Alþýðublaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 5
 BINDINDISÆSKAN efnir til fjölbreytts móts að Jaðri um helgina. Ef að vanda lætur mun þar verða margt um manninn og unga fólkið skemmta sér á heilbrigðan og ánægjulegan hátt, í tilefni af þessu móti, áttunda Jaðarsmótinu, sem samtök íslenzkra ungtemplalra efna til, og ársþingi þeirra, sem hófst að Jaðri í gærkvöldi, þykir Alþýðublaðinu rétt að kynna þessa merku og athyglisverðu starfsemi nokkuð. „ÞEGAR VORSÓLIN HEIÍ..." ÞEGAR VORSÓLIN HEIT Þannig hefst SUMARMÁL, Böngur ungtemplara eftir hinn kunna og vinsæla Tólfta Sept- ember. Og síðan segir í ljóðinu: innan bæjar ©g Úr borginni í borgina. Borgarbllstöðin Simi 22440. Opið allan sólarhringinn WREVFILL Sími 22-4-22. Talstöðvabílar um allan bæ allan sólarhringinn. Talstöðvabílar um allan bæ Bifreiðastöð Steindórs Sími 11580. yljar íslenzkri sveit, fer annríki’ í hönd. Menn nema ný lönd. — Þá er vetur úr bæ: sumari fagnar hvert fræ í frjórri jörð, — af Guði gjörð. — En, á fagnaðarstund, æskan létt er í lund, með lífsins gleðibrag. — Hún dáir heilla-dag, — og syngur við raust, alveg áhyggjulaust, sitt ljúfa lag”. FÆREYJAFÖR í sumar hefur verið tíðindasamt á vettvangi reykvískra ungtempl- ara. Efnt hefur verið til ferðalaga til ýmissa staða. Um 30 ungtempl arar úr ÍUT-félaginu Hrönn heim sóttu færeyska ungtemplara og áttu framúrskarandi ánægjulega dvöl um Ólafsvökuna í Færeyj- Þátttakendur í Færeyjaför ungtemplara. um. Þá áttu íslenzkir ungtemplar- ar fulltrúa á þingi og mótum bind indisæskunnar í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi í sumar. Þá má geta þátttöku ungtemplara í hinu vel- heppnaða og fjölmenna móti bind indismanna í Húsafellsskógi um verzlunarmannaheligina, sem góð- templarar efndu til. Á umdæmis- stúkan sérstakar þakkir skild- ar fyrir þetta mótshald sem og fyrri mót að Húsafelli. Sýnir reynslan af þessum mótum glöggt að hægt er að efna til mjög fjöl- menns og ánægjulegs fagnaðar á fögrum stöðum og án nokkurrar Iöggæzlu, ef skipulega er að unn- ið og áfengi er ekki með í spiIiniK UNG SAMTÖK Samtökin íslenzkir ungtempiar- ar eru ung að árum, því að sam- bandið var stofnað árið 1958. Það Framhald á 15. síðu. NÝJA RANNSÓKNARÁÐIÐ í FYRRADAG og í gær hélt hið nýja Rannsókna- ráð ríkisins fyrsta fund sinn. Því var komið á fót með lögum frá síðasta Al- þingi. Er því ætlað að vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis um rannsókna- mál. í því eiga sæti bæði vísindamenn, fulltrúar at- vinnugreina og stjórnmála menn. Segja má, að rann- sóknaráðið sé skipað fjór um hópum manna. Þar eiga sæti sjö alþingis- menn, kjörnir af Alþingi. Þá eiga þar sæti fimm fulltrúar atvinnugreina eða stofnana, sem fjalla um atvinnumál, þ. e. a. s. Búnaðarfélagsins, Fiski- félagsins', Iðnaðarmála- stofnunarinnar, Efnahags- stofnunarinnar og sameig- inlegur fulltrúi Raforku- ráðs og Raforkumála- stjóra. Háskólinn á þrjá fulltrúa í . rannsóknaráð- inu og að síðustu eiga þar sæti forstjórar fimm rann- sóknastofnana, þ. e. rann- sóknastofnana byggingar- iðnaðarins, iðnaðarins, landbúnaðarins, fiskiðnað- arins og hafrannsókna- stofnunarinnar, en mennta málaráðherra er formaður rannsóknaráðs. Ekki hef- ur áður hér á landi verið efnt til slíks samstarís vís- indamanna, fulltrúa at- vinnugreina og stjórn- málamanna, en slíkt