Alþýðublaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 16
Þegar fólk hefur mikið að
gera, er það yfirleitt vegna
þess að það hefur trassað að
gera það sem það átti að
gera.
i Það er alltaf verið að segja
að við unglingarnir séum að
versna, en tilfellið er að við
i erum bara að eldast.
öldruð hjón í fullu fjöri, og
einn sem ekki gat sofið
í BÆNUM Subekent í Kákasus
héldu hjón nokkur nýlega upp á
eitt hundrað ára brúðkaupsafmæli
sitt, að því er skýrt var frá í
rússnesku vikublaði.
Eiginmaðurinn, sem heitir Ah-
med Adamov, er hress ennþá og
sést oft á stjái í þorpinu þar sem
lijónin búa. Konan, Manna Alli-
jeva gegnir enn þá húsverkum á
heimili þeirra.
Tíðindamaður, sem kom í heim
sókn til gömlu hjúanna bar upp
þá spurningu hvernig það væri að
vera orðinn svona gamall.
— Ja, mér finnst ég nú bara
alls ekki vera orðinn gamall, svar-
aði þá sá gamli. Fyrin svona
fimm árum lék ég mér að því að
fara í fótbolta með strákunum
hérna úr nágrenninu, en nú get
ég það ekki lengur enda er ég
orðinn 122 ára.
Húsfreyjan á heimilinu er hins
vegar eldri, því hún er orðin 125
ára gömul, en bæði hafa hjónin
lengi vel verið heilsuhraust. Því
má bæta við að sagt er að sam-
komulag hafi alla tíð verið mjög
gott hjá þessum hjónum. Þau
áttu tvo syni, sem báðir dóu um
fimmtugt og eina dóttur, sem
lifði að verða sjötug.
★
ÞEIR sem eiga erfitt með svefn
ættu að hugsa til bresks garð-
yrkjumanns, Eugen Burnett, sem
er orðinn 46 ára gamall, en hefur
ekki komið dúr á áuga í 46 ár.
Hann fór fyrst að finna fyrin
því að hann ætti erfitt með að
sofna þegar hann var rúmlega
tvítugur. Gekk það lengi svo, eða
í tíu ár, að hann svaf alls ekkert
eina eða tvær nætur í viku, en
síðan að aumingja maðurinn varð
þrítugur hefur lionum alls ekki
komið blundur á brá.
Vesalings maðurinn hefur reynt
öll hugsanleg ráð eins og nærri
má geta, en allt hefur komið fyrir
ekki. Hann hefur þrælað og púlað
og gengið dauðþreyttur til hvílu,
en allt hefur komið fyrir ekki.
Hann varð að sjálfsögðu fljótt
mjög óttasleginn vegna þess að
geta alls ekkert sofið og áleit að
þetta mundi buga heilsu sína á
tihölulega skömmum tíma. Lækn-
ir hans reyndi að róa hann og
telja í hann kjark, og sagði að
honum mundi engin hætta búin.
Spá læknisins reyndist rétt.
Þrátt fyrir það að hafa aldrei
sofið hefur garðyrkjumaðurinn
búið við hestaheilsu og aldrei orð-
ið misdægurt, jafnvel þótt hann
sitji við sjónvarpstæki sitt hvert
einasta kvöld að loknum vinnu-
degi og lesi marga klukkutíma á
hverri einustu nóttu meðan allin
aðrir sofa. Hann hvílir sig aðeins
í rúminu nokkra klukkutíma und-
ir morgun en fer svo ó fætur hress
og sprækur, eins og þeir, sem
sofið hafa í átta eða níu klukku-
tíma.
★
FRANSMAÐUR nokkur fann sér
gott ráð til að ferðast ódýrt með
járnbrautarleistunum í Frakk-
járnbrautarlestunum í Frakk-
að hann greiddi aldnei einn ein-
asta eyri.
Hann hafði þann sið, að er hann
sá einhvern fara inn á salerni þá
gekk hann eftir smástund að dyr-
unum, bankaði harkalega og
heimtaði farseðilinn og skipaði
farþeganum að renna honum und-
ir hurðina eins og lestarþjónar
gera. Grandalausir farþegar létu
miðann auðvitað samstundis undir
hurðina og þar með var ferð
skúrksins bjargað.
Það komst þó upp um hann, þeg
ar hann kom að lokaðri salernis-
hurð, bankaði og heimtaði farseð-
ilinn, því þar inni var sá raunveru
legi embættismaður sem heimta
á farseðlana af farþegunum.
Það er mikið grín gert að Konstantín vesalingnum þessa dagana.
Má ég leyfa mér að útnefna ykkur, sem ráðherra?
[ f taw a
S'ah'bi, tromman mín er ’bilnð.
- % hefði svo sem ekhert
á móti aukinni sjálfvirknií
-Allt í lagi við förum h.á
út að t)oxöa? en við vero-
um að fara heim klukkan
sjÖ hunðruð kxánuXo