Alþýðublaðið - 05.08.1965, Blaðsíða 15
Bættar samgöngur
Pramhald af síðu 7.
lega áætlaður kostnaður 20-35
milljónir fyrir utan sjálft dreif-
ingarkerfið um bæinn, sem alger
lega vantar. Þó að vonir standi til
að unnt sé að vinna vatn úr sjó
innan nokkurs tíma, er mjög tak-
markað, hve lengi er hægt að bíða
eftir því, og eru menn sammála
um, að láta leita tilboða í verkið.
SAMGÖNGUR.
— Hafa ekki samgöngur við
Eyjar batnað stórlega?
„Jú, það er rétt, en samt eru
þáð samgöngurnar, sem menn
setja mest fyrir sig, þegar rætt er
um búsetu í Eyjum. Sambandsleys
ið við landið er orðið tilfinnan-
légt, sérstaklega eftir að svo marg-
ir hafa eignast fólksbíla, sem
menn hafa takmarkaða ánægju af,
vegna þess, hve erfitt er og dýrt
að komast með þá út á þjóðveg-
ina. Það kostar um 2000 krónur að
flytja bíl með Herjólfi fram og til
baka til Þorlákshafnar, auk vá-
tryggingar, og finnst mönnum
raikið að greiða það til viðbótar
fargjaldi fyrir alla fjölskylduna.
Auk þess þarf að panta flutning á
bíl með margra vikna fyrirvara,
og þurfa menn því að ákveða sum-
arleyfi sitt og margt fleira út frá
því, hvenær þeir fó bílinn flutt-
an, eða þá að ákveða sig snemma
á vorinu. Lausnin á þessu máli
er stærra og hraðskreiðara skip,
en þó vil ég taka skýrt fram, að
Herjólfur gerir geysimikið gagn,
og skilur raunar enginn nú hvern-
ig unnt var að komast af án hans
árum saman. En nýir tímar koma
með ný vandamál. Einkabílar í
Eyjum munu vera nær 400 og
menn kitlar í lófana að komast
með þá upp á land, þegar við
sjáum bílana á þjóðvegunum um
helgarnar undir Eyjafjöllum og
bílaljósin á siðkvöldum, að kom-
ast ekki nema sama litla liringinn
um eyna. Fyrir mitt leyti skil ég
þetta vel, því satt að segja sakna
ég þess éinna mest eftir veru í
Reykjavík, að geta ekki ekið út
x sveit með fjölskylduna á sunnu-
dögum. Reykvíkingar gætu hugsað
sér þetta viðhorf, ef þeir gætu
ekki farið um helgar nema eins
og eina hringferð um Kópavog og
til baka.
Því má ekki gleyma, sem vel
er gert í samgöngumálum. Þann-
ig hafa flugsamgöngur batnað til
muna með tilkomu þverbrautar á
flugvöllinn og nýrra flugvéla, en
þverbrautin er þó ekki nógu löng
fyrir hinar nýju vélar Flugfélags-
ins.
ÖFLUGRA MENNINGARLlF.
— Hvað um menningarmálin?
„Vestmannaeyingar eru óá-
nægðir með að fá ekki heimsóknir
sinfóníuhljómsveitar, sem hefur á
siðastliðnum 9 árum, síðan ég kom
hingað, aðeins komið einu sinni
fullskipuð og tvisvar með strok-
kvartetta. Þjóðleikhúsið hefur
komið einu sinni í 9 ár, með Horft
af brúnni. Aðrir leikflokkar svo
og Leikfélag Reykjavíkur koma
hingað sárasjaldan og sumir ald-
rei.”
— Hver er ástæðan fyrir þessu?
„Að einhverju leyti hafa það
verið hinar stopulu samgöngur.
Auk þess nefna þessir aðilar erf-
iðleika með samkomuhúsið, sem
þó ætti ekki að þurfa að vera, því
að stórt og myndarlegt samkomu
hús, sem tekur allt að 400 manns
í sæti, er i Eyjum, eða nær 10.
hvern íbúa bæjarins í einu. Ýmsir
aðilar hafa reynt að bæta úr þessu,
svo sem Marteinn Hunger, skóla-
stjóri Tónlistarskólans og kirkju
organisti og fleiri góðir menn,
en allir þeir aðilar, sem ferðast
um lándið með skemmtikrafta eða
list, virðast gleyma Vestmanna-
eyjum. Til undantekninga heyrir,
ef erlent listafólk kemur til Eyja.
Skemmtanalífið er því fábreytt,
aðeins dansleikir og kvikmyndir,
og því lítið við að vera fyrir að-
komufólk á vetrum, í hvildar-
stundum. Þess vegna liefur verið
mjög vaxandi umtal um sjónvarp
og er þá bæði átt við tilvonandi
íslenzkt sjónvarp, þegar það kem-
ur og eins það, sem nú er rekið
í landinu og þá ekki sízt til dægra
styttingar fyrir aðkomufólk í
vinnslustöðvunum, en þær hafa
eða eru að útbúa mjög vistlegar
setustofur. Fólkið endist því mið-
ur ekki til lengdar til að sitja við
bréfaskriftir eða bókalestur, og
við brennur að það leiti til óholl-
ari dægrastyttingar.
