Alþýðublaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 7
ÚTGEFANDI:
SAMBAND
l
UNGRA
JAFNAÐARMANNA
SUJ lagði fram
tillðgu um Kúrda
Frá fundi ungra, norrænna jafn-
aðarmanna í Pori í júní s.l
Þing Æskulýðssambands nor-
rænna jafnaðarmanna, annað í
röðinni, var haldið í Pori í Finn-
landi dagana 5.-7. júní síðástlið-
inn. Um það bil 250 fulltrúar sátu
þingið, þar af um 100 fulítrúar
frá hinu finnska SNK, 50 fulltrúar
frá Sambandi ungra jafnaðar-
manna í Svíþjóð (SSU), 40 full-
trúar frá Arbeidernes Ungdoms-
fylking í Noregi, álíka margir frá
Sambandi ungra jafnaðarmanna í
Danmörku (Danmarks socialdemo-
kratiske Ungdom) og 5 fulltrúar
frá Sambandi ungra jafnaðar-
manna. Hafði þó SUJ rétt til að
senda 50 fulltrúa eins og hin sam-
böndin en hafði ekki tök á því
vegna kostnaðar.
Fulltrúar SUJ á þinginu voru
þeir Eyjólfui' Sigurðsson, Guð-
mundur Vésteinsson, Karl Steinar
Guðnason, Sigurður Guðmunds-
son og Örlygur Geirsson, allir úr
stjórn SUJ. Á þinginu var ný
stjórn kosin fyrir Norðurlanda-
sambandið og er formaður hennar
Marrtti Poysálaá frá Finnlandi en
aðrir í stjórn eru tveir menn frá
hverju iandi, þeirra á meðal Ingv-
ar Carlsson ríkisþingmaður og for
maður SUJ í Svíþjóð, Thage Pet-
erson ritari hins sænska SUJ, Ej-
nar Hovgaard-Christiansen for-
maður SUJ í Danmörku og Bech
ritari sama sambands, Ole Teigen
formaður SUJ í Noregi og Arvid
Jacobsen ritari þess. Frá íslándi
eiga enn sem fyrr þeir Karl Stein
ar Guðnason ritari SUJ og Sigurð-
ur Guðmundsson formaður þess
sæti í stjörninni.
Þingið tók ýmis mikilsverð mál
til meðferðar. Rétt er þó að benda
á það að allar samþykktir þess
eru, lögum þess samkvæmt, aðeins
tilmæli til aðildarsambandanna
enn sem komið er. Meðal þeirra
mála, sem tekin voru fyrir á
þinginu var tillaga um samúð við
frelsisbaráttu Kúrda, er fulltrúar
SUJ báru fram. Samþykkti þing-
ið — vegna ófullnægjandi upp-
lýsinga — að beina því til aðildar-
sambandanna, að þau kynntu sér
þessi mál ýtarlega og hæfu síðan
aðgerðir til stuðnings Kúrdum, ef
þeim sýndist svo. Hefur stjórn
SUJ hugsað sér> að reyna að vinna
ehn frekar að framgangi þessa
máls á réttum stöðum. Þá var
'tekin fyrir og samþykkt tillaga
um að vinna að því, að ökuréttindi
fáist um öll Norðurlönd við 16 ára
aldur og ökukennsla og lög þar um
verði samræmd í löndunum öll-
um. Ákveðið var að stjórn sam-
bandsins skyldi undirbúa ög
leggja fyrir næsta þing
i menningar- og skólamálum. —
Þá var samþykkt gerð um það að
skora á ríkisstjórnir Norðurlartd-
anna að veita starfsemi æskulýðs-
samtaka verulegan stuðning m. a.
með því að veita fé til gagn-
kvæmra kynnisferða og þing-
lialds á Norðurlöndunum. Hlýtur
Frh. á 10. síðu.
Frá þin^i Æskulýðssambands no^ræjtuia jafnaðarmanna í Pori í
júní s.l.: fánaborg.
