Alþýðublaðið - 02.11.1965, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 02.11.1965, Qupperneq 7
Skrifstofan er á Hverfisgötu 4. Opin 9 — 5, nema laugardaga 9 — 12. Gengið inn frá Hverfisgötu. Síminn er 22710. Pósthólf 805. | Námskeið í Ijóstækni LJÓSTÆKNIFÉLAG íslands gekkst fyrir kvöldnámskeiði fyrir forstöðumenn og afgreiðslufólk raftæk.iaverzlana, dagana 11.—14. öktóber í Iðnskólanum í Rvík. Erindi voru haldin um eftirtalin efni: Eðli ljóssins, hugtök og regl- ur. Kröfur til góðrar lýsingar. Frá gangur rafbúnaðar lampa. Ljós- gjafar og ijósbúnaður. Lýsing í heimilum. — Auk þess var rætt um lýsingu í verzlunum, sýningar- gluggum, skrifstofum, verkstæð- um, skólum og víðar. Námskeiðið sóttu forstöðumenn eða starfsfólk eftirtaldra fyrir- tækja og verzlana: Dráttarvélar hf. Electric hf., Lampinn, Rafiðjan hf. Raforka, Raftækjastöðin, Rafha h- f., Reykjafell hf. Haustfundur Ljóstæknifélags- ins vcrður haldinn 3. nóvember í Tjarnarbúð og fjallar hann að þessu sinni um lýsingu í heimilum. FINNSKUR STYRKUR FINNSK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenzkum fræði- manni, rithöfundi eða listamanni til dvalar í Finnlandi til að stunda fræðistörf eða kynnast finnskum bókmenntum og listum. Til greina kemur að veita tvo styrki, er nemi hvor um sig 450 — 550 finnskun? mörkum um allt að 4 mánaða skeið. Styrkumsóknum skal komið lil menntamálaráðuneytisins, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg, fyr- ir 1. desember 1965. Auk almenn- ra upplýsinga um umsækjanda skal í umsókn tekið fram, hversu lcngi umsækjandi hefur hug á að dveljast í Finnlandi og greina ít- arlega frá tilgangi fararinnar. — Umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. ÆSKAN ÆSKAN, 10. tölublað þessa ár- gangs, er komin út. Er hún fjöl- breytt að efni að vanda og prýdd mörgum myndum. í blaðinu eru sex framhaldsmyndasögur. Meðal greina eru ávarp framkvæmda- nefndar herferðar gegn hungri og sagt er frá ævintýrum Churchills í búastríðinu rétt fyrir aldamótin síðustu. Auk þessa eru margar sögur og fleira við hæfi barna. Happdrætti Alþýðublaðsins leyfir sér að minna velunnara sína, sem eru margir nær og fjær á, að sala miða er í fullum gangi. Það verður dregið 23. desember og vinningarnir eru 3 bílar. 1. Volkswagen-bifreið kr. 150,000,00 2. Volkswagen-bifreið — 150,000,00 3. Landrover-bifreið — 145,600,00 Þetta er samtals kr. 445,600,00 Það er því til milcils að vinna. -fe Miðinn kostar kr. 100,00. Miðar eru sendir heim ef óskað er, bara hringja og panta, og miðarnir sendir um hæl. Góður ðfli frá Patreksfirði Patreksfirði. — ÁP-GO. HÉR hefur verið sæmilegur afli á línu, þegar gefið hefur. 2 stórir bátar eru byrjaðir róðia, þeir Dofri og Sæborg. Einnig eru tveir byrjaðir frá Sveinseyri 1 Tálknafirði, þeir Sæfari og Guð- mundur frá Sveinseyri. Tíðarfar hefur verið risjótt og blautt, en nú er að þorna til. TIL SÖLU 4ra herb. íbúð hjá Byggingaj- félagi verkamanna, Kópavog-L Félagsmenn hafa forkaupsréit lögum samkvæmt. Þeir, félagsmenn er vilja no'a forkaupsi'étt sinn, tilkynni þa<ý fyrir 7. þ.m. til gjaldkera ’íé- lagsins, Helga Ólafssonar f á> skrifstofu hans á SkjóibrautÍT. ' "■ ftj í Stjórnin. j| ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. nóv. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.