Alþýðublaðið - 15.09.1965, Side 10

Alþýðublaðið - 15.09.1965, Side 10
NYLONSKYRTUR karlmanna, dökikir litir Kr. 178,00 Frá Miðskólanum í Hveragerði. Nokkrir nemendur geta erai komizt að í III. og IV. bekk skólans (þ.e. í miðskóla- og gagnfræðadeildum), næsta vetur. Fæði og húsnæði verður útvegað á einkaheimilum. Nánari upp'lýsingar gefur skólastjórinn. Miðskólinn í Hveragerði. Sendisveinn óskast nú þegar Skipaútgerð ríkisins. Söngfólk óskast í kirkjukór Ásprestakalls. Sérstaklega tenór og áltraddir. Uppl í síma 33758 kl. 6—8 e.h. miðvikudag og fimmtudag. Skónarnefnd Ásprestakalls. Öllum þcim sem lieimsóttu mig á 60 ára afmæli mínu heiðruðu mig með gjöfum, skeytum og blómum og vottuðu mér vinarhug, færi ég mínar beztu þakkir qg bið þeim allrar blessunar. Ragna Bjarnadóttir, Hjarðarhaga 28. Skrifstofufólk Óskum að ráða karla og konur til skrif- stofustarfa við kaupfélag á Austurlandi. Upplýsingar gefur starfsma'nnahald S.Í.S., Sambandshúsinu, Reykjavík. Leikhsís... Framhald 'af 7. síðu. leikhúsið eiga erfitt með að full- skipa sýninguna, nýta og fullgilda hvert smáatriði leiksins. Sum hin minni hlutverk leiksins kunna að hafa goldið þessa fólksleysis, og einkum þó götu-, garð og funda- atriði hans. Þetta kom þó að engri verulegri sök, og kemur þar enn að því hve samvizkusamlega sýn- ingin virðist unnin. Ljósameist- ari le.vsir líka af hendi í þessari sýningu flókið starf með mestu nákvæmni og öryggi. Það er langt síðan Eftir synda- fallið var boðað á verkefnaskrá Þjóðleikhússins; menn munu hafa beðið sýningarinnar með eftir- væntingu, og frumsýningu leiks- ins á sunnudagskvöld var líka dá- vel tekið. Þeir sem taka í alvöru lífsskoðunarleit og umræðu Art- hurs Millers, finnst .lífspeki’ hans spakleg, eiga líklega erindi í Þjóðleikhúsið á næstunni. En öðr- um mun leiðast ósköp mikið þrátt fyrir verðleika sjálfrar sýningar- innar. — Ó.J. Hannes á horninu Framhald af 4. síðu. fyrir sjúka og hrjáða þar syðra. Hann hefir ekki alltaf hugsað sem svo: Hvað fæ ég mikið hjá þess um fyrir samtalið eða aðgerðina HANN LAGÐI allt í sölurnar og gaf heiminum fagurt fordæmi, sem þeir ættu sérstaklega að leggja á minnið, sem alltaf vilja fá meira og meira fyrir störf sín, en taka óendanlega Htið tillit til með bræðra sinna í þjóðfélaginu. Þeim væri hollt að kynna sér stðrf þessa mikla mannvinar, líklega mesta mannvinar, sem uppi hefur verið á þessari öld og læra af þeim miklu fórnarverkum, sem hann innti af hendi suður í frum skógum Afríku í tugi ára.“ Orson Welles... Framhald af 6. síðu Við fyrstu sýn ber Rita Hay- worth ekki með sér að vera ein- kennandi fyrir smekk Welles, en við nánari athugun kemur í ljós, að hún er ættuð frá Spáni og henn ar rétta nafn er Margarita Car- men Cansine. Rauðgylt hár hennar er í raun og veru svart. Þó að Welles væri fyrst og fremst ást- fanginn af henni, tók hann fljótt — sem leikstjóri — að umbreyta henni í eins konar fyrirmyndar- veru. Hann lé* hana le!ka gaman- hlutverk í kvikrmmd. s'un hann stjórnaði sjálfur og þar léku þau bæði aðalhlutverk. Myndin hét ,,The lady from Shanghai" og er í raun og veru mjög góð mynd. Nokkrum