Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. september 1965 — 45. árg. — 216. tbl. — VERÐ 5 KR, EN6IR NÝIR NEMENDUR IIANNLÆKNADEILDINA l >000000000000000000000000 oooooooooooooooooooooooo DOKTORSVÖRN í HÁSKÓLANUM Rey kjavik — ÓTJ IjÆKNADEILD Háskóla íslands hefur tekið ákvörðun um að engir nýir nemendur skuli teknir til náms í tannlæknadeild í vetur, og verður tuttugu stúdentum sem sóttu um inngöngu öllum synjað. Verkbann á húsasmiði? Meistarafélag húsasmiöa í Reykjavík, hefur ákveðið að gang ast fyrir atkvæðagreiðslu um að setja verkbann á húsasmiði, vegna verkfalls, sem hinir síðamefndu hafa efnt til í Árbæjarhverfinu svo hefnda. Fer latkvæðagreiðslan fram á skrifstofu félagsins. Þar sem tannlæknaskortur er mjög mikill í landinu er hér um alvar- legt mál að ræða. Læknarnir segja að aðstaða deildarinnar sé svo slæm að ógerlegt sé að bæta við flciri nemendum, hún sé þegar of- setin, og vantí tilfinnanlega aukið húsrými og tækjakost. í fyrravetur urðu opinberar um- ræður um þetta mál á Alþingi, og á fjárlögum voru veittar 1.3 millj- ónir króna til deildarinnar. Þetta fé fer til rekstrarins og bætir á engan hátt úr húsnæðisleysi og tækjaskorti. Ríkisstjórnin hefur boðist til að annast rekstur deild- arinnar með því að Háskólinn kosti byggingu nýs húss og kaup á tækjum. Á þessu eru þeir ann- markar að Háskólinn hefur hvergi nægilegt fjármagn til framkvæmd- anna, og kemur varla til að hafa á næstu árum. Alþýðublaðið leitaði í gær frétta um þetta mál hjá rektor Háskólans, en hann vildi ekkert segja eins og sakir standa. Séra Jakob Jónsson varði í gær doktorsritgerð við Guð- spekideild Háskóla íslands. Rit- gerðin er skrifuð á ensku og nefnist Houmor and irony in the New Testament — og hefur hún komið út hjá Menningar- sjóði ekki alls fyrir löngu. Andmælendur voru tveir, skozkur prófessor og danskur fræðimaður í biblíufræðum. Doktorsefni hóf vörn sína klukkan 14,00 og stóð hún enn yfir þegar blaðið fór í prentun síðdegis í gær. DoktorsvQrnin fór fram á ensku. (Mynd: Al- þýðublaðið). HUSMÆÐUR OSKAST TIL BLAÐBURÐAR Þessa dagana eru tniklir erfiðleikar á að koma Alþýðublað- inu til fastra áskrifcuda vegna fólkseklu við dreifingu. Enn liefur ekki reynzt unnt að fá fólk tU að bera blaðið í allmörg hverfi í borginni, og biður blaðið kaupendur afsök. unar á dræífi, s?-m kann að verða af þessum sökum á því að þeir fái biaðið sk.lvíslcga, Blaðdreifing hér á landi hefur að mestu leyti byjrgzt á vinnu skólabarna, sem hverfa nú til náms, en stálpaðir unglii gar stunda vel Iaunuð störf í atvinnulífinu meira en áður var. Á Norðurlöndum hafa margar húsmæður það að aukastarfi að bera út blöð, og ef einhverjar reykvískar húsmæður vildu taka að sér að bera út Alþýðublaðið, þá vinsamlega hafi þær samband við afgreiðslu blaðsins hið allra fyrsta. Blaðapakki er sendur heim árla morguns, og starfið er fólgið í því að bera það til kaupenda við nærliggjandi götur. Fyrir þetta gætu húsmæðm- fengið dálitla vasapeninga, þær sem hug hefðu á. John Lyng verður utanríkisráðherra BARDAGAR ÞRÁTT FYRIR VOPNAHLSÍ: OsZó, 25. september (NTB) SÍÐAN norsku borgaraflokkarnir 'urðu ásáttir í gær um að Per Bor- 'ten verði forsætisráðherra stjórn- arinnar, sem flokkarnir mynda þegar þing kemur saman eftir hálf i a?i mánuð, hefur mikið verið bolla I lagt um skiptingu ráðherraemb- ættanna. Almennt er talið, að Bent Röiseland, leiðtogi Vinstri flokks- ins, sem talinn var líklegasta for- sætisráðherraefnið, verði leiðtogi borgaraflokkanna á þingi. Annav Framh. á 14 síðu. Nýju Delhi og Ravvalpindi. 25. sept. (ntb-reut.-afp). Formælandi indvérska land- varnaráðuneytisins sagði í nótt, að tiltölulega harðir bardagar hefðu brotizt út með'i indverskum og pakistönskum heifjsveittim á Burki-svæðinu skammt frá La- hore. Hann sagði, að stórskotaliðs árás hefði verið gerð á indverska lögreglustöð. Barizt var Indlandsmegin við Chogil-skurðinn, þar sem flokkur pakistanskra hermanna reyndi að þrengja sér balc við indversku varnarlínuna, að því er indverski formælandinn sagði. Jafnframt sögðu pakistanskir formælendur í Rawalpindi, — að Indverjar hefðu hafið skothríð á stöðvar Pakistana á Burkisvæð- inu kl. 17,30 í gær að staðar- tíma. Sagt var, að Pakistanar liefðu skýrt eftirlitsnefnd SÞ frá þessu broti á vopnahléssamningn- um. Seinna var sagt, að indverski herínn hefði brotið vopnahlés- samninginn á mörgum stöðum og að SÞ yrðu send harðorð mót- mæli. Eftirlitsmenn SÞ hófu í morg- un að staðantíma eftirlit meðfram vopnahléslínunni í Khemikaran- héraðinu í hinum pakistanska hluta Kasmírs. Pakistanar segja, að Indverjar hafi mörgum sinnum rofið vopnahléð á þessu svæði. Vopnahléslínan er óljós á þessurtt slóðum, en einhverjir hörðusti* bardagar stríðsins voru ’iáðir ein- mitt við bæinn Karan. Pakistanar segja að 2.000 indverskir hermenn hafi fallið í þessum barcögum, ea það hefur ekki verið staðfest. ■( Nú veiðist géð sðltunarsild Næstliðinn sólarhring fengu 48 skip samtals 45227 mál og tunnur af síld fyrin Austurlandi. Meiri- liluti skipanna var með prýðisgóð- an afla, eða 1000 tunnur og þar yfir, en aðrir fengu minna eins og gengur. Hér er um mjög góða söltunar- síld að ræða og fer hún að lang- mestu leyti til vinnslu á höfnum eystra. Eitthvert magn verður þó flutt til hafna fýrir vestan Langa nes. Síldin fékkst á sömu slóðum og fyrr, eða í Norðfjarðar og Reyðar* fjarðardýpi. Sl. þrjá sólarhringa hefur heildi araflinn á síldarmiðunum eystra komizt upp í rúmlega 175,000 mál og tunnur. Það verður að teljast ákaflega góð og jöfn veiði. Fyrsta sólarhringinn fengu 74 skip rúm lega 95 þús. mál og tunnur, annan sólarhringinn 48 skip, 31,800 mál og tunnur og nú síðast eins og fyrr en greint.. Meðalafli á 170 skip þessa þrjá sólarhringa er þannig ríflega 1000 mál og tunnur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.