Alþýðublaðið - 05.09.1965, Side 3
Blöðin verði eins og
mannkynssögubækur
SÖGUKENNSLA í skólum verð
ur að breytast all verulega ef hún
á að koma að fullum notum, sagði
sænski sagnfræðingurinn Hans-
Erik Östlundh, í erindi sem hann
flutti á alþjóðaráðstefnu mann-
kynssögukennara í Helsingjaeyri
fyrir skömmu. Búist er við að
þetta muni hafa í för með sér
töluverðar breytingar á mannkyns
sögukennslu í Svíþjóð.
Það som einkum veldur þörf-
inni fyrir breytinigar segir Öst-
lund, er fréttaflutningur blaða og
sjónvarps. Við verðum að beita
Fulbright
styrkir
Menntastofnun Bandaríkjanna
hér á landi, Fulbright-stofnunin,
tilkynnir, að hún muni veita náms
og ferðastyrki íslendingum, sem
þegar hafa lokið háskólaprófi og
hyggja á frekara nám við banda-
ríska háskóla á skólaárinu 1966
til 1967.
Umsækjendur um styrki þessa
verða að vera íslenzkir ríkisborg-
arar og hafa lokið liáskólaprófi,
annað hvort hér á landi eða ann-
ars staðar utan Bandaríkjanna. —
Þeir, sem eru ekki eldri en 35
ára að aidri, verða að öðru jöfnu
látnir ganga fyrir um styrkveit-
ingar. Nauðsynlegt er, að umsækj
endur hafi gott vald á enskri
turigu.
Þeir, sem sjálfir kunna að hafa
aflað sér námsvistar við banda-
rískan háskóla, geta sótt um sér-
staka ferðastyrki, sem stofnunin
mun auglýsa til umsóknar í apr-
ílmánuði næsta ár.
Umsóknareyðublöð eru afhent
á skrifstofu Menntastofnunarinn-
ar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sem er
opin frá 1—6 e. h. alla virka
daga nema laugardaga. Umsókn-
irnar skulu síðan sendar í póst-
hólf Menntastofnunar Bandaríkj-
anna nr. 1059, Reykjavík, fyrir
8. október næstkomandi.
okkur meira fyrir því að nútíma
samfélag verði kynnt, en e'kki upp
bygging þess. Ástæðan er ma. sú
að nemendurnir fá í æ ríkara
mæli fræðslu um söguleg efni frá
blöðum og sjónvarpi, og kennarar
Gamla bíó sýndi
í rafmagnsleysinu
í FRETT hér í blaðinu í gær
um rafmagnsleysi, var m a. sagt
að kvikmyndahús borgarinnar
ihefðu orðið að fresta sýningum,
þar til rafmagnið kom aftur, en
þetta er ekki að öilu leyti rétt.
í Gamla bíó hófst sýningin stund-
vislega klukkan 9 í gærkveldi.
Bíóið hefur eigin rafvélar, sem
settar eru í gang um leið og raf
magn fer -af bíóinu. Okkur þótti
rétt að geta þessa, vegna þeirra,
sem ef til vill hafa ætlað sér
í bióið en vegna rafvélanna er þar
sýnt þó að ekkert rafmagn sé ann
ars staðar.
Síld til
Grindavíkur
Grindavík 4. 8. — H.M.
1 morgun komu hingað fimm
bátar með síld. Bátarnir eru þess
ir: Sigfús Bergmann 1000 tunnur
Andvari 700, Faxaborg 500, Hrafn
Sveinbjamarson II. 200.
Þessi síld fékkst út af Selvogs
vita. Þetta var heldur léleg síld,
40—50% nýting í frystingu.
Mikið er um að vera í knatt
spymunni í Brazilíu um þessar
mundir. Æðsta mark knattspyrnu
manna í Brazilíu er að verða heims
meistarar í knattspyrnu þriðja
s'nn í röð, en allir þar syðra
gera sér það Ijóst, að sterkustu
knattspyrnuþjóðir Evrópu munu
leggja sig fram í keppninni, sem
fram fer í Englandi næsta sum
ar.
Fingvélarnar
lenda sjálfar
Reykjavík. —
SJÁLFVIRK lendingartæki
verða innan skamms orðin algeng
í farþegaflugvélum, ef dæma skal
eftir skýrslum erlendra flugfélaga.
Geta þá flugvélarnar lent sjálfar,
algerlega án afskipta flugmanns-
ins. SAS hefur þpgar látið setja
sjálfvirk lendingartæki í nokkrar
af vélum sínum, en þau hafa ekki
verið nýtt til fullnustu ennþá.