Stjórn ungra norrænna
jaf naðarmanna á f undi hér
Nýkjörin stjórn Æskulýðssam-
bands norrænna jafnaðarmanna
(Nordens socialdemokratiske Ung-
dom) kemur í næstu viku saman
til fyrsta fundar síns og verður
hann haldinn hér á landi. Stjórn
þessi var kjörin á þingi samtak-
anna í Pori í Finnlandi i júní í
sumár og er> formaður hennar
Marrtti Poysálaa, en auk hans
eiga saéti í henni tíu ungir jafnað-
armenn frá öllum Norðurlöndun-
um. — Æskulýðssamband þetta er
íslendingum engan veginn ókunn-
Stjórn Æskulýðssambands norræna jafnaðavma nna á fundi í Kaupmannahöfn í febrúar s. I.
ugt m. a. vegna þess að aðeins eitt
ár er liðið frá því að það tók svo
einarða og drengilega afstöðu
með Loftleiðum í deilu þeirra við
SAS að athygli vakti um Norður-
löndin öll og hafði ómæld áhrif á
að deilan leystist Loftleiðum
mjög í hag.
Samband þetta er aðeins fjög-
urra ára gamalt, var stofnað í
Málmey fyrir þrem árum síðan.
Áður hafði starfað samstarfs-
nefnd samtaka þessara um langa
hríð en rétt þótti nú að breyta því
fyrirkomulagi á þennan veg.
Fyrsti formaður þess var Ingvar
Carlsson, formaður SUJ í Svíþjóð
og er hann einn þeirra, sem koma
nú hingað til fundarins. Má ætla
að í allt muni um 10 manns sitja
Það er óneitanlega talsverður
viðburður, að stjórnarfundur þessi
skuli nú haldinn hér á landi, því
að hér er um að ræða samtök,
sem eru stærstu, sterkustu og á-
hrifaríkustu stjórnmálasamtök
unga fólksins á Norðurlöndum.
Stjórnmálaflokkar þeir, sem þau
styðja, fara yfirleitt með ríkis-
stjórn og forystumenn þeirra eru
velflestir vaxnir upp til trúnaðar
síns úr samtökum ungra jafnað-
armanna. Má þar til nefna menn
eins og þá Per Hækkerup, núver-
andi utanríkisráðherra Dana, Og
Torsten Nilsson, utanríkisráo-
herra Svía, en báðir voru þessir
menn á sínum tíma formenn sam-
banda ungra jafnaðarmanna í lönd
um sínum. Má því vafalaust geta
ráð fyrir, að þeir ungu menn, sem
nú hittast hér til fundai', muni,
áður en langir tímar líða, verða
orðnir forystumenn þjóða sinna
og sumir þeirra reyndar þegár
orðnir það, eins og Ingvar Caris-
son, formaður SUJ í Svíþjóð, er
hefur nýlega verið kjörinn á rík-
isþing Svía.
. Stjórnarfundurinn verður hald-
inn á Þingvöllum og mun vcrca
rætt þar um ýmis áhugamál sam-
takanna. Rætt verður um ályktan-
ir þær og samþykktir, er þingið í
Pori gerði, starf æskulýðssam-
bandsins 1965—66, málefni Al-
þjóðasambands ungra jafnaðar-
manna, norrænt námskcið ungra
jafnaðarmanna á árinu 1966,
tjaldbúðamót í Noregi árið 1966
fyrir unga norræna jafnaðarmenn
og sitthvað fleira. Stjórnarraehn
munu fá tækifæri til að kynnast
fjölmörgum. ungum jafnáðar-
mönnum meðan þeir dvelja hér,
m. a. er fyrirhugað að efna fil
kvöldvöku síðasta kvöldið. Verður
hún vonandi fjölsótt.
ALÞÝÐUBLAöIÐ - 14. ágúst 1965 7