Alþýðublaðið - 05.09.1965, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.09.1965, Qupperneq 2
©eimsfréttir ....siáastliána nótt ★ SATGON: — Bandaríkjamenn hafa hert enn á loftárásum sinum á stöðvar Vietcong hersins í Norðui'-Vietnam. ★ SEOUL: — Ríkisstjórnin hefur ákveðið að loka tveim há- skólum í borginni vegna þess að prófessorar og istúdentar þar ihafa ekki fengið þá refsingu isem þeim hafði verið ákveðin og stjómir skólanna áttu að framkvæma. Óeirðir iiafa undanfarið stað ið yfir í bonginni og hafa stúdentar og prófessorar einkum staðið að þeim vegna vináttusamnings er ríkisstjórnin gerði nýlega við Japan. ★ NEW YORK: — Öryggisráðið hefur ákveðið að koma sam an til fundar í dag vegna átaka þeirra sem nú eiga sér stað i Kasmír. £ 5- sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ★ LAMBARENE: — Læknar þeir sem nú stunda Dr. Albert Sehwaitzer telja að hann eigi skammt eftir ólifað. Hefur honum . Iioignað mjög undanfarið og yfirleitt verið rænulítill eða rænulaus. ■k NEW YORK. — U Thant aðalritari Sameinuðu þjóðanna hef tir skýrt frá því að skuldir samtakanna séu nú orðnar hvorki tneiri aié minni en um það mil 4.2 milljarðar ísl. króna. Telur hann öhjákvæmilegt að grípa verði enn til skyndilána ef starfsemi sam takanna á ekki að stöðvast. ★ WASHINGTON: — Tilkynnt hefur verið að stáldeilan svo , tiefnda hafa verið leyst. Hafði Johnson forseti lagt mikla áherzlu & að hún leystist og hafði í því iskyni boðað til sín samninga- .. tnenn aðila. Samningaviðræður hafa staðið 8 mánuði. ★ NÝJU DELHI: — Indverskar orrustuflugvélar gerðu.i morg tun harða hríð að pakistönskum hervögnum er á leið þeirra urðu. Tókst þeim að valda verulegu tjóni á þeim. Pakistanar halda því fram að þeir sæki fast en ákveðið á inn í Kasmír, þ. e. hinn ind- venska hluta þess. Segjast þeir þegar hafa sótt á um 8 kílómetra frá því í gær. ★ BELGRAD: — Forseti Arabíska Sambandslýðveldisins ’hélt í dag frá Belgrad eftir að hafa átt þar fundi með Tito og fleiri • ráðamönnum Júgóslava. Þeir ræddu ýmis þýðingarmikil heims- vandamál. Ný herrafataverzlun Laugardaginn 4. sept 1965 var opnuð ný herrafataverzlun í Aðal stræti 4. og heitir hún Herrahús ið. Verzlunarhúsnæðinu hefir ver ið gjörbreytt og er bæði athyglis vert og nýtízkulegt. Arkitektarn ir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars synir hafa ráðið allri gerð og fyr irkomulagi og annazt allar teikn ingar. Herrahúsið leggur fyrst og fremst áherzlu á að selja „Korona:* karlmannaföt, sem þegar hafa öðl azt viðurkenningu á markaðnum, en þau eru framleidd af fataverk smiðjunni Sportver, sem hóf fram leiðslu jkarlmannafata fyrir ári síðan. Eigendur Herrahússins eru þeir ( framleiðslu „Korona“ fatanna, en sömu og Sportvers. Klæðaskera þeir hafa langa reynslu við slíka meistararnir Björn Guðmundsson i framleiðslu. og Guðgeir Þórarinsson stjórna FTh. 6 14. sIBu. AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENZKRA RAFVEITNA Aðalfundur Sambauds ísl. raf veitna var haldinn í Reykjavík dagana 30. og 31. ágúst 1965. Á f fundinum voru auk venjulegra að Sýning Norræna listabandalagsins Sýning Norræna listabandalags- ins var að þessu sinni haldin í Þrándheimi í Noregi. Hún var • opnuð 20. maí og stóð í mánuð. Sýningin var til húsa í Trond- . iieims Kunstforening, sem er í senn listasafn og sýningarsalur. Gustaf Lindgren, ritari nor- #æna listabandalagsins opnaði sýninguna, en Helge Sivertsen, menntamálaráðherra