Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 11
Næsti bikar á að
heita Churchill -
bikar
★ EF BRASILÍUMENN sigra i
heimsmeistarakeppninni í knatU
spyrnu næsta ár, vinna þeir Jules
Rimet-bikarinn til eignar, en hann
hefur verið í gangi síðan 1930.
Brasiliski menntamálaráðherr-
ann hefur heitið nýjum bikar, ef
svo færi og liann á að heita
1 „Churchill”-bikar.
sigra
eflavík í dag?
I DAG verður háður síðasti Ieikur Islandsmótsins í I. deild í
knattspyrnu. KR og Keflavík leika á Laugardalsvellinum. Leikurinn
liefst kl. 4. Sigri FR í leiknum eru þeir íslandsmeistarar, verði jafn
tefli Jiurfa KR og Akranes að leika aukaleik um meistaratitilinn,
en sigri Keflavík eru Akurnesingar íslandsmeistarar.
★ SPENNANDI MÓT kom í ljós í leikjum liðsins við
KEPPNIN í 1. deild hefur verið
mjög spennandi í sumar, Akurnes-
ingar byrjuðu illa í mótinu, hlutu
aðeins 1 stig út úr þrem fyrstu
leikjunum. Síðan sigruðu þeir í
næstu sex leikjum, en töpuðu síð-
asta leiknum við Keflavík, þó að
þrjá af beztu leikmönnum Keflvík
inga vantaði í liðið.
KR-ingar hafa verið misjafnir,
þeir hafa átt ágæta leiki af og til,
en undanfarnar vikur hefur liðið
verið heldur slappt, eins og t. d.
í
Rosenborg í Evrópubikarkeppn-
inni.
Það er margsannað, að KR-ingar
eru harðir í horn að taka, þegar
mikið er í húfi og svo sannarlega
er það nú, þess vegna spá margir
áhugamenn þeim sigri í dag. Þó að
Keflvíkingar eigi enga möguleika
á að hljóta íslandsmeistaratitilinn
að þessu sinni, væri óneitanlega á-
nægjulegt fyrir liðið að sigra bæði
Akranes og KR í síðustu leikjum
mótsins, svo að öruggt má telja að
þeir leggi sig alla fram. Hver sem
úrslit leiksins verða má búast við
skemmtilegri og spennandi viður-
eign.
★ LIÐ KR í DAG
Lið KR í dag er þannig skipað:
markvörður Heimir Guðjónsson,
hægri bakvörður Ársæll Kjartans-
son, vinstri bakvörður Bjarni Fe-
lixson, miðframvörður Hörður
Felixson, hægri framvörður Krist-
inn Jónsson, vinstri framvörður
Sveinn Jónsson, hægri útherji
Gunnar Felixson, hægri innherji
Einar ísfeld, miðherji Baldvin
Baldvinsson, vinstri innherji Ellert
Schram og vinstri útherji Theó-
dór Guðmundsson.
Þór Norðurlandsmeistari
í knattspyrnu 1965
íþróttafélagið Þór varð norður-1
landsmeistari í knattspyrnu 1965. I
Að vísu er einum leik ólokið, |
milli Þórs og KA, en hann breytir
engu, Þór má tapa honum, félagið
hlýtur samt Norðurlandstitilinn.
Keppt var nú i fyrsta sinn í
tveim deildum á knattspyrnumóti
Norðurlandsmóts'ns, í 1. deild
leika að þessu sinni KA og Þór,
Akureyri og KS, Siglufirði. í 2.
deild leika HSÞ, UMSE, Völsung-
ar, Húsavík og UMSS. Þeir síðast-
nefndu, Skagfirðingar unnu alla
sína leiki og flytjast því upp í 1.
deild.
Úrslit í 1. deild hafa orðið þessi:
KS tapaði fyrir Þór bæði heima
og heiman 6:2 og 5:0. KA gerði^
jafntefli við KS á Siglufirði 3:3*
en vann á Akureyri 7:1. Fyrrileik
Þórs lauk með sigri þeirra fyrr-
nefndu 3:0 og Þór hefur því tryggt
sér Norðurlandstitilinn á þessu
ári.
KOMA >EIR
HINGAÐ?
NOKKRUM sinnum hefur verið á
það minnst í blöðum, að rúmensku
heimsmeistararnir í handknatt-
leik væru væntanlegir hingað, en
ekki hefur þetta fengizt staðfest.
Nú hefur blaðið Aktuelt skýrt frá
því, að leikur Dana og Rúmena sé
ákveðinn 24. febrúar og blaðið
segir einnig, að Rúmenarnir fari
til íslands, Noregs og Austur-
Þýzkalands. Ekki tókst okkur að
fá þetta staðfest hjá stjórn HSÍ i
gær.
Jimmy Greaves og Bobby
Charlton leika aftur í
enska landsliðinu
ENSKI landsliðsþjálfarinn Alf
Ramsey hefur breytt mjög miðju-
tríói enska landsliðsins, en Eng-
lendingar leika við Wales 2. októ-
BOBBY CHARLTON — aftur með
ber í Cardiff. Jimmy Greaves, Al-
an Peacock og Bobby Charlton
hafa aftur fengið sæti í liðinu í
fyrsta leik þess af 14 fram ^ð
heimsmeistarakeppninni næsta
sumar
Ramsey hefur gert fjórðu breyt-
inguna á liðinu, sem sigraði Sví-
þjóð 2—1 í fyrra. Ron Springett,
Sheffieíd Wednesday, leikur aftur
í marki, en Gordon Banks, sem er
meiddur, er settur út.
Springett hefur leikið 30 sinn-
um í marki fyrir England eða oft-
ar en nokkur annar. Hann var síð-
ast í liðinu í júní 1963, þegar Eng-
lendingar sigruðu Sviss í Bern 8:1.
Peacock hefur fjórum sinnum leik-
ið í landsliði, síðast gegn Walea
1962
JIMMY GREAVES - aftur með
Það var búizt Greaves og Charl-
ton í Iiðið aftur, en val Peacocka
kom á óvænt.
Enska landsliðið lítur þannig út:
Ron Springett, Sheffield Wedn-
esday, George Cohen, Fulham, Ray
mond Wilson, Everton, Bonny Sti-
les, Manchester Utd., Jackie Charl
ton, Leeds U., Bobby Moore, West
Ham, fyrirliðið Terry Paine, Sout-
hampton, Jimmy Greaves, Totten-
ham, Alan Peacock, Leeds U.,
Bobby Charlton, Manchester Utd.,
og John Connelly, Manchester U.
Meistaraflokkur KR í knattspyrnu 1965.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. sept. 1965 ££