Alþýðublaðið - 02.11.1965, Side 1
Þriðjudagur 2. nóvember 1965 - 45. árg. — 249. tbl. — VERÐ 5 KR,
Húsnæðismálastjórn tíu ára
HINN 22. MAÍ 1955 ivoru samþykkt lög frá Alþingx um húsnæðismálastjórn,
veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Samkvæmt lögurri
þessum var Húsnæðismálastofnun ríkisins sett á stofn og voru fyrstu lánin frá
stofnuninni afgreidd hinn 2. nóvember það ár. Eru því í dag tíu ár liðin frá því að
veðlánastarfsemi þessi til íbúðabygginga í landinu hófst, og af því tilefni hefur
Húsnæðismálastjórn gefið nokkurt yfirlit um starfsemina á liðnum áratug.
OCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOO
ileiri tækni og
ódýrari íbúðir
Við athugun hefur komið í ljós,
að á þeim tíu árum, sem stofnun-
in hefur starfað, hafa verið veitt
25007 lán til íbúða, en heildarupp-
hæð þeirra er kr. 834,462 millj.
króna. Lánafjöldi tii hinna ýmsu
byggðarlaga hefur verið mjög mis-
mtinandi en langsamlega flest ián-
in hafa verið veitt til íbúðabygg-
inga í Reykjavík eða til 4158 í-
býða. í Kópavogi hafa verið veitt
lán til 906 íbúða, til 413 íbúða á
Akureyri og til 407 íbúða í Hafn-
arfirði.
Húsnæðismálastjórn hefur enn-
fremur á sama tímabili annast lán
vaitingar vegna útrýmingar heilsu
spillandi húsnæðis. í því skyni
hafa á sl. tíu árum verið veitt 75
l;jn að upphæð samtals kr. 60,-
750 millj. króna á 612 íbúðir. Er
þó þess að gæta, að sem stendur
hafa verið veitt bráðabirgðalán að
upphæð 16.250 millj. kr. til út-
rýmingar heilsuspillandi húsnæð-
is og er því heildarupphæðin í
rauninni samtals kr. 77 milljónir.
Á því tímabili er liér um ræðir
liafa lánsupphæðirnar verið mjög
misjafnlega háar. Fram til ársins
1962 var heimild í lögum til lána
allt að 100 þús. kr. út á hverja
íbúð, en yfirleitt var ekki unnt
1965 eiga rétt til 280 þús. króna '
lána.
Lánveiting sú, sem nú er hafin
verður væntanlega hin hæsta, sem
fram hefur farið í sögu stofnunar-
innar og aldrei hafa jafn margir
umsækjendur fengið lán og vonir
standa til, að nú verði unnt að
veita.
Þýðingarmikill þáttur í starfi
Húsnæðismálastofnunarinnar er
rekstur teiknistofu, en starf henn-
HUSNÆÐISMALASTJÓRN hefur náð mikils
'i verðum árangri í starfi sínu síðastliðinn áratug,
#
. og eru framfarir siðustu ara serstaklega athygl
isveðar, sagði Eggert G. Þorsteinsson, húsnæðis
málaráðherra, er Alþýðublaðið átti við hann
stutt viðtal í tilefni af afmæli húsnæðismála-
stjórnar. Eggert var raunar formaður þeirrar
stjórnar um langt árabii.
Eggert sagði, að verkefni næstu framtíðar í
húsnæðismálum væru að liagnýta fullkomnustu
tækni til að lækka byggingakostnaðinn og bæta
þannig hag almennings. Væri mikilsvert að sam
eina alla krafta í byggingariðnaðinum í sókn að
því marki. Þyrfti síðan að auka enn fjárútvegun
til byggingamálanna til að tryggja, að íslending
ar verði um alla framtíð vei hýst þjóð.
<1
Framhald á 15. síðu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Óskar Hallgrímsson,
að lána þá nema 70 þús. kr. til
hverrar íbúðar, einkanlega fyrst
í stað. Árið 1962 var heimild þessi
hækkuð í 150 þús. kr. á íbúð og
hefur síðan yfirleitt verið reynt
að veita umsækjendum liámarks-
lán til hverrar íbúðar. í þeirri lán-
veitingu, sem nú stendur yfir, eiga
þeir umsækjendur rétt á 200 þús.
kr. lánveitingu, er hófu byrjunar-
framkvæmdir eftir 1. apríl 1964.
Þeir umsækjendur sem hófu byrj-
unarframkvæmdir eftir 1. janúar
Athyglisvert nýmæli tek-
ið upp í ákvæðisvinnu
Reykjavík. — GO.
ÞANN 29. apríl í vor var und-
irrilað samkomulag milli Félags
löggiltra rafvirkjameistara og Fé-
lags íslenzkra rafvirkja um nýtt
fyrirkomulag við ákvæðisvinnu. Á-
kvæðisgrundvöllurinn er byggður
á tímamælingum, sem farið hafa
fram á vinnustöðum og einnig er
stuðzt við hliðstæðar tímaskrár af
norskum, dönskum og bandarísk-
um uppruna. í ákvæðisvinnugrund
vellinum fylgja ítarleg fyrirmæli
um hvernig skila skal verki af sér,
þannig að ekki verður hægt að ná
meiri afköstum á kostnað vinnu-
gæða.
Félögin leituðu aðstoðar Iðnað-
armálastofnunar íslands um fram-
kvæmd ákvæðisgrundvallarins. —
Þannig var skipuð ákvæðisvinnu-
nefnd beggja félaganna í vor, en
oddamaður hennar var skipaður
af IMSÍ og er jafnframt formað-
ur. Nefndin er skipuð þessum
mönnum: Þorláki Jónssyni frá
meisturum, Magnúsi Geirssyni frá
rafvirkjum og Andrési Andréssyni
frá IMSÍ. Nefndin hefur eignx
skrifstofu og sér formaður um
starfrækslu hennar.
Hlutverk nefndarinnar og skrif-
stofunnar skal m. a. vera sem hér
segir: j
Að yfirfara alla ákvæðisvinnu-
Framhald á 15. síOu.