Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 6
L UEa EINN HINN 55 ára gamli sænski lækna- prófessor, sem á dögunum fram- kallaði tvær fimmburafæðingar, aðra í Svíþjóð og hina á Nýja-Sjá- landi, lifir sjálfur í barnlausu- hjónabandi að því er fregnir herma. Voru konurnar sprautaðar efni, sem nefnt er gonadatrophin og er unnið úr hormónum heila- dingulsins. Önnur fimmburamóðirin, frú Karin Olsen frá Orsa, þrjátíu ára gömul og sænsk, átti barn sitt í Falun, en varð fyrir þeirri sorg, að skömmu eftir fæðinguna létust 4 barnanna. Hin konan, 26 ára gömul ný-sjá- lenzk húsmóðir, Shielry Ann Lawsons var öllu heppnari, því að öll börnin hennar fimm hafa það ágætt í körfunum sínum í sjúkra- húsinu í Auekland. Sænski læknaprófessorinn, Carl Axel Gemzell, reyndi lyf sitt fyrst á könum árið 1957 eftir að hafa gert fjölmargar tilraunir á dýrum. Síðan þá hefur hann haft til með- ferðar meira en 100 ófrjóar konur, og helmingur þeirra varð þungað- ur með þeim árangri, að 50 pró- sent barnanna urðu tví- eða þrí- burar. Prófessorinn stundaði nám og rannsóknir við marga háskóla í Bandarfkjunum áður en hann sneri aftur heim til Svíþjóðar til að fullvinna hormónaefni sitt. Síð an 1960 hefur hann verið prófess- or v!ð háskólann í Uppsölum og samtfmiq yfirlæknir á konunglega háskólasfúkrahúsinu á sama stað. Gemzell skvrin frá því, að hann hafi að fullu gengið frá efni því, sem snrautað var í sænsku konuna en annars hafi hennar eigin lækn- ir annast alla heilbrigðislega rann sókn hennar, Nýsjálenzka konan var sprautuð efni, sem aðallega var framleitt af Gemzell og var það flutt flug- leiðis til hennar, að þvi er pró- fessorinn segir, en hann tekur jafnframt fram, að hann hafi ekki haft ber-sa konu sem siúkling. Sænska konan var fiórða, kann ski fimmta konan. sem fætt hefur fimmbura S'ðan 14. nóvember, en þá fæddi kona nokkur á Mosam- biaue fim'm bö’-n. og dó éitt. þeirra innan fjögurra mánaða frá fæð- ingu.. í næsta mánuði fæddi svo frönsk kona f;mmbura, en tveir þeirra dóu sköromu eftir fæðingu. BLAÐ dönsku kaupmannasamtak- anna skýrir nýlega frá því, að nú sé að finna um 5000 kæli- og frystiborð í verzlunum danskra kaupmanna. Hefur þessi mikla aukning tækja af þessu tagi leitt til þess að meira úrval er nú í dönskum verzlunum af nýjum landbúnaðarafurðum en áður Og fyrir nokkrum mánuðum barst I ar sænsku og nýsjálenzku kvenn- sú fregn frá Rio de Janeiro, að- anna lestina. indversk kona hafði eignazt fimm- Samkvæmt hagskýrslum er að- bura, en sú fregn hefur enn ekki eins ein af hverjum fjórum millj- fengizt staðfest. Svo reka fæðing-1 ónum fæðinga fimmburafæðing. Onassis og kvenþjóðin Þessar fjórar myndir eru teknar við fjögur mismunandi tækifæri og sýná hinn fræga griska skipa kóng og milljónera Onassis í ná- vist fjögurra (ólíkna?) kvenna. Á einni myndinni er hann í slagtogi við Tinu Livanos, sem var eiginkona hans um þrettán ára skeið. Þau giftu sig af ást en ekki vegna þess, að peningar væru með í spilinu, en samt gat ást þeiira ekki enzt lengur. Þau skildu södd af hjónabandinu. Á annarri myndinni er hann að snæða með Gnace furstaynju af Monaco, en þau hafa ekki alltaf verið jafn góðir vinir og myndin sú arna gefur til kynna. Til dæm- is reyndi Grace með öllu mögu legu móti að spilla milli hans og söngkonunnar frægu Mariu Cal- las, sem hann var að draga sig eftir ekki alls fyrir löngu. Og svo er hann hér með Callas. Úr því varð þó ekki hjónaband, þó að þau væru mjög nánir vinir um tíma. Þau ræddust oft og mikið við, og Onassis virtist kunna betur við sig í hennar ná- vist en margra annarra, þó að vinkonur hans, gamlar og nýj- ar yndu því ekki meira en svo. Loks er hann hér svo með sjálfri Elizabeth Taylor á nætur- klúbbnum Lido á Champs Elysees. Þau virðast vera liin ánægðustu hvort með annað og manni dettur ósjálfrátt í hug, livort veslings Ríkharður megi ekki bara fara að passa sig, því að myndin ku vera splunkuný .... HERSVEIT, sem send var út á vegum stjórnar Nýju Gíneu rakst nýlega á áður óþekktan þjóð flokk, sem bjó á Sepik svæðinu á Nýju Guineu. Fólkið er allt á stein aldarstigi og lifir á bökkum Schultze-árinnar. Er þetta í fyrsta sinn, sem fólk þetta sá nútíma nefnt „ho no kini”. Hin nýju bað- föt eru úr sama efni og „nýju föt- in keisarans”, sem allir kannast við. Lögreglan kann þessari nýju baðfatatízku unglinganna hið menn, en þorp þeirra hafði sézt i versta, og hefur hvað eftir annað úr þyrlu fyrir nokkrum mánuð- komið til árekstra milli lögreglu um< og sóldýrkenda í sumar af þeim sökum. SAINT-TROPEZ. - Nýjasta nýtt í baðfatatízkunni á hinum fræga í BOSTON 'drapst nýlega köttur, baðstað Saint-Tropez hefur verið! sem að sögn fróðustu manna var orðinn nítján ára gamall. Kötturinn hét því merkilega nafni „Punch”, en það er þó ekki það eina, sem merkilegt var við kattarskinnið, flestum mun finn- ast öllu merkilegra, að þegar kötturinn hrökk upp af vora eignir hans metnar á rúmlega 50 þúsund dollara, eða rumlega tvær milljónir íslenzkra króna. Allar eignir kattarins runnu til kirkju einnar í Boston. $ 22. ágúst 1965 - ALÞYÐUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.