Sjómenn,
Góða skemmtun á þjóðhátíð
Nefagerðin Ingólfur
sími 1230 og 1235 — Vestma'nnaeyjum.
Jafnan fyrirliggjandi
flestar vörur til skipa og útgerðar.
Afgreiði beint frá erlendum verksmiðjúm
ALLSKONAR KAÐLA úr hampi, sisal
eða gerviefnum; einnig víra.
Páll Þorbjörnsson
Heimagötu 2, sími 1532, Vestmannaeyjum.
KAUPUM FISK OG FISKAFURÐIR
SELJUM VEIÐARFÆRI, ÍS OG BEITU
Símar
Skrifstofa .................. 2040
Einkaskrifstofa................ 2041
Fiskmóttaka ................... 2042
Flökun ........................ 2043
Húsvörður ...................... 2044
Vigtarmaður.................... 2045
FISKIÐJAN HF.
VESTMANNAEYJUM
!
t
l
Þá er ennfremur miklll áhugi
í Eyjum á skólamálunum. Einkum
hafa margir hug á að lengja mið-
skólanámið um einn vetur og hafa
í skólanum fyrsta bekk mennta-
skólastigsins til að byrja með, —
þótt ekki sé tímabært eins og
stendur að hugsa um lengra
menntaskólanám. Það er mikið á-
hugamál foreldra að hafa unglinga
í heimahúsum sem lengst, því að
miklu munar um hvert árið sem
börn geta verið heima á þessum
árum. Stýrimannaskóli tók til
starfa hér í fyrrahaust og eru
miklar vonir bundnar við starf-
semi hans. Þá er í undirbúningi
að gera iðnskólann að dagskóla
og ég álít fyllilega tímabært að
bæta við hann undirbúningsdeild j
undir tækniskólanám.
MIKLAR FRAMKVÆMDIR.
„Enda þótt hér hafi helzt verið
fjallað um verkefni, sem bíða úr-
lausnar, má ekki horfa fram hjá
þvi, að mjög miklar framkvæmdir
eru nú í Eyjum, og athafnalífið
í miklum blóma. Við vorum með
147 íbúðir í smíðum á seinasta
ári. Þar af var aðeins lokið smíði
27 íbúða. Það sýnir, að hús eru
hvert um sig of lengi í smíðum
og stafar það mest af vinnuafls-
skorti. Auk þess eru atvinnufyrir-
tækin meira og minna að bæta
við sig, síldarbræðsla nýtekin til
starfa og þannig mætti lengi
telja.”
— Hverjar eru stærstu fram-
kvæmdir bæjarfélagsins?
„Bærinn er að byggja stórt
| sjúkrahús, 1050 fermetra eða 11
j þús. teningsmetra, en aðalfram-
■ kvæmdir bæjarins eru þó mal-
| bikun gatna. Til þeirra fram-
I kvæmda er varið á fjárhagsáætl
un þessa árs um 7 milljónum
króna. Búið er að malbika meiri
hlutann af gatnakerfi bæjarins og
er nú verið að malbika hafnar-
svæðið, stærstu bryggjuna og
margar umferðargötur verða mal-
bikaðar í sumar. í gær var mælt
fyrir sundhöll, og af fleiru er að
taka. Við höfnina er sífellt verið
að vinna, enda er hún lífæðin.
Þar voru skipakomur annarra en
heimaskipa á seinasta ári 1870, þar
af voru vöruflutningaskip 475 og
um höfnina munu fara árlega um
200 þús. tonn út og inn af vörum,
og gefur það nokkra hugmynd um
það alhafnalíf, og þá framleiðslu-
starfsemi, sem á sér stað í Vest-
mannaeyjum.
Vestmannaeyingar og aðrir þjóðhátíðar-
gestir. — Góða skemmtim í dalnum.
Bólstrun Eggerts Sigurlássonar
Kirkjuvegi 9a. sími 1111 — Vestmannaeyjum.
V estmannaeyingar
Hjá oss getið þér brunatryggt eignir yðar,
búslóð og lausafé.
Ennfremur getið þér keypt hjá oss:
Ábyrgðartryggingar — Slysatryggingar
Flutningatryggingar
Allt á einum stað
Brunabctafélag íslands
Umboðið í Vestmannaeyjum
Sveinn Guðmundsson . Strandvegi 42 . Sími 1926 - 1115.
ÖTGERÐARMENN!
Höfum ávallt fyrirliggjandi:
Humartroll
150 feta 18.500.00
130 feta 17.500,00
100 feta ifcr • ••••••••«•• rvi.. 16.000,00
Fiskitroll
80 feta 23.600,00
70 feta 21.000,00
Fiskivoðir
180 möskva .. 18.500,00
150 möskva .. 17.000,00
140 möskva .. 16.000.00
90 möskva .. 12.000,00
Sendum hvert á land sem er!
VEIÐARFÆRAGERÐ
VESTMANN AEYJ A HF.
Sími 1412. r
»•£
ALþYÐUBLAÐIÐ - 5. ágúst 1965 XS