Alþýðublaðið - 05.09.1965, Page 5
BRAMSNÆS
Stefán Jóh. Stefánsson skrifar um Bramsnæs
Horfinn er sterkur stofn
í Aagerupssókn í Danmörku
bjó smábóndinn P. Christensen.
Hann eignaðist með Marie, konu
sinni, son 12. júní 1879. Sá lærði
prentaraiðn og lauk í Holbæk
þeirri iðngrein 1898. Stundaði
síðan nám við lýðháskólann í
Askov á árunum 1899 — 1901. Hinn
ungi Christensen prentari, er síð-
ar tók upp ættarnafnið Bramsnæs,
hóf síðan með prentaraiðn sinni
einkanám og lauk stúdentsprófi
1908, og byrjaði eftir það að lesa
hagfræði og lauk námi í þeirri
íræðigrein 1914. Á prentaraárum
sínum gerðist hann ötull starfs-
maður stéttarfélags síns, og fór á
vegum danskra pren'tara út til ís-
lands árið 1905, til þess að sætta
þar deilur, sem upp höfðu risið
á meðal prentara, en þær leiddu
til stofnunar prentsmiðjunnar
Gutenberg. Frá þeim tíma bar
Bramsnæs í brjósti vinsemd og
hlýhug til íslands og verkalýðs-
hreyfingarinnar þar og heimsótti
oft ísland ýmissa erinda.
Strax á æskuárum sínum gerð-
Ist Bramsnæs ötull áhugamaður
í flokki danslcra jafnaðarmanna
eg naut þar vaxandi trausts og
áhrifa. Og er hann hafði tekið
sæti á þingi, gerði Th. Stauning
hann að fjármálaráðherra í stjórn
sinni á árunum 1924—26, og sama
starfi gegndi hann einnig í stjórn
Staunings 1929-33. Og á árunum
1936-49 varð hann aðalbankastjóri
danska þjóðbankans.
Bramsnæs gegndi fjölda trún-
aðarstarfa fyrir þjóð sína og land,
og í fjármálum þótti flestum mál-
lim ekki vera vel ráðið, ef Brams-
næs var þar ekki til kvaddúr. Að
vísu var hann oft einráður og ó-
sveigjanlegur, en allir virtu þekk-
ingu hans og hæfni, og gátu ekki
með rökum gagnrýnt stefnu hans
né efast um hollráð hans í fjár-
málum og f járhagsmálum yfir-
leitt. Er mér minnisstætt álit það,
er einn af aðalbankastjórum einka-
bankanna í Kaupmannahöfn lét í
ljós við mig. Hann sagði, að frek-
ast af öllu vildu bankastjórarnir
hlusta á álit Bramsnæs og ráðlegg-
ingar. Þeir vissu að þar talaði
maður, er hafði til brunns að
bera þekkingu og yfirsýn, sem
þeim væri nauðsynlegt að hlusta
á — og fylgja.
Th. Stauning þótti frekar ráð-
ríkur stjórnmálamaður, en alltaf
vildi hann í fjármála- og banka-
málum ráðfæra siig við Brams-
næs. Þegar þeir höfðu rætt sam-
an og voru komnir að sömu nið-
urstöðu, munu flestir hafa orðið
á einu máli um það, að rétt lausn
væri fengin.
Áhugamál Bramsnæs voru
margs háttar. Fjármálin voru efst
á baugi og þar naut sín þekk-
ing hans á þjóðfélagsmálum,
verkalýðssamtökunum, atvinnu-
málum og raunhæfri hagfræði.
Hann var ekki blindaður af kredd-
um, hvorki í stjórnmálum né hag-
fræði, heldur var það dómgreind
hans og sjálfstæð hugsun, sem
réði athöfnum hans til málefna
yfirleitt.. Hann var því ekki sér-
staklega vinsæll í sambandi við
kenningar sínar, en naut mikils
álits. Það bar enginn brigður á
þekkingu hans, sjálfstæði í hugs-
un, skírleika og rökfimi.
Bramsnæs var mjög áliugasam-
ur um félagsmálefni yfirleitt og
var þekktur rithöfundur á því
sviði, og var um margra ára skeið
einn af áhrifaríkum fulltrúum
Danmerkur á þingum Alþjóðafé-
lagsmálastofnunarinnar, I.L.O. og
ritaði mikið um þessi merkilegu
samtök: Naut ég þeirrar ánægju.
að hitta hann og vera samvistum
við hann á þingi samtakanna í
Genéve. Og þar var hann einmitt
staddur, er hann varð 70 ára og
hafði þá ölgerð dönsku verkalýðs-
félaganna, Stjernen, látið brugga
sérstakt öl Bramsnæs til heiðurs,
og sent nokkuð af því til þings-
ins í Genéve. Var Bramsnæs þá
hrókur alls fagnaðar, öllum mönn-
um kátari og skemmtilegri, en
venjulega var hann ekki sérstak-
lega léttur í lund né skrafhreif-
inn. - -
Ekki má gleyma áhuga Brams-
næs á norrænum málefnum og
samtökum. Hann var því vissu-
lega ekki að ófyrirsynju heið-
ursfélagi Norrænu félögunum á
Norðuriönduiíum, þar á meðal ís-
landi. Öllum öðrum frekar átti
hann skilið þann heiður.
Þeim, er kynntust Bramsnæs,
verður liann ógleymanlegur. Mér
er hann mjög minnisstæður. Það
er sjálfságt hversdagslegt að
ségja, að hann hafi verið þéttur
á velli og'þéttur í lund. En það
er táknrænt. Hann mun ekki líða
úr' minni mínu. Hann var vissu-
lega einn af þeim, er settu svip
á samtíð sína, einn af þeim, sem
ekki gleymast.
Skömmu áður en Bramsnæs dó
köm út sjálfsævisaga hans: Er-
indringer. En broget tilværelse.”
Ungum mönnum vildi ég ráð-
leggja að lesa þessa sjálfsævi-
sögu. Hún mætti vera til fyrir-
myndar og hvatningar. Sá, sem
líktist Bramsnæs, yrði þjóðar-
sómi.
BELTI OG BELTAHLUTIR
BERCO BELTI OG BELTAHLUTIR Á ALLAR BELTAVÉLAR
Höfum á lager og pöntum til skjótrar afgreiðslu hin viðurkenndu
BERCO belti og beltahluti, svo sem:
KEÐJUR, SKÓ, RÚLLUR, DRIFHJÓL, FRAMIIJÓL OG FLEIRA.
BERCO
belti og beltahlutir er viður-
kennd úrvalsvara, sem hefur
sannað ágæti sitt við íslenzk-
ar aðstæður undanfarin 5 ár.
EINKAUMBOÐ
i á íslandi fyru-
Bertoni & Colt verksmiðjurnar
Almenna verzlunarfélagið h.f.
Skipholt 15, sími 10199.
AB - Þrír bílar í boði
ALÞÝBUBLAÐIÐ - 5. sept. 1965 5