er mjög farið að tíðkast ann- ars staðar og þykir hafa gefið góða raun. Annars vegar hefur það leitt til aukins skilnings stjórn- málamanna á gildi rann- sóknastarfanna og þörfum atvinnuveganna fyrir rann sóknir, og hins vegar til aukinnar þekkingar vís- indamannanna á viðhorf- um stjórnmálamannanna og þeim vandamálum, sem þeir eiga við að etja. Um víða veröld er nú mjög vaxandi skilningur á gildi rannsókna og mennt- unar. Menn líta nú ekki lengur á vísindi og mennt- un sem menningaratriði einungis. Hvarvetna hafa menn gert sér ljóst, að vísindi, tækni og menntun hafa stórkostlega þýðingu fyrir efnahagsþróun og velmegun. Verulegan hluta þeirra framfara, sem átt hafa sér stað á undan- förnum áratugum og þeirr ar lífskjarabótar, sem í kjölfar þeirra hefur siglt,- má ýmist beint eða óbeint rekja til árangurs af rann sóknarstörfum, bættrar tækni og aukinnar mennt- unar. Allt hefur þetta valdið því, að allar þjóðir auka nú mjög hvers kon- ar rannsóknarstörf og bæta skólakerfi. Þótt það kosti að sjálfsögðu aukið fé, hefur reynslan þótt sýna, að það fé beri marg- faldan ávöxt. Hér á landi kemur lang- mestur hluti þess fjár, GYlfl Þ. GfSlASON sem varið er til rannsókn- armála frá ríkisvaldinu. Víðast hvar annars staðar er þessu ekki þannig var- ið. Af því fé, sem varið er til tækni- og raunvisinda- rannsókna í Noregi er t. d. aðeins rúmlega 40% frá ríkinu. Atvinnuvegirnir sjálfir efna til rannsókna, sem kosta rúmlega 40% heildarrannsóknarfjárins, en afgangur kostnaðarins, 15—20% er greiddur með erlendum framlögum, tekj um af íþróttagetraunum o. fl. Hér á landi hafa framlög til rannsókna- mála verið aukin mjög vei’ulega á undanförnum árum. Árið 1962 námu fjárveitingar á fjárlögum til Atvinnudeildar Háskól ans og Rannsóknaráðs rík- isins 10.1 millj. kr., en á fjárlögum þessa árs nema þessar fjárveitingan 18.3 millj. kr. og hafa þær þvi aukizt um 80%. Þessu fé liefur tvímælalaust verið vel varið og mikill hag- nýtur árangur orðið af rannsóknarstörfunum. Og enn ér full ástæða til þess og eflaust skynsamlegt að auka þessar fjárveitingar. í hinum nýju lögum um rannsóknir í þágu atvinnu veganna er og gert ráð fyrir sérstakri tekjuöflun til þess að axxka rannsókn- ir í þágu iðnaðar og bygg- ingariðnaðar. En sérstök ástæða er til þess aff vekja athygli á nauðsyn þess, að atvinnuvegirnir sjálfir, þ. e. a. s. stór fyrijv tæki og fyrirtækjasamtök í atvinnulífinu stórauki rannsóknastarfsemi sín’a frá því sem verið hefur eða láti rannsóknastofnan ir vinna að ákveðnum rannsóknarverkefnum fyr- ir sig. Til þess að slíkt ger ist með skynsamlegum hætti og beri góðan árang- ur er rækilegt undix’bú*- ingsstarf eflaust nauðsyn- legt og ýmiskonar sam- x-æming og samvinna óhjá kvæmileg forsenda hag- kvæmra vinnubragða og árangursríkrar niðurstöðu. En á þessu sviði hefuf hið nýja Rannsóknaráff ríkisins einmitt mikiff vei'k að vinna. Það ætti a£> skoða það sem eitt af verfc efnum sínum að vekja at* hygli atvinnuveganna og helztu fyrirtækja og sam- taka þeirra á gildi ranti sóknastarfanna og laffa þessa aðila til samstarfu sín á milli og við sannsókn arstofnanirnar um marg- háttuð rannsóknarverk- efni. Með því væri atvinm* vegunum og þjóðarheild- inni vel þjónað. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. ágúst 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.