Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 8
H/ð Ijúfa líf i Moskvu SOVÉZK YFIRVÖLD til- kynntu fyrir skemmstu ungum stúlkum, sem „fara út með” útlendum skemmtiferðamönn- um í Moskva, að bezt væri fyrir þær, að gæta sín, því að annars ættu þær á hættu að verða vísað burtu úr höfuð- borginni. Aðvörun þessi kom fram í formi uppljóstrunar um 32 ára gamla konu i Moskva, Ga- linu Petrovskaya, sem „bauð , kunningsskap sinn næstum hverjum einasta eriendum skemmtiferðamanni í Mosk- va.” Með dollara í veski sínu og hulin á bak við sólgleraugu sást „Ingrid” eins og hún kall- aði sig, oft á veitingahúsum í Moskva í félagsskap útlend- inga, skemmtiferðamanna, stúdenta og kaupsýslumanna. Foreldrar Galinu skrifuðu blaðinu Vechernaya Moskva (eða Kvöldblað Moskva) bréf, þar sem þau mæltu með því, að dóttur þeirra, „hverrar sið- gæði væri komið á mjög lágt stig,” yrði vísað brott úr höf- uðborg Sovétríkjanna. Þessi „Ingiríðar-saga” er nýjasta nýtt í herferð, sem hef ur það að markmiði að losna við stúlkur, sem ekki standa alltof fast á dyggðinni og fara út með skemmtiferðamönnum og diplómötum, sem síðan í þakkarskyni gefa þeim gjaf- ir, eins og ilmvötn og jazz- plötur. Þrátt fyrir endurtekn- ar aðvaranir lögreglunnar heldur Ingrid áfram sinu létt- úðarlífi, sagði blaðið og lýsti því, hvernig hið ljúfa líf í Moskva gengur fyrir sig: — Allt gerist, eins og í er- lendum kvikmyndum. Lágur og vel bónaður lúxusbíll stanz- ar fyrir - utan hótel. Maður, sem venjulega er ekki leng- ur upp á það allra yngsta, stekkur út úr bílnum og á eftir honum kona í síðbuxum og með dökk sólgleraugu. Þau tala saman á erlendri tungu. Hin dularfulla dama gerir það lýðum ljóst, að henni er rúss- neska algjörlega framandi tungumál. Síðan birti blaðið nokkrar vogaðar lýsingar, sem yfirleitt getur ekki að líta í rússnesk- um blöðum: — Venjulega fara svo skötu- hjúin, eftir léttan miðdegis- verð, sem ekki stendur mjög lengi, burtu úr veitingahús- inu og taka stefnu á eitthvert hótelherbergi. Seint sömu nótt eða næsta morgun fer svo stúlkan með dökku gleraugun burtu úr herberginu. Spyrjið hvaða þjón eða hótelstjóra í Moskva sem er, hvernig útlend- ingar fái tímann til að líða, og þeir munu allir svara: „Ó, hvíiik kona,” bætti Moskva- blaðið við. Blaðið gaf einnig uppskrift að því hvernig Ingiríður færi að því að komast í samband við útlendinga í Moskva. Ingi- ríður var vön að ganga hik- laust til útlendinga í veitinga- sölum Hótel Metropole og segja við þá: „Mig langar til að kynnast nánar svona geðs legum útlendingum.” Síðan dró hún einhvern þeirra út á dansgólfið og upphóf dans, þar sem sparkað er gríðarlega með fótunum, eins og tíðkast á vesturlöndum,” sagði blaðið. — Hvað á að gera við Ingi- ríði? spurði blaðið í augljós- um aðvörunartón. I Umferðarkennsla sem segir sex Gífurleg aukning bifreiðaeignar um allan heim veldur stöðugt vaxandi umferðarvandamálum. Flestir munu sammála um, að réttast sé að byrja sem allra fyrst að kenna börnnm umferðarreglur. Ilér í Reykjavík, og ef til viU víðar á landinu, hefur verið haldið uppi umferðarkennslu fyrir böm á barnaskóla aldri, en þrengsli hafa verið nokkur Við kennsluna. Frá Siemens-verksmiðjunum í Vestur-Þýzkalandi fengum við um daginn þessa mynd af fyrirmyndar svæði til kennslu í umferðarreglum. Þarna eru „al- vörugötur og alvöruljós" og krakkarnir fara þarna um, bæði á hjólum og stignum bílum, og venjast því á mjög ungum aldri við að hlýða umferðarreglum, auk þess að þau læra snemma að þekkja alls konar umferðarmerki. Víst væri mikill. fengur að því hér í landi einstaklingshyggjunnar, að komið yrði upp velli, þar sem slík kennsla færi fram, og þyrfti slíkur vÖUur þá að vera búinn eitt- hvað svipað því, sem á myndinni sést. g 22. