Alþýðublaðið - 05.09.1965, Side 9
/
arnir verffa yfirstigrnir . . .
því, hve litríkt efnið er. Allt efni
hjá BBC er samt sent út svart-
hvítt ennþá, — litfilmurnar eru
gerðar fyrir framtiðina.
— Hváð um efni, sem tekið er
í sjönvai-pssal, ;—- er það tekið á
filmér?
—'f Mesta það efni, sem tekið er
í sjónvarpssölum og stúdíóum er
tekið á svokölluð myndsegulbönd,
semjeru mjög'áð ryðja sér til rúms
en meginefni íslenzka sjónvarps-
ins verður samt á kvikmyndum.
bæði innlendum og erlendum.
— Hve mikill hluti útsends efn-
is verður innlennt?
—Talað er um að hafa nálægt
40% efnisins íslenzkt, þar af verð-
ur eitthvað af viðtölum og efni,
sem tekið verður á myndsegul-
bönd í húsakynnum sjónvarpsins.
Hitt verða kvikmyndir.
— Heldur þú, að eitthvað af
þeim íslenzku kvikmyndum, sem
gerðar hafa verið, verði sýndar í
sjónvarpinu?
— Já, ég geri fastlega ráð fyrir
því, að einhver hluti þeirra verði
notaður. Þær myndir, sem hér
hafa verið gerðar eru misjafnar,
eins og við er að búast, þegar
áhugamenn eru áð verki með ófull
kominn.tækjaútbúnað, en engu að
. síður hafa margir unnið þarft verk
; . og fest á filmu ýmislegt, sem ekki
er hægt að taka síðar.
Til dæmis hefur Ósvaldur Knud-
, sen unnið merkilegt starf og gert
myndir um margt, sem nú er horf-
ið, en allir þessir menn hafa unn-
iö við erfiðar aðstæður.
Með tilkomu sjónvarpsins skap-
y ast aðstaða fyrir þessa menn, svo
3 að þetta verður allt þægilegra
viðureignar. Við sjónvarpið verð-
. ur komið upp fullkomnum fram-
köllunartækjum fyrir svart-hvítar
j filmur, og þeir menn, sem hafa
: áhuga, fá þarna tækifæri til að
■ spreyta sig og fá upp í kostnað.
Þetta verður mikil breyting frá
því,'sem liihgáð'til hefur verið.
— Gæti húgsazt, að eitthvað fa
þessu innlenda efni yrði sýnt hjá
Óðrum sjónvarpsstöðvum?
— Jafnvel gæti svo farið, en
meginhluti efnisins verður áreið-
anlega svo alíslenzkur, að hann á
ekkert erindi til annarra þjóða.
Svo getur komið fram eitthvað
sérstakt, sem eins væri hægt að
sýna á Norðurlöndum eða ef til
vill víðar. Góðar stuttar frétta-
myndir af merkilegum atburðum
kynnu að verða sendar til annarra
stöðva.
— En ef eitthvað gerist úti á
landi, sem telja má stórfrétt á
innanlands mælikvarða, verða þá
sendir menn frá sjónvarpinu í
Reykjavík, éða haft samband við
áhugamenn á viðkomandi stöðum?
— í þeim tilvikum, að um stór-
atburð sé að ræða, munu verða
sendir menn frá sjónvarpinu á'
staðinn með fullkomin tæki.
Væri þetta aftur á móti minni
háttar atburður, sem þó væri
myndaéfni, teldi ég mun æskilegra
að áhugamaður á staðnum yrði
fenginn til að taka myndina.
Sjónvarpið hefur hug á að kom-
ast í samband við menn út um
landið, sem hafa reynslu í ljós-
myndum eða hafa eitthvað fengizt
við kvikmyndagerð, með það fyr-
ir augum, að þeir taki myndir af
merkisatburðum, sem eiga sér
stað í nágrenni þeirra. Með þessu
móti yrði mun meiri fjölbreytni í
innlendum fréttum sjónvarpsins.
— Þú hefur fengizt þó nokkuð
við kvikmyndagerð?
— Jú, ég hef unnið að gerð ým-
issa sjonvarpsmynda með erlend-
um sjónvarpsflokkum, en einnig
hef ég gert myndir á eigin spýtur.
Eftir að ég lauk námi frá kvik-
myndaskólanum í London, fór ég
hingað með leiðangri frá BBC.
Honum var skipt í tvo flokka, sem
gerðu sína myndina hvor, og var
ég kvikmyndatökumaður með
öðrum þeirra. Fyrri myndin fjall-
aði um brezka fjölskyldu, sem
hingað kom til land, og var þá
sýnt það, sem hver fjölskyldumeð-
limur hafði mestan áhuga á hér.
Hin var almenn landkynningar-
mynd, tekin í litum. Sumarið
1964 gerði ég hér mynd fyrir belg-
íska sjónvarpið, sem fjallaði um
jarðfræði íslands, og myndaði
Surtur ramma hennar, eins og við
var> að búast. Þetta sumar vann
ég við töku fyrstu íslenzku
breiðtjaldsmyndarinnar: „Fjarst
í eilífðar útsæ.”y
— Svo hefur þú gert stuttar
fréttamyndir, er ekki svo?