Og nýlega skýrði talsmaður
enska flugfélagsins BEA frá því
að það hefði nýlega pantað fimmt
án vélar af Trident gerð, — og
væru þær ailar búnar þessum
tækjum. Sagði talsmaðurinn enn
fremur að stjóm félagsins búist
við að sjálfvirkar Iendingar og
flugtök í slæmum veðrum, verði
orðin algeng um það leyti sem
fiugvélarnar verða afhentar, en
það verður 1968. Það þýðir að
farþegar geta rólegir lagt af stað
út á flugvöllinn í þoku — ef rút-
urnar þá ekki villast — vélarnar
muni nokk lialda sinni áætlun.
eru þar aðeins í þriðja sæti. Það
verður því að vera hiutverk kenn
aranna að safna saman og skil-
greina þær upplýsingar sem þess
ir aðilar gefa. Dagblöðin í dag
eru að skrifa mannkyn&sögu, og
söngukennslan verður að fyigja
fast á eftir, í nýbreytninni. Félags
fræði verðin- einnig að taka nókkr
um breytingum, inn í 'hana verð
ur að fella m,a. ýmsar hugsjóna
íkenningar, lieimspeki, trúarbrögð,
hagfræði o. fl. En þó að raunhæf
kennsla sé æskileg, er ekki þar
með sagt að við viljum nema burt
kennarann sem persónulegan róð
gjafa, segir Östlundh að lokum,
kennarinn verður bara að ’hafa
greinileg skii milli þess sem eru
sögulegar staðreyndir, og þess
sem eru hans eigin skoðanir.
Edisto kominn til Keflavíkur
Reykjavík. — ÓTJ. i
BANDARÍSKI ísbrjóturinn Ed-1
isto kom aftur til Keflavíkur i síð-'
ustu viku til þess að taka nokkra
vísindamenn sem fara með skip-
inu til að rannsaka sirauma við
austurströnd Grænlands. Edisto
hefur nokkrum sinnumt áður kom-
ið að íslands ströndum, síðast er
hann sótti vísindamennina af is-
eynni ARLIS II. og flutti þá til
Keflavikur. Vísindamennirnir sem
eru undir forystu Mr. Gsell frá
hafrannsóknarstofnun sjóhersins,
eru frá ýmsum háskólum i Banda-
ríkjunum.
Aðalverkefni vísindámannanna
verður sem fyrr segir, að rann-
saka strauma við Austurhluta
Grænlands, frá Jan Mayen norð-
ur af Spitsbergen. Verða gerð
kort yfir áður ókortlögð svæði af
hafsbotninum, tekin sýnishorn af
sjónum og mældur straumstyrk-
leiki á mismunandi stöðum. Einn-
ig verða tekin nokkur sýnishorn
af hafsbotninum. Þessi rannsókn-
arferð mun að öllum líkindum
taka um fjórar vikur, ef engin
truflun verður á. En það er eins
líklegt, að svo verði, því að fyrsta
skylda ísbrjótsins er að halda opn-
Framhald á 14. síðu.
Fischer teflir á Kúbu
- í gegnum símann
Fyrdr þrem árum var Bobby
Fischer undrabarn í skákheim
inum, en þá dró hann sig út
úr alþjóðlegum keppnum vegna
þess að hann grunaði að Rúss
arnir stæðu í stöðugu samsæri
um að hjálpa hver öðrum til
að vinna réttinn til áskorunar á
heimsmeistarann. En í síðasta
mánuði ákvað Fiseher, sem nú
er 22ja ára að aldri að taka
þátt í fjórða árlega skákmót
inu, sem haldið er til minning
ar um Capablanca, en í því
móti taka þátt margir af beztu
skákmönnum heimsins. Eina
vandamálið var, að skákmót
ið var haldið á Kúbu, þar sem
Fidel Castro ræður lögum og
lofum og utani'íkisráðuneytið í
Washington neitaði Bandaríkja
meistaranum um fararleyfi.
Kúbumenn fundu hins vegar
lausn á málinu, sem Fischer
leizt vel á og í síðustu viku
hrintu þeir henni í framkvæmd.
Lausnin var i því iólgin, að
Fischer teflir einskonar sima
skák á mótinu. Hann situr
heima i New York, i Marshall
skákklúbbnum og leikur leiki
sína. Eftir nokkrar sekúndur leikjunmn og sendh- þá til
sendir áhugaloftskeytamaður New York.
leikinn til Havana, þar sem Fyrsta daginn vann Fischer
staðgengill Fischers færir menn auðveldan sigur yfir V-Þjóðverj
ina á borðinu og síðan tekur anum Heinz Lehmann og tókst
annar loftskeytamaður við mót Framhald á 14. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. sept. 1965 3