Alþýðublaðið - 15.09.1965, Page 13
D --- Sími 50184.
Landru
'iSm
íf' f
Æsipennandi og gamansöm
frönsk litkvikmynd, eftir handriti
Francoise Sagan.
Leikstjóri: Claude Chebrol
Aðalhiutverk:
Charles Denner
Michele Morgan
Danielle Darrieux
Hildegard Kneff
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum.
HAPPASÆL SJÓFERO
Amerísk gmaanmynd í litum og
cinemascope.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 7.
Sími 50249.
HnefaleikakaDpinn
SASA STUDIO PRÆ6ENTEAERJ
AARETS STORE DANSKEj —
á/sfspi&^
T5«g
fit
PfiíéJaÍIefeanonerne
DIPCH PASSEP
OVE SPROG0E
ULY BROBERG
BUSTER LARSEN
pé-urBAHGi
Skemmtiieg dönsk gamanmynd
Sýnd kl. 7 og 9,
Lis Wuorio
ég get farið að kalla þig sendi-
herrafrú ....
— Richard! er þetta satt?
Hann hló. — Ertu glöð. Og í
gærdag þegar ég gekk af tilviljun
fram hjá Givenchy sá ég kjólinn
sem þú fórst til London til að
kaupa. Ég lét taka hann frá.
— Yðar hágöfgi, sagði ég. —
Ég fer hjá mér.
Við hlógum og ræddum um allt
milli himins og jarðar smástund.
Ég sagði honum að ég ætlaði að
skreppa til Oslo til að heimsækja
Rigmor og hann krafðist þess að
ég kæmi heim í síðasta lagi næsta
föstudag svo við gætum farið til
sendiherrans
— Á eftir höldum við hátíðlega
útnefningu mína, sagði hann. —
Að vísu á maður ekki að súpa
kálið fyrr en það er komið í aus-
uria og það getur svo sem margt
skeð en mér fannst ég mega til
með að segja þér þetta.
Ég andvarpaði af gleði þegar
við vorum búin að kveðjast, Svo
ég hafði ekki fært honum þá ó-
liamingju, sem móðir hans hafði
spáð. Richard var kominn á.há-
tind frægðar sinnar og það fyrr
eri nokkur hafði dirfst að vona.
Ég var mjög hreykin af mannin-
um mínum. Þetta var dásamlegt
fyrir Richard, dásamlegt fyrir
okkur bæði og auðvitað yrði liann
sendiherra þótt hann reyndi að
draga úr því eftir að hann hafði
sagt mér fréttirnar.
Svo minntist ég hringsins.
Ef ég neyddist til að taka þenn
an vonda hring frá Helen var þá
vist að allt gengi jafn vel fyrir
Richard og ég vonaði og trúði?
Myndi Dickie litla batna og hann
verða hraustur og frískur á nýj-
an leik yrði lijónaband okkar
jafn gott og hamingjusamt og
nú?
Mig langaði til að láta niöur í
töskurnar á stundinni og fara
heim til Richards. Gleyma öllu
um Helen, gleyma öllu um hring-
inn.
En í stað þess hringdi ég á
flugvöllinn og pantaði tvö sæti
með flugvélinni til Skandinavíu
daginn eftir, Ég vissi með sjálfri
mér að ef ég gerði ekki allt sem
í mínu valdi stóð fyrir Helen
myndi mig iðra þess allt mitt líf
og ég myndi aldrei fyrirgefa
sjálfri mér að hafa svikið hana.
Ég fór í leigubíl þangað sem
hún bjó. Sama konan og fyrr opn-
aði fyrir mér. Hún leit forvitnis-
lega á mig og sagði: — Ef þér
ætluðuð að hitta ungfrú Malden
þá er hún ekki hérna.
— Get ég beðið yður fyrir
skilaboð til hennar, sagði ég.
Hún hvarf og ég fór niður
stigann. Dyrnar að herbergi Hel-
en voru lokaðar, en þær voru
ekki læstar. Það var búið að taka
flöskurnar af borðinu.
En á því lá seðill og það kom
mér ekki á óvart að sjá að hann
var til mín:
— Ég bjóst við því að þú kæm-
ir aftur hingað, stóð þar, — en
7
ég sagði þér satt. Ég er farin.
Ég skal reyna að vera komin aft-
ur eftir átta daga — næsta föstu-
dag — eins og ég lofaði þér.
Það var engin undirskrift en
ég þekkti rithönd hennar ....
Ég varð að fara aftur til hótels-
ins, afpanta annað farið með flug
vélinni, láta niður í töskurnar —
og fara út á flugvöll.
