Alþýðublaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 10
" I Mr., Skemmtrferðir | SÉ með skipum j S Baltic lirie: g S. Vín-Yalta-Vín. Með flugvél til Lúxemborgar og £ 5 Vínar og frá Vin til Yalta með fijótaskipi eftir £ S Dóná með viðkomu í Bratisslava-Budapest-Bel- 55 S grad-T. Severin-Ruse-Djudrju-Galaz-Ismail og £5 g til Yalta við Svartahaf. Sömu Ieið til baka, Verið 53 =£ 3 daga á Yalta og stansað í hinum borgunum 53 part úr degi. Alls 14 daga ferð. Mjög heillandi og Sg S£ skemmtileg ferð. Hljómsveit um borð í skipinu, 55 £5 ágætis aðbúnaður. Verð: 21.500 kr. á mann. 16 S3 g daga ferð. 3 gmmmmmmm § London — Kaupmannahöfn - Gauta- § ^ borg — Stokkhólmur — Hélsinki — Leningrad. ££ gS og til baka. 14 daga ferð. Vérð 13.400. Farið með 3 =5= skemmtiferðaskipum í júní-júlí-ágúst og október. 3 j5= á 12 tíaga fresti. Flogið til Lo.ndon og til baka g j£ Rólegar ferðir um Norðursjó og Eystrasalt með S fýrsta flokks skemmtiferðaskipi, höfð viðkoma í £5 SS fyrrnefndum borgum. Hægt að hafa viðdvöl eftir S =5 þörf á útieið og heimleið í London S mmmwmwmr Marseilles — Genoa — Napoli =5 J — Pireaus — Istanbul Varna g — Constanta — Odessa — Yalta S V ^B^og Sochi. (Miðjarðarhaf og Svartahaf). S Verð: 21. 500..00. Flogið til Parísar 1— Marseilles S og farið með sketmmtiferðarskipi á .fyrrtalda staði. § | 21. daga ferð. Gdynia — Amarica line = London — Las Palmas — Martinque — Nassau = Miami — Curaco — Barbados — Londón. 17.1- E 22.2 1966 36 daga ferð. Verð frá 24.570.00-46.170 É 00. Flogið til London og til baka. Dvalið í 1 dag E til 4 daga á hverjum stað. : _ (((((({((((((((({((((((((((((((((L Kaupmannahöfn — London — Quebec — Montre ; al. 18 dagar. Verð: 28170.00. í báðum tilfellum : ferðast með M.s. Batory. Glæsilegt skemmti- = ferðaskip. : Upplýsingar veittar í ferðaskrifstofu vorrl E LA N DSÖNt ___ FERBASKRIFSTOFA g § Skólavörðustíg 16, II. haað § § SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK § §7////////////;/////;/;;;;;;;;/;/;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;;?;;;;;;);)))))»))))))))))))))))))))))))))^ SUJ ,i Pramhald af 7. síðu þetta mál einkum að vekja áhuga meðal ungs fólks á íslandi. Þá var gerð ályktun um að vinna skyldi ' að því, að stefnt verði að því að á fót rísi bandalagsríki Norður- landa og Norðurlandaráði verði • smám saman breytt í löggjafar- samkundu. Þá var einnig gerð samþykkt um að komið verði á fót norrænni æskulýðsstofnun, og er það í beinu sambandi við sam- þykkt þá, sem getið er hér að framan um aukinn stuðning við æskulýðsstarfsemi á Norðurlönd- unum. Síðast en ekki sízt var sam 'SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bíllinn er smurður fljótt og vel. ’ , Seljum allar teguiidir af smurolíu t .« þykkt að nauðsynlegt væri að gera frekari ráðstafanir til að vernda börn og unglinga frá of- þjökun vegna vinnu. Loks má telja, að samþykkt var að vinna að samræmingu tómstundasvæða vinnandi fólks á Norðurlöndun- um. Þessar voru þá helztu sam- þykktir, sem gerðar voru. Vafa- laust má ætla að þær, sem helzt veki athygli hér, séu samþykkt- irnar um samúð við Kúrda og nauðsyn þess, að gert verði eitt- hvað raunhæft til að vinna að því að samtök unga fólksins á Norðurlöndunum geti unnið meir og betur saman en verið hefur til þessa. — Stjórn æskulýðssam- bandsins mun ræða öll þessi mál á fundi sínum hér um næstu helgi eins og annars staðar er frá skýrt og verður vonandi nánar frá því skýrt á næstu