Alþýðublaðið - 15.09.1965, Page 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (ób.) og Benedlkt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900 - 14903 — Augliýsingasími: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Heykjavik. — PrentsmiSja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Norsku kosningarnar
ÚRSLIT norsku þingkosnmganna hafa orðið jafn-
aðarmönnum mikil vonbrigði. Þó koma þau ekki á ó-
vart. Hefur legið í loftinu, að hægriflokkarnir hefðu
meðbyr þar í landi og vonin um myndun ríkisstj órn-
-ar kynni að sameina hina sundurlausu krafta þeirra.
Athyglisvert er, að Alþýðuflokkurinn hefur bætt
við kjc(sendatölu sína í síðustu kosningum. Hann
skortir þó sinn hlut af fjölgun þeirra, sem notuðu at-
kvæðisrétt. Þegar athuguð eru úrslit einstakra kjör-
dæma kemur í ljós, að Sósíalistíski þjóðarflokkurinn
* hefur með klofningi sínum og framboðum í öllum
kjördæmum dregið nógu mikið frá Alþýðuflokknum
til þess, að hægrimenn gátu unnið af honum allmörg
baráttusæti. Ein höfuðstaðreynd úrslitanna er sú, að
vinstriflokkarnir hafa enn meirililuta allra kjósenda,
50,5%. Hin dauðu atkvæði SF valda því, að þessi
meirihluti dugir ekki til þingmeirihluta.
Hið sorglegasta við norsku kosningarnar eru af
- leiðingar þessa klofnings. Finn Gustavsen og félag-
ar bans afhentu hægrimönnum völdin. Þetta er ný
og háskaleg þi óun á Norðurlöndum, sem því miður er
ekki ný hér á íslandi, heldur hefur gerzt í mörgum
löndum síðustu 25 ár. Vonandi á alþýðuhreyfmg
hinna Norðurlandanna ekki fyrir sér hin íslenzku ör-
lög, að margklofna fyrir atbeina ógæfusamra leiðtoga.
Landbúnaðarverðið
RÍKISST JÓRNIN hefur með bráðabirgðalögum
leyst þann hnút, sem verðlagsmál landbúnaðarins
llentu í, þegar Alþýðusambandið dró fulltrúa sinn úr
isexmannanefnd. Verðlag á mjólkunvörum og kjöti
mun innan skamms hækka, eins og almennt hefur
verið búizt við.
Ríkisstjórnin var óneitanlega sett í nokkum vanda
með aðgerðum Alþýðusambandsins. Úr því að fulltrú
ar neytenda neituðu að taka þátt í /verðlagningunni,
var ógerningur að láta fulltrúa bænda gera það eina.
Það hljóta þeir að skilja. Þess vegna varð stjómin að
'leita að annari lausn, þar sem hvorugur þessara aðila
'kom til, og gerði stjórnin það á raunhæfan hátt.
Þjóðviljinn kallar það iverð, sem nú kemur á bú-
vöru, „verð Alþýðuflokksins“. í sannleika sagt hefur
þessi verðlagning fyrst og fremst mótazt af aðgerð-
um ASI, og væri því meiri sanngirni að tala um „verð
Hannibals."
I Alþýðuflokkurinn hefur hvað eftir annað hent á
þörf heildar endurskoðunar á þessum málum. Sú skoð
un flokksins breytir ekki því, að leysa verður vanda-
mál dagsins án tafar. Það hefur ríkisstjórnin gert á
eins sanngjarnan og eðlilegan hátt og kostur var eft-
ir aðgerðir Alþýðusambandsins.
4 15. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
NÝ CHAMPION
KRAFTKVEIKJUKERTI
HAFA ÞESSA I40STI
1. 5 grófa ceramic einangrun.
2. Eru ryðvarin.
3. „KRAFTKVEIKJU“-
neistaoddar eru úr NICKEL
ALLOY málmi, og endast
mim lengur en venjulegir
oddar.
CHAMPI0N
NOTIÐ
AÐEINS ÞAÐ
BEZTA
CHAMPION
KRAFT-
KVEIKJU
KERTI.
Þeir auka endingu
kertisins um 63%.
Sími 2-22-40
'TiWv
niMimi wi 11111»
GÖNGUMÓBUR SKRIFAR: „Ég
var að lesa í pistli þínum um rusla
kompurnar við Ánanaust. Ég fæ
mér oft göngutúr vestur með sjón
um, alla Ieið út á Seltjarnarnes
og hvergi á þessari leið getur að
líta annan eins sóðaskap og kol-
ryðgað járnplötuportið við Ána-
naust. Eina óveðnrsnóttina I haust
eða vetur hrynur þetta hrófatild
ur og járnadraslið fýkur þarna
um nágrennið.
ÉG HEF FYRIR löngu haft í
huga að skrifa þér nokkrar línur
um þetta, en aðrir hafa nú orð
ið til þess, og þá eru þessi orð mín
aðeins árétting. Ég tek undir kröf
una um það, að þarna sé hreins
að til hið bráðasta og þessi lóð,
hver svo sem á hana, sé látinn
lúta sömu reglum og fyrirmælum
og aðrar lóðir og aðrir lóðaeig
endur í borginni."
ÁHORFANDI SKRIFAR. AHtaf
eru að koma fram í dagsljósið ljót
ar sögur um það, sem kallast
hreint okur. Hér hafa undanfarið
birzt pistlar um viðskipti isjúkl-
inga við tannlækna og nýlega sagði
SAM í Lesbók Morgunblaðsins frá
álíka hneyksli, sem var og stiklað
á hér i þéssum pistlum nú fyrir
skömmu.
HÉR ER UM svo alvarleg mál að
ræða, að yfirvöld læknamála í
þessu landi, geta ekki látið þetta
þegjandi fram hjá sér fara. Ég
hefi talað við virðulega lækna,
sem ég veit að ekki mega vamm
sitt vita í nokkru slíku, sem hér
hefir verið ymprað á, og sem bet
ur fer, er hér ekki um stóran hóp
að ræða, líklega tiltölulega fáa
innan stéttarinnar, sem okra á
sjúklingum sínum, en jafngild á
stæða til að ná til hinna seku
og uppræta þennan ósóma áður
en hann grefur um sig.
ÉG ÞYIÍIST VITA að allir lækn
ar vilji ekki taka þátt í þessu
en það má engum líðast það. Og til
þess höfum við yfirvöld í landinu,
að þau láti þetta okur ekki við
gangast.
ÉG SPYR NÚ: Er hér enginn
taxti um það hvað tannlæknar
mega taka fyrir störf sín? Hver
ákveður þann taxta, sé hann til
og, hver á að líta eftir að þeir
taixtar séu haldnir? Getur t.d. land
læknir látið slík mál fram hjá
sér. fara?
EÐA ER ÞAÐ orðið svo, að ein
staklingar og heilar stéttir hafi
aðeins þann eina hugsunarhátt,
að hrifsa sem allra mest til sín
en virða að engu meðbræður
sína og þá oft þá, sem minnstu
hafa úr að spila.
SÉ ÞJÓÐIN yfirleitt orðin svo
gerspillt af peningagræðgi, að
menn er farnir að svífast einskis
oft á tíðum, þá hefðu þeir gott
af að minnast nú hins mikla mann
vinar sem nýlega er látinn suður
í Afríku og lagði allt í sölumar
Framh. á 10. síðu.