Alþýðublaðið - 05.09.1965, Qupperneq 4
Ritstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins, — Askriftargjaid kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Utgefancli: Alþýðuflokkurinn.
Lítill og stór
LOFTLEIÐIR hafa nýlega haldið hér árlegan
fund með þeim, sem ivieita forstöðu skrifstofum fé-
lagsins í öðrum löndum. Er þetta fjölmennur hópur,
skipaður bæði íslendingum og erlendum starfs-
mönnum. Gaf þessi fundur á sína vísu athyglisverða
mynd af því, hve mikil og margþætt starfsemi félags
ins er orðin. Loftleiðir eru taldar lítið flugfélag á
heimsmælikvarða, eins konar Davíð sem er sífellt að
ögra Golíötum flugsamgangnanna. En á íslenzkan
omælikvarða er félagið stórt og sýnir, hvað hægt er
að gera með stórhug og dugnaði, því Loftleiðamenn.
höfðu lítið annað í vegamesfci.
Starfsemi Loftleiða byggist á þeirri staðreynd, að
ísland er sjálfstætt lýðveldi, sem nýtur þeirrar við-
urkenningar í fjölskyldu þjóðanna, að það eigi rétt
■á loftferðasamningum við nágranna sína. Líklega
mundu San Marino, Andorra eða Monacco ekki fá
þennan rétt, og virðast mörkin þannig vera skammt
fyrir neðan stærð íslenzku þjóðarinnar.
Þrátt fyrir þennan rétt hafa Loftleiðir ekki átt
sjö dagana sæla. Félagið hefur meitað að gerast aðili
að hinum alþjóðlega fargjaldahring og komizt í and
stöðu við stóru flugfélögin fyrir þá stefnu að vilja
flytja fólk fyrir lægra verð — með nokkru minni þæg
indum en aðrir bjóða. Á þessu hafa vinsældir félags
ins byggzt, en þetta veldur líka erfiðleikum þess.
Þótt íhlutun stjórnmálamanna hafi hindrað fyrir
ætlanir SAS um að gera Loftleiðir útlægar af Norð-
urlöndum, eru enn margar hindranir á starfsemi fé-
lagsins þar og annars staðar. Það hefur ágæta bæki-
stöð h.já stórvinum okkar, Lúxemborgurum. en verð
ur að lokka til sín farþega úr nágrannalöndum hálf-
partinn á laun, og eru til dæmis í Þýzkalandi tak-
markanir á frelsi félagsins til að auglýsa þjónustu
sína.
Nú, en enginn verður óbarinn biskup. Sjálfsagt
hafa erfiðleikar og amdspyrna átt mestan þátt í að
kalla fram þróttinn í Loftleiðamönnum. og kann svo
■enn að reynast á komandi árum.
Draumunnn
ÞEGAR ísland er borið saman við önnur byggi-
feg lönd, bar eitt á milli öðru fremur. Það er auðm-
in. Óvíða má finna neðan við 1500 metra hæð svo
•gróðurlaust land, svo uppblásið, slíka eyðimörk, sem
víða ber fyrir augu á íslandi.
Af þessum sökum er hugsjónin um skógrækt ein
hin eðlilegasta og um leið göfugasta, sem íslending-
ur getur átt. Draumurimn um að klæða auðnina skógi
er draumur um að fegra og bæta allt umhverfi manns
ins — og um leið hann sjálfan.
UTSALA
ÚTSALAN STENDUR YFIR
í NOKKRA DAGA.
LÍFSTYKKJAVÖRUR og
UNDIRFATNAÐUR
Notið tækifærið.
GERIÐ GÓÐ KAUP.
Laugavegi 26.
Bréf til blaðsins
Hætti fyrir 3 mánuðum
Allmikla athygli hefir það vak
ið, er fram kom í frásögn dagblaðs
um sjóslysið við Reykjanes ,að
erindreki sjóslysavarna S.V.F.Í.
er hættur störfum. Liðnir eru 3
mánuðir síðan það skeði. Gera
verður ráð fyrir að hann hafi sagt
upp störfum með þrigja mánaða
fyrirvara eins og venja er til, og
eru þá sex mánuðir síðan stjórn
Slysavarnarfélagsing var þetta
kunnugt. Þrátt fyrir það hefir
stjórn félagsins ekki ráðið annan
erindreka til sjóslysavarna svo að
kunnugt sé. Þetta tómlæti kann
að verða dýrt og verður vonandi
úr bætt hið bráðasta. S.O.S.
Munið
STEINGfRÐINGAR
og
SVALAHANDRIÐ
í f jölbreyttu og
fallegu úrvali.
Sendum um allt
land.
Vel glrt lóð, eykur
verðmæti hússins.
MOSAIKhf.
Þverholti 15. — Sími 19860.
Póstbox 1339.
[1
11 1: 1
4 5; sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