Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 7
Efnahagslegt sjálfstæði MEÐAL þeirra hug- mynda, sem margir Norð urlandamenn virðast hafa um ísland, er sú, að efna hagsleg afkoma okkar byggist algerlega á banda- rísku fé, sem við eigum að fá í sambandi við varn arliðið á Keflavíkurflug- velli. Það hefur löngum þótt ótrúlegt, að innan við 200 þús. sálir gætu hald- ið uppi nútíma lýðveldi með öllu tilheyrandi hér úti á hjara veraldar. Þess vegna eru margir móttæki legir fyrir þessa skoðun um amerískt 'fé. Ekki er laust við, að ýmsir íslendingar hafi sjálfir rangar hugmyndir um þessi mál, enda láta önugir stjórnarandstæðing ar ýmislegt fjúka, sem dregur úr trú þjóðarinnar á sjálfa sig í þessum efn- um. Sannleikurinn er sá, að varnarliðið skiptir okkur fjárhagslega litlu máli. — Gjaldeyristekjur af liðinu og verktökum þess námu 1963 samtals 276,4 millj. króna, eða um 5% af öll- um gjaldeyriskaupum bankanna það ár. Um eitt þúsund manns hafði at- vinnu af liðinu beint eða óbeint, og hefði það fólk án efa getað fengið störf við íslenzka atvinnuvegi og þar aukið gjaldeyris- öflun þjóðarinnar. . Fyrr á árum var hlutur Keflavíkurflugvallar í gjaldeyrisöflun okkar miklu meiri. Árið 1953 fengum við 18,5% gjald- BENEDIKT GRÖNDAL UM HELGINA eyris frá varnarliðinu, 1954 var það 15,5% og 1955 17,9%. En síðan hef- ur prósentan farið lækk- andi, og mun hafa verið um 5% mörg undanfarin ár. Segja má, að varnarliðið hafi verið að búa um sig og endurnýja flugvöllinn 1953-55, og því hafi fram- kvæmdir þess þá verið svo miklar. Hitt er einnig rétt, að íslendingar áttuðu sig þá þegar á, að ekki væri æskilegt að verða háður svo mikilli vinnu á flug- vellinum eða svo miklum gjaldeyristekjum af hon- um. Hafa mál þessi runn- ið í skaplegri farveg síð- an, og þurfa fjárhagsmál ekki að hafa nein áhrif á afstöðu íslendinga til NA- TO eða varnarliðsins. Fjárhagslegt sjálfstæði er ávallt viðkvæmt og erf itt mál fyrir smáþjóð, og er fyllsta ástæða til að sýna árvekni á því sviði. Til eru dæmi þess, að smáþjóð ekki langt frá íslandi varð gjaldþrota og gafst upp á sjálfstæði, en gerðist hluti af stærri þjóðarheild. Enn sem komið er hafa íslendingar getað forðast allar hættur á þessu sviði, enda þótt gjaldeyrisskort- ur hafi verið mikill alla tíð fram að Viðreisn og því freistandi að leita eftir góðum boðum. í þessum efnum hefur Viðreisnin náð hvað mestum árangri og tryggt efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. SIÐAN júgóslavneskum verka- mönnum var fengin í hendur stjórn fyrirtækja 1950, tveimur ár- um eftir að deila Júgóslava og Ko- minform hófst, hafa þeir, sem fylgzt hafa með þróun mála í Júgóslavíu, vanizt því að verða vitni að meiri eða minni tilraun- um í efnahagsmálum og stjórn- málum því sem næst annað hvert ár. Til ársins 1963 miðuðu allar þessar tilraunir í sömu átt. Til- gangurinn var sá, að draga úr miðskipan og valdi embættisstjórn arinnar og veita þáttum markaðs- efnahagsins meira og meira' svig- rúm. Þegar gengi dínarsins hafði verið lækkað nokkrum sinnum, í Júgóslavar læra af kapitalistum 300, 400 og 600 dínara fyrir hvern | dollara, hófst frjálslyndasta um- bótaáætlunin 1961, og minnir hún að ýmsu leyti á þær ráðstafanir, sem nú hafa nýlega verið gerðar. Þá bar einnig mest á enn einni gengisfellingu, og var gengið lækk að í 750 dínara pr. dollar. Gengis- lækkunin átti að leiða til arðbær- ari og þróttmeiri stjórnar á efna- haginum með því að júgóslavnesk fyrirtæki fengu aukna samkeppni af hálfu erlendra fyrirtækja. En á skömmum tíma var grafið und- an hinni samræmdu gengisskrán- ingu með flóknu kerfi innflutn- ings og útflutningsgengis, sem skiptist í mörg stig, og fól þetta ýmsum vörum hækkaði um 20— 50% frá degi til dags. Þetta