æskulýðssíðu. Djáknarnir Framhald af 6. síðu — Eg, Charles Sims, talaði við þá, sagði Sims síðar. — Þeir áttu um tvennt að velja, annað hvort að koma inn og haga sér eins og siðaðir menn, eða hverfa á braut. Fundurinn hélt svo áfram, án þess að nokkuð kæmi fyrir. Hvltur maður var skotinn í ó- eirðum f Louisiana. Tveir negrar voru handteknir, og því er haldið fram, að flokkur Sims hafi verið hér að verki. Sims neitar þessu. Sennilega á flokkur djákn anna upphaf sitt í Jonesbore í Louisiana, þar sem kom til kyn- þáttaóeirða sl. vor. Amk. var þeg- ar búið að stofna deíld í Quac- hite 5. marz í vor og skömmu síðar var deildin í Bogalusa stofnuð. Orðrómur er á kreiki um, að djáknarnir hafi deildir um öll suð- urríkin. Djáknarnir í Bogalusa láta í það skína, að þeir hafi deildir í Alabama og Mississippi. Þá er sagt I Bogalusa, að til sé kvennadeild, en um það vilja djáknarnir ekkert segja. Það er auðvelt að ná í byssur, en hins vegar er það leyndar- dómur livernig djáknarnir hafa oeninga til að kaupa vopn fyrir. Félagsskanurinn CORE, sem þó er’ á móti vaidbeitingu, segist hafa gott samband við djáknana. Sims telur, að flokkur sinn hafi verið notadrjúgur fyrir málstað negranna. — Tilvera okkar hefur haft mikla þvðingu til þessa, segir hann, Við höfum neytt þá til að draga úr ofbeldisverkum um 90 %. Þeir hvítu eru hættir að aka blóðidrifnum bílum sínum gegn- 'irn mótmælagöngur okkar. Sims neitar öllum tengslum milli flokks síns og svörtu mos- lemanna. — Eg segi það afdráttarlaust, að ég hef jafnmikinn viðbjóð á svörtu moslemunum eins og á Ku Klux Klan. Eg trúi hvorki á hvít eða svört yfirráð, aðeins á iafnrétti. Snurningu um, hvort allir diáknar væru sömu skoðunar, svaraði hann: — Þeir verða að vera það. Minningarorð Framhald úr opnu. honum þótti áfátt um framgang þeirra málefna, sem hann barðist fyrir, og lítið miðaði áfram til sigurs í hugsjónabaráttunni. Svein- björn var óvenjulega hreinskilinn maður, sagði hug sinn allan hvort sem það líkaði betur eða verr. Hann hafði ógeð á öllu baktjalda- makki, og kaus að koma framan að andstæðingum sínum. Enda þótt ekki þyki alltaf gott að sætta sig við það sem hreinskilinn mað- ur segir, þá var það nú svo, að margir andstæðingar Sveinbjarn- ar mátu hann mikils fyrir þennan eiginleika, og sumir þeirra urðu beztu vinir hans, þrátt fyrir ólíka afstöðu til ýmissa mála. Þegar Sveinbjörn hóf braut- ryðjendastarf sitt í Verkalýðsfé- l.agi Akraness, hafði hann tekið þann sjúkdóm, er gerði hann ó- vígan til allrar erfiðisvinnu, en hann hafði lengst af stundað sjó- inn á vélbátum og skútum, og verið meðal annars vélstjóri um skeið. Það voru því ekki glæsileg ytri lífsskilyrði er Sveinbjörn og fjöl- skylda hans bjuggu við. Þá voru engar almannatryggingar til í landinu og heilsulaus verkamað- ur með stóra fjölskyldu, hafði þá litla möguleika til lífsafkomu, er vinnuþrekið var ekki lengur fyrir hendi. Því var það að allan þann tíma sem baráttan fyrir tilveru Verkalýðsfélags Akraness var sem hörðust, og aðalþungi þeirrar bar- áttu hvíldi á herðum Sveinbjarn ar Oddssonar, beið vofa fátæktar- innar við dyr hans. En hvorki fá- tækt né heilsuleysi gátu bugað hinn eldheita baráttuvilja Svein- bjarnar, þvert á móti virtist hann gæddur þeirri andlegu orku og þeirri óbifanlegu trú á góðan mál- stað, sem beinlínis báru hann yf- ir allar þær torfærur andúðar og skilningsleysis, er verkalýðs- hreyfingin átti við að búa hér á Akranesi sem víða annars