Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 3
ER HÆGT AÐ MINNKA EYÐSLUNA UM HELMING? BREZKUR verkfræðingur hefur fundið upp tæki, sem hann telur að gera muni það að verkum að bifreiðaeigendur geti ekið helm- ingi lengri vegalengd á hverjum benzín lítra, en þeir nú geta. Samtök nokkurra brezkra fyrir- tækja hafa keypt uppfinninguna af verkfræðingnum, sem heitir Willi- am Scott. Fékk hann fyrir hana um 150 þúsund stcrlingspund, og ef hún verður tekin í notkun mun hann fá árlega 75 þúsund sterlings pund. Uppfinningin gerir það að verk- um, að ekki þarf lengur blöndung, benzíndælu, eða loft- og benzín- síur. Ef allt fer eins og ætlað er mun þessi uppfinning geta lækkað framleiðslukostnað á brezkum bíl- um um allt að 2500 íslenzkar krón- ur á bíl.. Það, sem kemur í stað framangreindra tækja kostar 1400 —1500 íslenzkar krónur og er 40 mínútna verk að setja það á bíl. Iðngarðctr óðum að rísa Reykjavík —'GO Byggingarframkvæmdir við Iðn- garða miðar vel áfram. Búið er að reisa 4 stofnhús af 5, sem ætlunin er að koma upp, en við stofnhúsin verður síðan aukið viðbyggingum. í gær var lokið við að reisa fjórða húsið. Ekki er vitað með vissu hvenær liúsnæðið verður tekið í notkun, en áætlun gerir ráð fyrir að öll húsin verði fokheld um áramótin Eigendur Iðngarða hf. eru ýmis Iðnfyrirtæki hér í borg. T. d. á Völ undur eitt húsið og Sveinn Egils- son, Fórdumboðið, annað. í hinum verður svo blönduð starfsemi. Breyta verður benzíngeyminum þannig að þar sé hægt að soga inn loft, sem síðan þrýstir benzínmett- ; uðu lofti inn í geymslutank þaðan sem það fer beint til vélarinnar. Uppfinningamaðurinn segir að ; mest benzín sparist, þegar vélin er j ræst köld, og sömuleiðis hafi þetta 1 í för með sér aukinn hraða, minna vélarslit og hreinni útblástur. Ný kennslubók BARNAGAMAN nefnist ný lestrar kennslubók, sem Ríkisútgáfa náms bóka hefur nýlega gefið út. Höf- undar eru kennararnir Rannveig Löve og Þorsteinn Sigurðsson. Bók in verður væntanlega í 4 heftum, og er fyrsta heftið komið út. — Næsta hefti kemur mjög bráðlega. Bókin er litprentuð og skreytt miklum fjölda nýstárlegra mynda eftir teiknarann Baltasar. Engir stórir stafir eru í fyrsta heftinu, enda eru þar eingöngu kenndir litlu stafirnir, til þess að börnin þurfi ekki í upphafi lestrarnáms- ins að glíma við tvö tákn fyrir sama hljóðið. í seinni heftunum læra börnin að þekkja stóra stafi. Höfundar segja m. a. um bókina í orðsendingu til kennara og for-1 eldra: „Hún er byggð upp samkvæmt grundvallarlögmálum hljóðaaðferð arinnar, en jafnframt er leitazt J við að hagnýta kosti annarra að- : ferða og sneiða hjá þeim vankönt- um, sem lestrarsérfræðingar hafa fundið á hljóðaaðferðinni. For- æfingar, hæg yfirferð og tiltölu- lega mikið magn af léttum texta miðar að þvi að leggja traustan grundvöll að lestrarnáminu og koma í veg fyrir lestrarörðugleika seinna á námsferlinum”. CORTINA .66' Ford Cortina á íslenzkum vegum! CORTINA „66“ er rúmgóður fjölskyldubíll með: Stórt farangursrými. Diskhemla á framhjólum. Loftræstingu með lokaðar rúður. Þess vegna er CORTINA kjörinn FERÐABILL. CORTINA ER METSÖLUBÍLL, sem unnið hefur yfir 200 sigra í alþjóðjegum aksturskeppnum. EIH VERSTA EVROPU- SUMAR, ER UM GETUR EINS og fram hefur komið í frétt- um hefur sumarið í sumar verið einstaklega gott hér á landi, sól- skin sjaldan eða aldrei meira, úr- koma jafnvel svo lítil að vatns- skortur hefur valdið erfiðleikum og ef undan er skilið Austurland, mun heyfengur sjaldan eða aldrei hafa verið meiri. En Evrópubúar hafa aðra sögu af sumrinu að segja að því er bandaríska blaðið New York Her- ald Tribune hermir í sl. viku, en þá birti blaðið yfirlit um veðrátt- una í sumar í nokkrum Evrópu- löndum. Búizt er við að kornuppskera í löndum Efnahagsbandalagsins verði 3—4% minni en var í fyrra vegna ótíðar í sumar. Veðurfræð- ingar eru ekki á eitt sáttir um or- sakir þessa leiðinlega sumarveð- urs. Veðurfræðingar í Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu kenna um tíðum norðanvindum norðan af pól, sem borið hafi með sér regn suður á Bretlandseyjar og suður á meginlandið, en starfsbræður þeirra þýzkir eru hinsvegar þeirr- ar skoðunar, að sólblettir hafi ver- ið óvenju fáir á árinu, og hafi slíkt ævinlega í för með sér kulda og vatnsveður. Brezkir veðurfræðing- ar segja ennfremur að þegar eld- gos varð á eynni Bali fyrir tveim árum hafi myndast mörg rykský og stór, sem enn séu ekki með öllu horfin og hafi þau álirif í þá átt að draga úr hita. Bretar segjast ekki hafa fengið eins sólarlítið sumar sl. 10 ár, og 1 -— iC^LStórt farangursrými. (4 66" \\ með lokaðar rúður. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SlMI 22466 sjaldan eða aldrei hefur rignt meira þar að sumarlagi en sl. sum- ar. Uppskerutjón hefur þar orðið mikið af völdum veðráttu. í Frakklandi eyðulögðu stór- rigningar mikinn hluta kornupp- skerunnar og vínframleiðslan í ár mun aðeins nema um 50 milljón hektólítrum á móti 64 milljón hl. I fyrra. Óveðrin, sem geisað hafa á Ítalíu í sumar, hafa kostað 65 manns líf- ið og eignatjón er metið á hundr- uð milljónir króna. í Sovétríkjunum var sumarið í Moskvu kalt og votviðrasamt, en í austurhluta sovétríkjanna orsök- uðu stórrigningar mikil flóð. / í Hollandi mældist úrkoman frá því í marz og þar til í júlí 440 millimetrar en meðalúrkoma á því tímabili er annars 267 millimetrar. í Belgíu varð nokkur seinkun á uppskerustörfum vegna tíðarfars, en uppskerutjón varð ekki mikið. í Svíþjóð hefur aldrei á þessari öld verið eins kalt að sumarlagi og varð í sumar, en uppskerutjón þar varð ekki teljandi mikið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. sept. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.