Alþýðublaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 16
-.....— • » Etns og kumigt er var þa'ö Eiríkur Gu'ðnason toll vörður, sem kom upp um sjéneversmygliö mikla. Nú segja gárungarnir, að næsta skip Jökla eigi aðvitaö að heita EIKÍKSJÖKULL. . . Kellingin sat og horfði á tívíið. Það var verið að sýna innan í gamla franska höll. Þegar kom að svefnherberg inu var sagt, að í þessu rúmi hefðu sjö franskir kóngar sofið. — Það hlýtur að hafa verið þröngt um þá, gall við í kellu. . . ý. í tilefni af fréttapistli í Baldurs á Ófeigsstöðum um \ mikla aðsókn kvenna úr Kinn í kartöflugarða þeirra Höfðhverfinga, kvað einn kartöflubóndinu eftirfarandi: Baldur skynjaði betur þá, brotthlaup stú!kna úr Kiuna þingum, ef litið fengi hann aðeins á undirvöxtinn hjá Höfðhverf ingum. Dagur á Akureyri Glöggt er gests augað, stendur einlivers staðar og við íslendingar höfum mikinn áhuga á áliti útlend- inga sem hiuga'ð koma, á okkur, það er að segja þ egar þeir bera okkur vel söguna, á röflið hlustum við ekki. Við viljum sjálfir kvarta yfir veðurfarinu, vegunum og dýrtíðinni, en þykir ósvífni þegar ókunnugir þykjast hafa yfir einhverju að kvarta. Nýiega var hér á ferð teiknarinn Ilenrik Flagstad og teiknaði liann þcssar myndir, en þær birtust ásamt meöf. textum í Politiken sl. sunnud. undir fyrir sögninni Cola-eldfjallið. Hvort hann ber okkur söguna vel eða illa, látum við liggja milli hluta, en alla- vega er gaman að lienni. \A Þessi hringráðstejna. höfðingja ræðir náttúrlega handritamálið Umræðurnar fara nokkurn veginn friðsamlega fram þar sem heitt vatnið dregur úr þeim allan mátt. Náttúran sér fyrir því. Heitar upp■ sprettur eru leiddar inn í vnenn• inguna ög gerir það að verkum að herskáir íslendingar geta slappað af í heita vatninu í útilaugum. Á veturna getur efri hluti líkamans verið við frostmark á sama tíma og æðri hlutinn hefur hitastig hel- vítis. Og svo erum við . í Vest- mannaeyjum, þar sem karl- menn eru karl- menn og konur eru konur og bítlarnir eru meirf bítlar en á öðrum stöð- um í veröldinni. Hér á yztu nöktu skerjum stökkva þorsk- arnir beint í peningaveskin in og saltur úð- inn framkallar þorstann. Þakkað sé Óðni og Þór fyrir „Svarta dauða’’ eins og landsmenn kalla eldvatnið, sem þeir framleiða. Reykvíkingar hafa losað sig við hestana, en i þeirra stað flýtur heill hráunstraumur dollaragrína á milli lítilla og svolítið stærri húsa, skreyttum amerískum auglýsingaskiltum. rStundum stanzar bílalestin vegna þess að siálfvirkur gírkassi verður ofurlítið ósjálfvirkur, en tæknileg óhöpp eru smámunir, aftur á móti sér maður oft dæmi um mánnlegan veikleika á almannafæri í höfuðborginni. Aðeins landfræðingar og súrrealistar geta lýst með orðum hinni ógn- vékjandi og stórbrotnu náttúrufegurð íslands, sem vex öllum ferða- rnöunvm í augum og tekur frá þeim alla löngun til að gerasl geim- farar. Þessi gáldraeyja býður uppá fleiri hrollvekjandi nautnir en Tungiið, Marz og Saturnus til samans. Stundum kemur fyrir ríðandi fólk að það verður að stíga af baki hesti sínum 100 km. fráhöfuðborginhi og söðla um upp á barstól í fútúristo um veitingastað, þar sem gengilbeinan er Helga fagra, óvinurinn hræði- leg Ijósastilling og menningin ryðst úm fyrir utan gluggann í líki fyr- yieröarmikils vöruflutningabíls. Og þá gefur maður sér löstunum á vald og sötrar í sig lapþunnt ölið og rifjar upp Njálu í huganum. sidcm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.