Alþýðublaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 4
 Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúl: EiSur Guönason. — Símaiv 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14906. AOsetur: Alþí'öuhúsiS við Hverfisgötu, Reykjavtk. — PrentsmiSja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakiS. Utgefandi: AIÞýSuflokkurinn. ÍSLAND OG EFTA AÐSTAÐA okkar ísle’ndinga, hvað varðar út- lutning ýmissa sjávarafurða til Efta landanna hef jr farið versnandi undanfarin ár. Er nú svo komið, að 10% 'tollur er á íslenzkum freðfiski, sem fluttur ■sr til Bretlands, en Danir og Norðmenn þurfa hins vegar ekki að greiða nema 3% toll af freðfiski, sem 3eir flytja þangað, og fellur sá tollur alveg niður oftir um það bil eitt og hálft ár. Hvað síldarlýsi við- kemur, þá er nú enginn tollur á síldarlýsi, sem flutt er inn til Bretlands frá Efta löndunum, en við verðum að greiða 10% toll af íslenzku síldarlýsi, sem flutt er þangað. Samtök útflytjenda sjávarafurða hafa bent á hve hættulegt ástand þarna er áð skapast, og dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra lét svo ummælt í fyrri viku, að það hlyti að verða eitt helzta viðfangsefni íslenzkra efnahags, og viðskipta- mála á næstu mánuðum og misserum að vega og meta kosti þess og gallla, að ísland gerist aðili að Efta. Hefur það mál verið í gaum gæfilegri athugun hjá stjórnvöldum nú um skeið en nokkur tími mun þó vafalaust líða þar til hægt verð- ur að taka ákvörðun. Gylfi benti á í ræðu sinni, að aðild að Efta myndi greiða fyrir útflutningi ýmissa íslenzkra afurða, þá væntanlega fvrst og fremst sjávarafurða til Efta land anna, en iviðskipti okkar yið þau hafa verið mjög mikil á undanförnum árum. Aðild að Efta mundi einnig geta skapað nýja útflutningsmöguleika fyrir ýmsar iðnaðarvörur, sem framleiddar eru hér á landi. En sú höfuðbreyting, sem aðild að Efta mundi hafa í för með sér fyrir ísland iværi, að hér yrði að afnema alla verndartolla. Afnám verndartolla mundi hafa veruleg áhrif á fjárhagsafkomu ríkissjóðs og einnig ber að hafa þá staðreynd í huga, að nokkur hluti íslenzks iðnaðar nýtur tollverndar, sem ekki er hægt að kippa burt í einu vetfangi Á þessum vettvangi blasa mörg vandamál við, sem leysa verður hvort sem ísland gerðist aðili að Efta eður ei. Gylfi benti á í ræðu sinni, að þótt við ekki tengjumst Efta á neinn hátt ler skipu- lögð tollalækkun á næstu árum brýn nauð- syn, bæði svo unnt verði að tryggja hagkvæm- ari nýtingu vinnuafls og fjármuna, en nú á sér stað og eins til að draga úr þenslunni innan lands með því að stuðla á þennan hátt að verðlækkunum. Slíkar tollalækkanir yrði auðvitað að framkvæma í áföhgum og gefa iðnaðinum hér á landi hæfilegan tíma til að laga sig að breyttum aðstæðum. Ákvarðanir um tengsl íslands við Efta verða að sjálfsögðu ekki teknar nerna að vandlega yfirveguðu ráðýog með það eitt í huga hvað þjóðarheildinni er fyrir beztu. 4 12. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐI9 Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Félagsfundur verður í Iðnó í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: „Aðalmál stjórnmá1 anna“. Framsögumenn: Emil Jónsson, ut anríkisráðherra Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra Eggert G. Þorst einsson, félagsmálaráðherra. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Nýtt Chrysler- umboð á íslandi Reykjavík — EG NÝTT fyrirtæki hefur tekið við umboði Chrysler bifreiðaverk- smiðjanna á íslandi. Néfnist hið nýja fyrirtæki Chrysler-umboðið Vökull og er til húsa að Hring- braut 121. Fyrri umboðsmaður Chrysler verksmiðjanna hér var Ræsir hf. Hið nýja fyrirtæki á von á. fyrstu bifreiðasendingunni frá Bandaríkjunum upp úr miðjum þessum mánuði, en það mun auk þess að annast sölu nýrra bifreiða, einnig annast varahlutasölu og viðhald bifreiða af gerðunum Dodge, Chrysler og Plymouth, sem allar eru framleiddar af Chrysler verksmiðjunum í Bandaríkjunum. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veltir aukið öryggl í akstri. BRID GESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerSir. Gúmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Síml 17-9-84. Alþýðublaðið óskar að ráða blaðburðarbörn í eftirtalin hverfi: Teigagerði Miðbæ Laugaveg, neðri H-verfisgötu, efri Kleppsholt Miklubraut. Skjólin Hverfisgötu, neðri Tjarnargötu Seltjarnarnes I. Laufásvegur Starfsstúlkur óskast að ivistheimilinu Arnarholti. Upplýsingar að Amarholti í síma um Brú- arland. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Hefi flutt skrifstofu mína frá Hafnar- stræti 15 að Ármúla 6 Sími 3-88-75 GUNNAR R. MAGNÚSSON löggiltur endurskoðandi. Pappirsumbúöir Umbúðapappír, hvítur 40 og 57 cm rúllur Kraftpappír, 90 cm rúllur Umbúðapappír, brúnn 57 cm Smjörpappír 33x54 og 50x75 cm Pappírspokar, allar stærðir Cellophanepappír í örkum Brauðapappír 50x75 cm. Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson & Co hf. SÍMI 1-1400.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.