Noregs hélt aöalræðuna. Sýningin vakti ó- fjkipta athygli og var mikið um iiana rætt og ritað. Sérstakur þátt ur var um hana í norska sjón- varpinu og blöð í Þrándheimi og Ösló birtu fréttir og gagnrýni. — Umsagnir liafa borizt seint, en hér fara á eftir glefsur úr gagnrýni t>eirri, er íslenzka deildin hlaut. Aftenposten, Osló: Greinarhöf- undur Even Hebbe Johnsrud: í upphafi greinar sinnar talar ; ftiöfundur um kosti þess að tak- rCnarka fjölda þeirra listamanna, er þátt taka í sýningunni, en það eru sex frá hverju landi, mynd- ■tiiöggvarar, málarar og graflistar- ,cnenn. Síðan segir um íslenzku deildina, að hún verki sterkar en eú danska, sem var í næsta ná- •grenni við þá íslenzku, án þess þó að vera nýtízkulegri eða al- þjóðlegri. Mynd Gunnlaugs Schev ings „Búðin” birtir þann sterka litsamhljóm, sem við munum eftir frá fyrri verkum hans, en við könnumst við þau frá sýningum í Osló, en nú virðist hann hafa stillt I hóf litskala sínum samtím- is því, að hann stílfærir form sín meir og meir, þannig virðast þau nálgast hrcint skreyti. í næsta nágrenni við hann sýn- ir Guðmunda Andrésdóttir óhlut- bundna myndbyggingu i hvítum, gulum og gráum litum eða svört- um, hvíjum og bláum með varfærn um litáherzlum, en formin eru eins og rúðuð á léreftið. Nærmyndir Steinþórs Sigurðs- sonar „Stórir og smáir steinar” sýna örugga formbyggingu og Ei- ríkur Smith virðist birta með dökkum og hraustlega máluðum myndum áhrif frá náttúrunni. Þó vitna hraunlaga höggmyndir Jó- hanns Eyfells sterkar um áhrif af íslenzkri náttúru. Þær eru áhrifa- ríkar í uppbyggingu og efnismeð- ferð, sumar eru mótaðar í alúmín og járn, aðrar í kopar. Hinn á- kveðni svipur og blæbrigðaríka yfirborð höggmynda hans vekur meiri eftirtekt og áhuga en mynd- ir Jóns Benediktssonar, sem eru stílfærðar og renglulegar, reynd- ar einnig unnar úr alúm og kop- ar en með mismunandi áferð. Dagbladet, Osló: Greinarhöf- undur Ole Mæhle: Áhrifin af íslenzku deildinni Framh. á 15. síðu. alfundarstarfa flutt erindi mn ral veitu- og rafvæðingarmál. Eiríkur Briem, rafniagnsveitustjóri, fluttl erindi um Landsvirkjun og skýrðl frá aðdragandanum að stofnun hennar, tilgangi og áætlunum um framkvæmdir. Fram kom í erind inu, að útbóð vegna virkjunar við Búrfell verði haldið nú í haust. Þá flutti Eiríkur Briem annað erindi um fjárfestingarmál virkj ana og ræddi sérstaklega lána möguleika erlendis í því samband.i Knútur Ottestedt, rafveitustjóri flutti erindi um orkuöflunarleið ir fyrir Norður- og Austrland. Gerði hann grein fyrir kostnað arathugun, sem sýndi að lægra orkuverð fæst á þessum svæðum á næstu árum með virkjunum heima í héraði heldur en með virkjun á einum stað við Laxá fyr ir allt svæðið og að samtenging þess í eitt orkuveitusvæði með. nýjum háspennulínum eigi að koma á eftir virkjunum í héraði. Jakob Gíslason, raforkumála stjóri, flutti erindi um rafveitumál og lýsti því, hvernig framfarir í rafveitumálum allra þjóða eru nú að verulegu leyti fólgnar í teng ingu raforkuvera og rafveitukerfa saman í stór heildarkerfi. Teng ing í heildarkerfi skapi möguleika til hagkvæmari nýtingar vatnsafls ins en ella. Það væri því aðkall andi verkefni hér á landi að tengja liin helztu rafveitusvæði, sem rni eru aðskilin, saman í stærri veitit kerfi, sem nyti hagkvæmrar orku öflunar frá' stórvirkjunum. Á fundinum voru gerðar sam Framliald á 14. sfðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.