— Þegar Surtur fór að gjósa,
tók ég mynd um þann atburð,
og hefur hún nú verið sýnd í 60
sjónvarpsstöðvum. Einnig gerði ég
stuttar myndir um eldflaugarskot
Frakkanna í fyrra og íseyjuna Ar-
lis II. í vetur.
— Ertu með einhyerja mynd í
smíðum núna?
— Eg er að gera mynd um
Ásmund Sveinsson myndhöggvara
og hef verið að þvi undanfarin
ár. Það er gaman að gera mynd
um myndhöggvara, en þó meira
gaman að gera mynd um Ásmund
Sveinsson myndhöggvara. Hann
er einstakur persónuleiki og
mikill listamaður. En þessa
mynd geri ég fyrir eigin reikn-
ing og reyni að vanda hana eins
og ég get, en spyr ekki um það,
Framhald á 10. síffu.
Á UM ÞESSAR mundir er
mikiff annríki í prentsmiffjum
og bókbandsvinnustofum, því
aff ekki líffur á löngu þar til
jólabækurnar , taka að streyma
á markaffinn ... Þrjár skáld-
sögur eftir unga íslenzka höf-
unda verffa gefnar út á foriagi
Helgafells. Sögurnar eru eftir
þá Jóhannes Helga, Ingimar
Erlend Sigurffsson og Jón
frá Pálmholti ... Skálholtsút-
gáfan mun gefa út bók í haust,
sem hefur aff geyma vifftöl við
tíu kunna íslenzka listmálara.
Þekktir rithöfundar skrifa viff-
tölin.
★ EKKI ER ósennilegt aff
senn verffi fariff aff vinna aff
endurbótum á Hlemmtorginu
og setja þar upp hina snjöilu
höggmynd Sigurjóns Ólafsson-
ar, eins og ráffgert er. Á síffasta
fundi sínum samþykkti borgar-
stjórn, aff söluskálinn á Hlemm
torgi verffi fjarlægffm- fyrir 1.
janúar næstkomandi. Jafn-
framt var samþykkt aff aftur-
kalla frá sama tíma leyfi til
kvöldsölu á staffnum.
★ EINS OG KUNNUGT er
hefur Gunnar Guffmundsson,
sem áffur var yfirkennari Laug-
arnesskólans, veriff skipaður
skólastjóri háns í staff Jóns
Sigurffssonar. Yfirkennari hef-
ur veriff ráffinn Jón Freyr Þór-
arinsson, Hjallavegi 66.
★ ÁHUGI ÍSLENDINGA á
Færeyiuni fer stöffugt vaxandi
og mun líklega enn aukast á
komandi árum. Flugfélag ís-
lands heldur uppi reglubundn-
um ferffum þangaff, og nú hefur
Flugsýn í Neskaupstaff ákveffiff
aff fara eina ferð til Færeyja 7.
september næstkomandi.
★ ÞÁ ER TÍMI ferðamann-
anna senn á enda og líklega
hafa þeir aldrei veriff fleiri en
í ár. Eftirfarandi klausu rák-
umst viff nýlega á í Degi á Ak-
ureyri. Klausan er úr frétta-
bréfi frá Baldri á Ófeigsstöff-
um: Hingað koma margir ferffa
menn, t. d. núna þrír Græn-
lendingar og kona af dönskum
ættum. Um samskipti mín og
hennar get ég því miffur ekkert
sagt aff sinni. Þau orff kvnrm
aff verffa tekin upp í dönsk
blöff og valda mér ónæffi síff-
ar ...
★ ÞEIR STAÐIR á Jörffinni,
þar sem mannfólkinu er þéttast
hrúgaff saman, eru Macao meff
10.750 íbúa á ferkflómetra, Gí-
braltarbraltar meff 4.138 og
Hong Kong meff 3.481 íhúa á
ferkílómetra. Meffal stórborga
heimsins er Tokio stærst meff
9 milliónir íbúa, en næst henni
koma New York meff 8 millión-
ir og Sjanghai meff 7 milljónir.
Iðnaðarhúsnæði
Vil taka á leigu til lengri eða skemmri tíma
150 — 200 m2 iðnaðarhúsnæði fyrir trésmíði. ]
Upplýsingar í síma 30053 frá kl. 7 — 10 á j
kvöldin.
Skrifstofustúlkur
Opinber stofnun óskar að ráða stúlkur til ;
skrifstofustarfa. Umsóknir, sem. greini ald-
ur, menntun og fyrríi störf, sendist afgreiðslu
blaðsins eigi síðar en 11. september, merkt- !
„Opinber stofnun“.
Atvinna
í-jm
Stúlkur óskast til verksmiðjustarfa strax.s
Upplýsingar hjá verkstjóra (ekki í síma).
AXMINSTER
Grensásvegi 8.
/3
Gólfflísar
Austurrískar plast-gólfflísar nýkomnar. s
Mjög vönduð vara.
Laugavegi 29.
Bílayfirbyggingar s.f.
Nýsmíði, réttingar, boddýviðgerðir.
BÍLAYFIRBYGGINGAR S.F.
Auðbrekku 49 Kópavogi. Sími 38298.
• :.ví
■ j
Rúðugler
Fyrirligg jaMi
4 — 5 — 6 m/m. Itúðu-
gler. ■
Verð hvergi lægra.
Vörugeymsla
v/Shellveg.
Sími: 2-44-59.
;,c:
ALÞÝÐUBLAÐjÐ - 5. sept. 1965