Alþýðublaðið - 05.08.1965, Blaðsíða 4
í,7*fe
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bencdikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Augliýsingasími: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmlðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 cintakið.
Utgofandi: Alþýðuflokkurinn.
ERUM KAUPENDUR AÐ ÖLLUM TEG-
UNDUM FISKS.
FRELSISSTRÍÐ
LEIÐTOGAR SOVÉTRÍKJANNA og aðrir
kommúnistar hafa talað mikið um frið á síðari ár-
um. Þeir hafa látið á sér skilja, að þeir trúi ekki leng-
ur hinni gömlu kenningu Lenins, að heimsófriður sé
SEUUM ÍS OG BEITU
Sendum þjóðhátíðargestum og lesendum Alþýðublaðsins beztu
kveðjur úr Eyjum.
óhjákvæmilegur og kommúnisminn muni ná völdum
á þann hátt einan.
Ein undantekning er þó jafnan gerð í friðartali
kommúnista. Þeir telja svokölluð „frelsisstríð“ vera
góð stríð og draga ekki dul á, að þeir vilji skipta sér
af þeim. Eiga þeir við baráttu nýlenduþjóða fyrir
frelsi sínu.
Ekki er þó sama, hver þjóðin er. Þeir kölluðu það
ekki „frelsisstríð“, þegar Austur-Þjóðverjar risu upp
gegn kúgurum sínum — eða þegar ungverska þjóðin
gerði tilraun til að varpa af sér okinu. Þeir kölluðu
það heldur ekki „frelsisstríð“, þegar íbúar Tíbet gerðu
uppgreisn gegn kínverskum kommúnistum.
Nei, „frelsisstríð“ eru aðeins þær uppreisnir, sem
beint er gegn ríkisstjórnum, sem ekki eru á valdi
kommúnista. Til dæmis Vietcong í Suður Vietnam.
Það stríð styðja kommúnistar, ekki aðeins með vopn
um og matvælum, heldur með því að senda heilar her
cleildir sérþjálfaðra manna frá Norður Vietnam. Þess
vegna er um að ræða innrás kommúnista í Suður
Vietnam og rniklu meira en borgarastyrjöld.
, Af öllu þessu er ljóst, að útþensla kommúnism-
ans nú á dögum á að gerast á þennan hátt, með því
að magna byltingar, kalla þær „frelsisstríð11 og senda
síðan vopn og hermenn, unz kommúnistar ná yfirtök
Linum.
r Ef þetta tekst í Suður Vietnam, verður Thailand
fiæst. Svo koma Malaysía og Burma, þá Indland og
kíðan hvert landið á fætur öðru. Hér er um að ræða
^kríðandi heimsbyltingu, sem á ekki frekar skylt við
yilja fólksins í þessum löndum en kommúnistastjóm
3óllands eða Tékkóslóvakíu. Enn hefur engin þjóð
cosið sér kommúnisma af fúsum vilja. Þess vegna
Deita kommúnistar enn stríði, þótt þeir kalli það nýju
nafni til að réttlæta friðartal sitt og forða sér frá kjarn
orkuvopnum.
Sannleikurinn um frelsið er sá, að lýðræðisríkin
hafa á síðustu 20 árum veitt tugum þjóða frelsi á sama
1 tíma og Sovétríkin innlimuðu hverja þjóðina á fæt-
ur annarri nauðuga undir stjórnkerfi kommúnis-
mans. Lýðræðissinnar geta því kinnroðalaust spyrnt
við fæti, þegar kommúnisminn reynir að vinna ný
lönd undir yfirskini „frelsisstríða“. Ef yfirgangur
kommúnista í Vietnam og víðar verður ekki stöðvað-
ur, má búast við, áð börn eða barnabörn okkar allía
búi við kommúnistískt éinræði. Baráttan gegn komm
únismanum er hið sanna frelsisstríð.
ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA
Símar: nr, 1101 á skrifstofunni — nr. 1102 í frystihúsinu — nr. 1103 í fiskverkun.
m
m
m
rr
iik
B-ZM
„LANDI“ SKRIFAH mér frá
Kaupmannahöfn. „Danir virðast
ekki ætla að gera það endasleppt
við okkur íslendinga. Þeir hafa
samþykkt að gefa okkur handrit-
in og hafi þeir þökk fyrir. Nú eru
þeir önnum kafnir við að velja
lianda okkur forseta Þegar núver-
andi kjörtímabili Iýkur. Land og
folk hefur þegar tilnefnt Halldór
Laxness, en hann hefur þegar mót-
mælt. Nú liefur myndablaðið Se
og Hör, sem er nokkurs konar
hirðblað konungsfjölskyldunnar,
tilnefnt Gunnar Thoroddsen, en
hann hefur enn ekki svo að mér sé
kunnugt, hreyft mótmælum.
ÞETTA VEKUR dálítið gaman
með okkur Löndunum hérna og
því ekki nema líklegt að við förum
að leita í huga okkar meðan við
erum að bíða eftir því, að þið
þarna hafið einhverja tillögu fram
að færa”.
SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR
SKRIFAR: Nýlega kom ég í fyrsta
sinni í Tónabíó og sá þar „Bleika
Pardusinn”, sem var mjög
skemmtileg mynd. Eins og að
vanda lætur í öllum kvikmynda-
húsum, var hlé í miðri mynd, sem
sennilega er gert til þess að fólk
geti rétt úr sér og fengið sér öl-
drykk eða annað munngæti, og er
ekki nema gott um það að segja.
En í þessu hléi var flutt tónlist,
sem var svo hávaðasöm að naum-
ast var á hlustandi.
ÖDRU SINNI VAR ÉG í Tóna-
bíó, hinn 19. júlí og sá þar hina
stórbrotnu mynd „Flóttinn mikli”,
og í hléinu þétta kvöld tók ekki
betra við með tónlistina. Aðeins
Bítlatónlist. svo fáranleg sem hún
nú er, í allflestum tilfellum. Og
ekki nóg með það, heldur munu
aliir hátalarar hússins hafa verið
keyrðir áfram allt hvað þeir þoldu.
Enda var hávaðinn slíkur að líkja
mætti við öskrandi óð albrjálaðs
lýðs, og éfast ég um að allar hlióð
himnur hafi verlð jafngóðar eftir
■Jic Danir tilnefna forsetaefní.
Heimsóknir í kvikmyndahús.
ic Ágætar kvikmyndir, en óþolandi hávaói.
if Ber ekki nafn meS rentu.
þá þolraun, sem á þær var lögð j
þetta kvöld.
"TEL ;ÉG ÞAÐ MJÖG vafasama
ráðstöfun af forráðamönnum húss-
ins að bjóða friðsömu fólki uppá
slíkt eyrnakonfekt. Þegar ég
heyrði Tónabíós fyrst getið, kom
í huga minn að þar myndi ánægju-
legt að koma. Þeir sem réðu þar
húsum, hefðu það áreiðanlega í
hávegum að flytja góða tónlist,
bæði fyrin sýningar og eins í hlé-
unum. Því varð mér allhverft við
að heyra þessar vansköpuðu tón-
smíðar sem gestum hússins var
boðið á að hlusta bæði þessi um<
ræddu kvöld.
MUNDI EKKI STJÓRNEND-
UM hins nafnfræga kvikmynda-
húss þykja sómi að því að húsið
bæri nafn með rentu, og flytti tón-
list á þann hátt að gestir þess biðu
ekki tjón á heilsu sinni. Og varla
myndi það saka að leikið væri eitfc
og eitt létt sígilt tónverk innan
um dægurlögin, svo segja mætti
að eitthvað væi'i fyrir alla”.
Tilkynning frá Loftskeytaskóla n u m
Loftskeytanámskeið hefst í Reykjavík um
miðjan september 1965.
Umsóknir, ásamt prófskírteini miðskóla-
prófs eða annars hliðstæðs prófs og sund-
skírteini sendist póst- og símamálastjórn-
inni fyrir 29. ágúst næstkomandi.
Inntökupróf verða væntanlega háldin dag-
ana 7—9. september 1965.
Prófað verður í ensku og reikningi, þar á
meðal bókstafareikningi.
Nánari upplýsingar í síma 1 10 00 í Reykja-
yík.
Póst- og símamálastjórnin.
Alþýðubla&ið
vantar barn eða ungling til biaðburðar ,
í miðbæinn.
5. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
r... Lt.úA!80örH.í•