staðar á landinu, í árdögum hennar. —: Hann varði miklum tíma í að skipuleggja verkalýðsfélagið á sem hagkvæmastan hátt, þannig, að hinar ýmsu starfsgreinar hefðu hver sína deild innan félagsins, og hefur þetta skipulag ýmsa góða kosti. í ræðum sínum brýndi hann fyrir verkafólki gildi félagsskap- arins, og hvatti það til órjúfan- legrar samstöðu. Sá sem þessar línur ritar, átti því láni að fagna að starfa með Sveinbirni að málefnum verka- lýðsfélagsins um árabil, og kynnt- ist því af eigin raun þeirri ótak- mörkuðu fórnfýsi oe beim brenn andi áhuga sem þessi forystumað- ur alþýðunnar á Akranesi bjó yfir. Nú, þegar leiðir skilja, koma minningarnar frá liðnum samveru- stundum fram í hugann, og við sem ennþá störfum að málefnum Verkalýðsfélags Akraness, finnum það glöggt hvern dag, hversu miklu léttara er fyrir okkur að starfa að málefnum félagsins, vegna baráttu Sveinbjarnar og þeirra ágætu manna sem mót.uðu félagsskapinn á fyrstu dögum hans, og unnu stærstu áfangana á hinni grýttu braut brautryðj- endaáranna. Það sem mér er efst í huga nú er við kveðjum Sveinbjörn Odds- son, og áreiðanlega okkar allra, sem skipum Verkalýðsfélag Akra ness, er sú mikla þakkarskuld, sem við eigum honum að gjalda. Eg er þess fullviss, að það væri Sveinbirni mest að skapi, ef á- fram yrði haldið, að styðja hinn veika og smáa, og verkalýðshreyf- ingin mætti lialda áfram að bæta lífs og starfsskilyrði hins vinn- andi fólks. Með það í huga el' hann kvaddur af Verkalýðsfélagi Akraness, sem óskar að mega heiðra minningu hans með því að kosta útför hans. Um leið og félagsfólk sendir aðstandendum Sveinbjarnar inni- legar samúðarkveðjur við fráfall hans,. er það ósk vor, að minning- in um störf hans verði félaginu leiðarljós sem lýsi fram á veg- inn á ókomnum árum. Guðm. Kristinn Ólafsson, form. Vkfél. Akraness. t SVEINBJÖRN ODDSSON er farinn á vit feðra sinna. Hann lézt á Sjúkrahúsi Akraness að- faranótt laugardagsins 7. ágúst sl. eftir langt stríð við vanheilsu og veikindi. „Gamli maðurinn” eins og okkur yneri var t!>rnt að kalla hann, bar þetta ekki mjög utan á sér. Allt til þess síðasta lifði hann og hrærðist fyrir þau mál- efni, er voru honum hjartfólgn- ust, jafnaðarstefnuna, verkalýðs- hreyfinguna, menningar og mann- úðarmálin í heimabyggð sinni. Ekki ætla ég að rekja ævistörf Sveinbjarnar né uppruna. Til þess verða aðrir þeim kunnugri. Kynni okkar hófust ekki fyrr en hann var kominn á efri ár. Þeim árum varði hann m. a. til að aðstoða aðra aldraða samferðamenn sína á lífsleiðinni og þá er miður máttu sín í lífsbaráttunni. Af einskærri umhyggju vakti hann yfir velferð þess fólks. Því kynntist ég nokkuð persónulega og er ljúft að minn- ast þess. En það lýsir manninum enn bet- ur, finnst mér, hve mikið hann lét mál hinna yngri til sín taka. Fyrir tæpum 20 árum studdi hann að stofnun Félags ungra jafnaðar- manna á Akranesi og með hendi hans er fundargerð stofnfundar- ins rituð. Hann fylgdist jafnan með störfum þess með áhuga og var reiðubúinn að leggja fram sinn skerf því til framdráttar. — Síðast í vetur mætti hann á fundi hjá félaginu. Kominn fast að átt- ræðu. Eg tel, að það hafi verið mér mikil gæfa að kvnnast og starfa með Sveinbirni. Fórnfýsi hans og ósérhlífni var einstæð„Engum hef ég kynnst honum Hkum. Minning hans mun lengi geymast. Ættingjum hans og aðstand endum votta ég innileea samúð. Gvðmundnr Vésteinsson. J[0 14. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.