hafði aftur það í för með sér, að fram- færslukostnaður stórs hluta borg arbúa hækkaði og lífsstaðall þejxra lækkaði. En bændur gátn verið ánægðir, því að tekjuF þeirra hafa aukizt verulega vegna þess að landbúnaðarafurðir hafa hækkað í verði. ★ Kreddur kvaddar En þessar umbætur sanna fyrir hinni kommúnistísku Júgóslaviu, að hagkerfi kommúnista ræður ekki yfir neinni eigin verð-mæli- stiku fyrir arðsemi atvinnurekst- ursins og að það verður meir og meir að laga sig að verðlagi á hinum kapitalíska heimsmarkaði, sem skoðanakerfi kommúnista segir að sé afleiðing arðráns. Enix kann svo að fara, að hinar þjóð félagslegu og stjórnmálalegu af- leiðingar leiði til þess, að júgó- slavneskir kommúnistar, sem flökta á milli skoðanakerfisins og veruleikans, setji hömlur á þessa þróun í átt til markaðsefnahags. Þessi möguleiki er einkum senni- legur vegna þess, að vesturveldin virðast ófús á að veita þá aðstoð', sem Júgóslavar reyna að fá í Was- hington, London, París og Róm. En þótt þessar síðustu stór- umbætur renni út í sandinn þá tákna þær samt, að svo stórt ÚDÝRIR KARLMANNASKOR Seljum næstu daga nokkurt magni af karlmannaskóm fyifir kr. 240. 310. 315. 398. ennfremur karlmannas andala fyrir kr. 220. 246. 275. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 SKÓKAUP Kjörgatði Laugavegi 59 í sér óbeinar uppbætur og niður- greiðslur í sumum iðngreinum. Auk þess gerðust leiðtogar landsins uggandi vegna þeirra á- hrifa, sem umbætur þær, er þeir höfðu boðað, virtust mundu hafa í efnahagsmálum og þjóðfélags- málum. Minnkandi hagvöxtur og aukið atvinnuleysi kom illa heim við hið títóistíska skoðanakerfi, sem sætti árásum úr ýmsum átt- um fyrir meint afglöp. Fyrir tveimur árum var pendúllinn aft- ur látinn sveiflast talsvert í átt til miðskipunar. 1963 og 1964 var hagvöxturinn aftur á móti mjög mikill, en á sama tíma voru reistar nýjar verk- smiðjui', svokallaðar „pólitískar verksmiðjur”, sem gengu undir því nafni, því að þær voru reistar til að verða við kröfum íbúa i ýmsra héraða en voru reknar með stöðugum halla og aldrei taldar þess megnugar að standa á eigin fótum. ★ „Skurðaðgerð“ Því er ekki að furða, að nauð- synlegt reyndist í ár að grípa til „skurðaðgerða”, en þetta heiti hefur Tito forseti gefið síðustu umbótunum í efnahagsmálunum. Þeir Júgóslavar hafa bersýnilega á réttu að standa, sem því halda fram, að ráðstafanir þær, sem nú hafa verið gerðar, séu hinar rót- tækustu, sem gripið hefur verið til í efnahagspólitík Júgóslava á síðastliðnum fimmtán árum. Gengi dínarsins liefur enn ver- ið lækkað, úr 750 pr. dollar í 1250 pr. dollar, eða hvorki meira né né minna en um 66%. Þetta nýja gengi verður ekki einungis lagt til grundvallar allri verzlun við útlönd, heldur verður og bindandi verð-mælistika innanlands. Þetta hafði strax þau áhrif, að verð á Josil Broz Tito skref hefur verið stígið frá kreddu skoðunum hins kommúnistíska á- ætlunarbúskapar, að ókleift ver£- ur að snúa alveg við. Ef nýju um- bæturnar reynast í raun og veru árangursríkar eftir aðlögunartíma, sem óhjákvæmilega verður erf- iður — verða þær enn ein sönn- un þess, að skoðanakerfi komip- únista og veruleikinn fara eklíi saman. Þetta liafa Júgóslavar áð- ur sýnt fram á. Harry Schleicher. SLIPPFÉLAG- IÐ FÆR LÓÐ Slippfélagið í Reykjavík hef- ur að undanförnu haft áhuga á að byggja nýjan slipp inn í Vog um, í hinu fyrirhugaða Iiafnar svæði Reykjavíkur. Hvenær fram kvæmdir við nýja slippinn geta haíizt er enn ekki vitað, en á fundi sínum sl. þriðjudag sam- þykkti borgarráð Reykjavíkur að gefa Slippfélaginu hf. kost á lóð við Elliðavog, allt að 4500 ferm. með ákveðnum skilmálum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. ágúst 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.