árum seinna skildu þau. Þau eignuðust dóttur, Re- Beecu, sem fæddist 1944. Það er sagt, að allar leiðir liggi til Róm. Þangað fór Welles til þess að koma loks í framkvæmd þeirri hugsjón sinni að gera kvikmynd um „Othello” eftir Shakespeare. Kvikmyndin reyndist mjög dýr, og til þess að fá upp í kostnað, tók hann að sér hlutverk í kvikmynd- unum „PRINCE OF FOXES“ og „THE BLACK ROSE”, en þær átti að taka í Evrópu. Meðan á mynda- tökum stóð settist hann að í Par- ís. Gagnrýnendur lians létu þann dóm falla, að hann væri „vand- ræðamaður”, sem hlypi úr einu viðfangsefninu í annað án þess að ljúka nokkru. Welles hafði nú spreytt sig á flestum listgreinum, en eitt átti hann samt eftir í poka- horninu handa gagnrýnendunum, sem höfðu sagt: „Það hljóta að vera takmörk á snilligáfu þessa manns”. Það kom líka í ljós, að svo var. í London og París, kynnti Roland Petit listdanssýningu, þar sem Or- son Welles hafði samið dansana og gert leiktjöld, og Leslie Caron var í aðalhlutverki. Gagnrýnendur voru ekki of hrifnir af sýningunni. Paola Mori, sem virðist vera mjög skilningsrík kona, segir: Þeg ar Orson vinnur að einhverju, er hann mjög taugaspenntur .Ef hon- um mistekst í einhverju, fer hann alveg úr jafnvægi. Eftir fimm mín- útur hefur skapið lægt og hann er ljúfur sem lamb”. Orson Welles vill ekki viðurkenna að hann hafi tómstundaiðju, en hann segir þó, að honum þyki gaman að lesa. Og hann segir: „Ég vil helzt lesa sögu, endurminningar og heimspeki. — Bók, sem ég hef gaman að, get ég lesið aftur og aftur .... Það er þess vegna, sem ég fer aldrei neitt án þess að háfa með mér bók eftir Karen Blixen. Ég ætlaði að heimsækja hana, þegar ég var í Danmörku, en hætti við það á síð- ustu stundu. Ég verð að viður- kenna, að ég hélt áfram án þess að hafa hitt hana. Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins um pantanir og verð á síldarmjöli. Verð á síldarmjöli hjá Síldarverksmiðjum ríkisins af framleiðslu sumarsins 1965 hefur verið ákveðið kr. 682. 00 per 100 kg. frítt um borð á verksmiðjuhöfn eða af- greitt á bíl. Mjölið þarf að panta hjá skrifstofu vorri á Siglufirði fyr- ir 30. september 1965 og hafi kaupendur leyst út pantan- ir sínar eigi síðar en 10. nóvember 1965. Síldarverksmiójur ríkisins. Byggingafélag Aiþýðu Reykjavík. TIL SÖLU tveggja herbergja íbúð í öðrum byggingaflokki til sölu. Umsóknum sé skiiað í skrifstofu félagsins Bræðraborga- stíg 47, fyrir kl. 12 á hádegi, miðvikudaginn 22. þ.m. Stjórnin. PÍANÓKENNSLA Get bætt við mig nokkrum nemendum Hafið samband við mig sem fyrst. Eygló Baraldsdóttir, píanókennari, Skipholti 51, sími 32933. ■H BREFBERASTOÐUR Við Póststofuna í Reykjavík eru lausar bréfberastöður nú þegar eða 1. okt. n.k. — Viku- legur starfstími er 42 klst. unninn á tímbilinu kl. 8—17, nema á iaugard. kl. 8—12. Laun skv. kjarasamningi, en byrjunarlaun geta orðlS allt að kr 8.400,- Við fastráðn- ingu fylgir vinnufatnaður starfinu. — Allar upplýsingar um starfið eru gefnar í skrif- stofu minni, Pósthússtræti 5. Póstmeistarinn í Reykjavík. áo 15. sept. 1%5 - ALÞÝOUBLAÐtÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.