Meðan ég sat í flugvélinni á
leiðinni til Osló minntist ég aft-
ur tunglskinsnæturinnar forðum
þegar Rigmor hafði gefið mér á-
lagahringinn. Ég vildi ekki
þiggja hann en Rigmor krafðist
þess og hún hafði sett hann á
fingur minn.
Frá þeim degi hafði allt geng-
ið mér í óhag. Fyrst fórum við
ekki til föreldra Richards á ft-
alíu. Svo var hann ekki hjá mér
þegar ég hitti móður hans í Lon-
don. Ætli hún hefði verið svona
hörð og miskunnarlaus ef hring-
urinn illi hefði ekki verið á fingrl
mér? Ætli ég hefði þá látið bug-
ast og fallist orðalaust á skilmála
hennar? Ætli ég hefði ekki held-
ur barist gegn henni.
En hvernig svo sem allt hefði
getað farið er svo mikið víst að
ég fór til herbergis míns, lét nið-
ur í töskurnar, borgaði reikning-
inn, tók leigubíl og ók beint að
kanadíska heimilinu. Hér sagði
ég liver ég væri og að ég hefði
engan stað að búa á. Allir voru
góðir við mig og mér var komið
fyrir á litlu gistihúsi.
Mér var vísað inn á herbergi
mitt og ég settist á sófann þar og
brast í grát.
Hringurinn vann vel og fljótt.
Það var barið að dyrum, ung
stúlka kom inn og fór að hlæja
að tárum mínum.
— Svo slæmt er það ekki,
sagði hún glaðlega. — Áttu pen-
inga?
— Smávegis, svaraði ég.
— Þerraðu þá tárin og komdu
með mér til Dubrovnik.
— Dubrovnik, endurtók ég
undrandi.
— Já, við Adriahafið. í Júgó-
slavíu. Við getum farið strax og
við höfum fundið fjórða mann í
púkkið. Þú ert númer þrjú.
Hinar þrjár reyndust vera
kanadískar stúlkur sem höfðu
farið að vinna í Englandi og voru
nú að fara í sumarfrí til Júgó-
slavíu. Til að gera ferðalagið ó-
dýrara höfðu þær í sameiningu
keypt sér notaðan bíl. Þeim mun
fleiri sem þær voru til að taka
þátt í útgjöldunum, þeim mun
lengra gátu þær ekið.
Mig langaði aðeins að komast
frá London og næsta morgun
lögðum við af stað — aðeins
tveim tímum áður en Richard
rakti slóð mína til gistihússins.
Var það hringnum að kenna að
ég skildi ekki eftir neitt heimilis-
fang og sagði engum hvert ég
væri að fara? Ég veit það ekki.
Það liðu tveir mánuðir þangað
til ég skrifaði honum og þann
tíma var hann jafn óhamingju-
samur og áhyggjufullur og ég
hafði verið daginn sem móðir
hans talaði við mig. Richard var
fyrir löngu búinn að tala við for-
eldra mína, en þau gátu aðeins
sagt honum að ég hefði skrifað
þeim að trúlofun okkar hefði
verið slitið og að ég væri farin í
ferðalag um meginlandið. Hann
hafði of mikið að gera til að
FATA
VIÐGERÐIR
Setjum skinn á jakka
auk annarra fata-
viðgerða
Sanngjarnt verð.
Skipholt 1. — Simi 1«SM.
SÆNGUH
Endurnýjum gömi-u sænguraar.
Seljum dún- og fiðurheld TH.
NÝJA FIÐURHREINSUlflH
Hverfisgötu 57 A. Simi 11711
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, elgum
dún- og flðurheld 'ov.
Seljurn æðardáns- wg
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmstcaa
stærðum.
DtN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg S. Sfmi l«7M.
MIMMHIMMMMHMMMMMI
hann gæti farið að leita að mér
og skömmu síðar fór hann til
Suður-Ameríku ,en þangað höfðu
foreldrar hans beitt áhrifum sln-
um til að hann yrði sendur.
Löngu, löngu síðar ræddum
við um þetta allt. Móðir hans
hafði aldrei sagt honum frá því
að hún hefði talað við mig, en
hún hafði hins vegar sagt hon-
um að framkoma mín væri svo
ófyrirgefanleg að hann yrði að
horfast í augu við þá staðreynd
að ég yrði aldrei heppileg kona
fyrir hann, þegar ég gæti stungið
af frá honum svona orðalaust.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. sept. 1965 |,3