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRENNAR kosningar eru fram undan í ísrael. í næsta mánuði verður kosin ný stjórn voldugustu verkalýðssam- taka landsins, Histadrut, sem auk þess að berjast fyrir hagsmunum verkamanna er nokkurs konar sam vinnufélag og eigandi iðnfyrir- tækja, íbúðarhúsa o.s.frv. Hinn 2. nóvember fara fram kosningar til ísraelska þingsins — Knesset — en þar á flokkur jafnaðarmanna, Mapai, flesta fulltrúa en þó hefur hann ekki hreinan meirihluta þing sæta, sem eru 120 talsins. Flokk- urinn er því í stjórnarsamvinnu með hinum vinstrisinnaða Adhut Hasvoda-flokki. Loks eiga einnig að fara fram bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar í ísrael. Kosningabaráttan hefur aðallega einkennzt af uppreisn hins gamla Mapai-leiðtoga, Davíðs Ben-Guri- on, fyrrum forsætisráðherra, gegn flokki sínum. Þessar deilur hafa verið háðar fyrir opnum tjöldum og kosningabaráttan er fyrir löngu komin á það stig, að persónulegar árásir eitra andrúmsloftið. Ben-Gurion og stuðningsmenn hans, en þeirra kunnastur er Shimon Peres, sem var varaforsæt- isráðherra hins aldna stjórnmála- skörungs um árabil, hafa myndað samtök, sem að vísu kalla sig ekki stjórnmálaflokk en bjóða þó fram sjálfstæða lista í kosningunum. — Samtökin kalla sig „Rafi” sem er hebresk stytting á „Listi ísrael skra verkamanna.” ★ Hvers vegna? Ben-Gurion hefur harðlega mót- mælt tilkynningu framkvæmda- nefndar Mapai þess efnis, að Ben- Gurion og sex aðrir þingmenn, sem hafa gengið í lið með honum og boðið fram hinn sjálfstæða lista, hafi þar með í rauninni yfirgefið flokkinn og ekki sé lengur unnt að líta á þá sem flokksmeðlimi. Ben-Gurion segir í yfirlýsing- unni, sem er harðskeytt eins og hans er von og vísa, að „enginn geti gefið út tilkynningu í mínu nafni þess efnis, að ég hafi yfir- gefið flokkinn. Það get ég einn gert. Og ef það hefur verið til- gangur tilkynningarinnar að halda því fram, að mér hafi verið vikið LECI ESKHOL: framtíð flokksins í hættu. úr flokknum er það einnig rangt. Því að enginn sá aðili, sem hefur vald til að hafast slíkt að sam- kvæmt lögum flokksins, hefur reb- ið mig úr flokknum.” Hvers vegna er svo komið, að hinn virti flokksleiðtogi, Sem hef- ur næstum því verið dýrkaður eins og guð og kalla má öðrum fremur BEN-GURION: fer eigin leiðir. föður hins nútíma ísraelsrikis, — liótar nú að kljúfa hinn gamla flokk sinn, sem hann hefur þjón- að i áratugi, og draga úr mögu- leikum hans til að myiida ríkis- stjórn eftir kosningarnar? Ólíkt skapferli þeirra Ben Gu- rions og eftirmanns hans, Levi Eskhol, fyrrum fjármálaráðherra, er aðeins hluti skýringarinnar. Að vísu eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru þeir upprunnir úr Gyð- ingahverfum Austur-Evrópu, báðir fluttust til Palestínu þegar Bretar fóru með völdin þar og báðir börð ust fyrir sömu stjórnmálahugsjón- unum. En þeir eru mjög ólíkir menn og þessi munur hefur aukizt méð árunum. Ben-Gurion var spá- maðurinn, hinn framsýni maður, sem markaði framtíðarstefnu hins nýja Gyðingaríkis í gamla land- inu. Levi Eskhol, sem einnig er frábær stjórnmálamaður, heldur sig meira við jörðina og er raun- sær stjórnmálamaður, sem skil- ur glöggt mikilvægi þeirra vanda- mála, sem nærtækust eru. ★ Enjrar vættir Eitt þessaru vcuoamála hefur verið það, að tryggja Mapai ör- uggan og starfhæfan meirihluta í Knesset. Komið var á stjórnar- samvinnu við Ahdut þrátt fyrir hávær mótmæli Ben-Gurions. Og að baki þessum ágreiningi er „La-í von-málið” gamla, sem kennt er við fyrrverandi landvarnáráðherra ísraels og hefur aldrei verið opin- berlega upplýst. Hér er um það að ræða, hver bar ábyrgðina á dularfullum skemmdarverkum í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.