Alþýðublaðið - 29.09.1965, Qupperneq 1
MiSvikudagur 29. september 19G5 — 45. árg. 218. tbl. — VERÐ 5 KR.
Wilson útilokar
nýjar kosningar
Blackpool, 28. 9. (NTB-Reuter.)
Uarold Wilson forsaetisráðhftrra
var fagiiað með dynjandi fagnaðar
hrópum og eindreginni traustsyf
irlýsingu er hann hafði haldið uppi
vörnum fyrir stefnu stjórnar sinn
ar í harð'ri ræðu á landsfundi
Verkamannaflokksing í Blackpool.
Tvö mikilvægustu atriðin í 70
mínútna ræðu hans um „ástand
ríkisins" voru vörn fyrir áform
um stjórnarinnar um að takmarka
fólksflutninga frá samveldislönd
unum og bein neitun á þeirri hug
mynd að komast að samkomulagi
við Frjólslynda flokkinn til þess
að treysta aðstöðu flokksins á
þingi.
Wilson sagði hinum 1200 fulltrú
um, sem þingið sitja, að nauðsyn
legt væri að takmarka fólksflutn
inginn til þess að forðast félags
leg vandamál, sem önnur. lönd ættu
við að stríða, og til að koma í
veg fyrir aukið kynþáttahatur og
fordóma í garð þeldökkra.
Wilson tók það skýrt fram, að
hann hefði ekki í hyggju að efna
til kosninga á næstunni. Hann
kvaðst mundu fagna sérhverjum
stuðningi af háifu Frjálslynda
flokksins við stefnu stjórnarinnar.
En ef stjórnarandstaðan gerði
stjóminni ókleift að halda störf
um sínum áfram mundi hann ekki
hika við að leita álits kjósenda.
Að loknum stuttum umræðum eft
ir ræðu Wilsons samþykkti flokks
þinglð tillögu þar sem látið var
í ljós traust á stjórnina og lýst
yfir áframhaldandi stuðningl við
hana.
Stórorrusta
í S-Vietnam
Askenasi-fjölskyidan við komuna til Reykjavíkur
í gærkvöldi. (Mynd: OO),
Askenasí leiknr
hér annaö kvöld
oooooooooooooooo
ISamningaíund-1
ur í kvöld I
Fundur vegna kaupdeilu X
prentara og prentsmiðjueig X
enda verður haldinn í kvöld. 6
Deilunni hefur enn ekki ver v
ið vísað til sáttasemjara. Ná 9
ist samningar ekki fyrir 1. X
okt. skellur á verkfall prent X
ara, en önnur félög bókagerð 6
armanna hafa ekki boðað y
verkfall. ^
0000000<X>000000<
Saigon, 28. 9. (NTB-Reuter.)
Mikil orrusta var að þróast í
kvöld með Vietcong- og Suður-Viet
namiskum stjórnarhersveitum á
svæðinu við Phu Cu-skarðið, um
það bil 480 km. norðaustan við
Saigon. Talið er, að Vietcong sem
venjulega berjast í 100 — 200
man.naj hópum, Jiafi sent 1.000
menn til orrustusvæðisins.
Flugvélar voru sendar til svæð
isins og eiga þær að aðstoða stjórn
arhersveitirnar og gera loftárásir á
stöðvar Vietcong. Fyrstu fréttir frá
stjórnarhersveitunum hermdu að
stjórnarhersveitirnar ættu í höggi
við 800—1000 hermenn Vietcong
eða tvær hersveitir. Nánari frétt
ir liggja ekki fyrir.
Vladimir Askenasí og Þórunn
kona lians komu til íslands með
vél Flugfélags íslands frá London
í gærkveldi, en Askenasi Ieikur
einleik með sinfóniuhljómsveit
íslands á hljómleikum í Háskóla
bíói annaö kvöld.
Hljómleikarnir annað kvöld eru
fyrstu hljómleikar sinfóníuhljóm
sveitarinnar í vetur, Af óviðráðan
legum ástæðum breytist efnisskrá
hljómleikanna þannig, að leikin
verða eingöngu verk eftir Beet
hoven, Egmont forleikurinn, Sin
fónía nr. 3 og píanókonsert núm
er 5., einleikari Vladimir Askenasí
sem fyrr segir. Stjómandi verð
ur pólski hljómsveitarstjórinn,
Bohdan Wodiczko.
Askenasí fer héðan strax og tón
leikunupi á fimmtudagskvöld en
lokið og fer þá flugleiðis til Banda
ríkjanna til hljómleikahalds, en
Þórunn kona hans og börn, þeirra
tvö, sem með þeim komu verða
hér hins vegar í hálfan mánuð.
Vladimir Askenasí fæddist í
Moskvu árið 1937. Faðir hans er
einnig píanisti. Hann settist fyrst
við hljóðfæni 6 ára gamall, en án
Framhald á 15. síðu
Nú fá Svíar eins sterkan bjór og
Norðmenn og Danir, þ.tf! með 3.6
% áfengismagni og þessi meðal
sterki bjór, eins og Svíar kalla
hann, verður algengasta bjórteg
undin í Svíþjóð. Fyrst um slnn
verður hörð barátta milli sænskra
og erlendra bjórframleiðenda um
þennan nýja og stóra markað. Er
lendu bjórfyrirtækin stauda befc
ur að vígi í þessari samkeppni, þar
eð þau hafa sent miklar birgðir
til Svíþjóðar, en sænskir bjórframi
leiðendur fá ekki að drcifa vöm
sinni fym en níu tímum áður en,
nýlenduvöruverzlanirnar opna.
Stokkhólmi, 28. 9. (NTB).
Stærsta sildin í sumar
Þessi faliega síld er ein sú stærsta, sem til Sigkifjarðar hefur komið.
Fannst hún nýlega í isíldarkassa á söltunarstöðinni Hafliöa hf. og kom í ljós
að hún var tæplega 40 sentímetra löng og rúm 700 grömm að þyngd. Ern-
hverjum datt í hug að mæla hana um mjttið, og reyndist ummál hennar
rúmir 22 sentímetrar. (Mynd: -ÓR)
9
>ooooooooo<>oooooooooooooooooooooooooooooooooooooo<
Aðfaranótt föstudags verður bjór
stríðið mikia í Svíþjóð útkljáð.
Frá og með 1. október fá Svíar að
drekka meðalsterkan bjór, þar eð
ríkisþingið komst að þeirri niður
(stöðu í vor að hinn venjulegi
Svíi væri nógu þroskaður til að
drekka þessa bjórtegund, sem kall
ast „pils“ og leyfði sölu hennar
í öllum nýlendnvöruverzunum. Til
þessa hafa Svíar aðeins getað
keypt sterkan bjór í áfengisverzlun
um og lageröl, sem kallast pilsn
er og hefur 2,8% áfengismagn.
SVÍAR FÁ Af>
DREKKA BJÓR