri, telja það hollt og gott fyrir 14 ára son yðar, að hann ynni við sorphreinsun frá klukkan 8 að kvöldi til klukkan 4 um nótt, meðan þér svæfuð værum svefni? 2) Finnst yður það skynsamlegt skipu- lag hjá Reykjavíkurborg, að láta full tíða menn vinna við sorphreinsun á daginn, en 14 og 15 ára unglinga vinna alla nóttina? 3) Vitið þér, herra borgarstjóri, íif hverju atvinnurekendur á íslandi eru svo tregir til að greiða mannsæman<li kaup fyrir dagvinnu, þegar fermingc r börn fá 16.000 á mánuði fyrir 8 tíma næturvinnu? 4) Eruð þér sannfærður um, að engin önnur leið sé til að hreinsa sorp Reyk víkinga en þessi — að láta 14—15 áia böm halda vöku fyrir fólki að nætvr lagi? 5) Getur verið, að þessi næturvinra stafi af því, að Reykjavíkurborg eigi ekki nægilega marga sorpbíla til £ð láta drengina að minnsta kosti vinna að degi en ekki nóttu? 6) Viljið þér, herra borgarstjóri, leyfa A1 þýðublaðinu að birta skýringar yðar á þessari barnasorphreinsun að nætur lagi — og svara um leið þeim þeim spumingum, sem hér hafa verið lagð- ar fram? 13 ára telpa bjargar ungbarni frá drukknun iWWWmWWMHWWWMWWWWWWWWWMWWitWM ÞJÓÐHÁTfÐ Alþýðublaðið er í dag helgað Vestmanuaeyjum í ti'efm af Þjóðhátiðinni, sem verður um næstu helgi. Sjá greinar og myndir inni í blaðinu. ísafirði — BS ♦ J'YRIR nokkru síðan bjargaði 13 ára gömul ísfirak telpa, Aðalheið- ur Steinsdóttir, Tangagötu 10, éins árs gömlum dreng frá drukkn- un. Aðallieiður var á gangi ásamt tveimur stallsystrum sínum í nánd vsð svonefnda Dokkubryggju.en sú bryggja er norðanvert á tangan- um, sem ísafjarðarkaupstaður stendur á. Þá heyrðu þær hrópað Krn. á 14. sfOu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.