Alþýðublaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 7
EFTIRFARANDI bækur frá Kvöldvökuútgáfunni hafa blaðinu borizt: SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÓGI. Endurmirmingar samferða- manna um Davíð Stefánsson. Bók- ina rita þessir menn: Árni Kristjánsson píanóleikari: Fáein minningarorð. Þar lýsir höfundur Davíð á heimili hans. Heimsókn þeirra Davíðs að gröf Frödings og sam- veru þeirra í Svíþjóð. Árni er einn þeirra núlifandi manna, sem þekktu Davíð bezt. urðu til á leið yfir Reykjaheiði. Kristján Jónsson borgardóm- ari: Með Davíð var gott að vera. Þar segir frá hvernig ljóðið Skógarhindin varð til. Páll ísólfsson: Á ströndinni. Höfundur segir frá samveru þeirra í ísólfsskála og samvinnu þeirra sem listamanna. Sr. Pétur Sigurgeirsson: Eg kveiki á kertum mínum. Þar segir frá hvernig þessi fagri sálmur varð til. Nk. laugardag verður leikrit Art hur Miller, Eftir syndafallið sýnt í 15. sinn í Þjóðleikhúsinu. Aff- sókn aff leiknum hefur veriff góff. Rúrik Haraldsson og Ilerd's Þor- valdsdóttir leika sem kunnugt er aðallilutverkin, og liafa þau hlotiff mikið lof fyrir frábæra túlkun í þessum erfiðu lilutverkum. Fyrir nokkru var frumsýnt nýtt leikrit eftir Miller í New York, er nefnist INCIDENT AT VICHY: Vakti frumsýning þessi mikla at- hygli eins og jafnan þegar leikrit er frumsýnt. eftir Arthur Miller. Myndin er af Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur í hlutverki sínu. Skálholt ekki aðrir fjallað um þetta safn en þeir sem af alhug hafa verið að fylla, bæta og binda. Þegar ég hefi endanlega geng- ið frá safninu, mun það ekki taka meira en eina til fimm mínútur að finna hverja þá bók sem óskað er eftir að sjá. Eg tel mig ekki geta gefið tæm- andi upplýsingar um metrafjölda né bindafjölda í hverjum flokki meðan hillur eru ekki allar komn- ar upp og móttöku ekki lokið. Enn eitt get ég sagt ykkur, að merkara safn hefi ég aldrei haft með að gera og betri ‘bókakaup hafa aldrei verið gerð á íslandi. Helgi Tryggvason bókbindari. 3 nýjar bækur frá Kvöldvökuútgáfunni Sr. Björr. O. Björnsson: Boffnarbræður. Sr. Björn segir frá skáldafé- laginu Boðn, sem stofnað var í Kaupmannahöfn. Hvernig Davíð gerðist meðlimur þess og birtir sýnishorn af fyrstu ljóðum hans, eins og þau voru innfærð í fund- argerðarbók félagsins. Þá segir hann frá samvinnuskáldskap Da- víðs og Hallgríms Hallgrímssonar. Hvernig ljóðið Nirfillinn varð til og hvernig Davíð og Ragnar Ás- geirsson læknuðu Hallgrim af ill- kýnjuðu tannkýli á nokkuð ó- véhjulegan hátt. Brynjólfur Sveinsson yfirkenn- ari: Höfðingi í rílú íslenzkrar tungu. Þar lýsir höfundur samvinnu sinni við Davíð sem prófdómanda og vinnubrögðum Davíðs við prófarkalestur. Eiður Guðmundsson frá Þúfnavöllum: Ætt og uppruni. Þar segir frá umhverfi því sem Davíð ólst upp í, Fagraskógar- heimilinu og ættmönnum skálds- ins. Einar Guðmundsson frá Hraun- um: Nokkrir æviþættir. í greininni lýsir hann æsku- leikjum þeirra frænda, slcólaveru og skrínukosti þeirra í Kaup- mannahöfn. Hvernig ljóðið Eirð- arlaus varð til eftir misheppnað stefnumót Davíðs við danska blómarós. Síðan rekur hann ævi- feril Davíðs í stórum dráttum og skýrir að lokum frá hvernig and- lát hans bar að. Helga Valtýsdóttir leikkona: Mín mynd af Davíð Stefáns- syni. Leikkonan segir frá heimsókn sinni til Davíðs og er hann sfeipti bókum eftir föður sinn milli þeirra systra. Hulda Ásdís Stefánsdóttir sk.óla- stjóri: Frá æskudögum. ’ Hún segir frá æskukynnum þeirra Davíðs. Veru þeirra í Kaupmannahöfn. Ferðalagi úr Eyjafirði norður í Fljót og hvern- ig- fyrstu drög að Dalakofanum Ríkarffur Jónsson myndhöggv- ari: Ferff til Ítalíu meff Davíff o. fl. Ríkarður segir frá ævintýrum þeirra Davíðs, Tryggva Svörfdðar og Valdimars frá Kálfaströnd í íerðinni. Hvernig Davíð gerðist barnfóstra í járnbrautarlest. — Heimsókn þeirra til páfa, komu í Bláa bellinn, þegar Davíð lék ís- hafsprest og hvernig ljóðið Katarína varð til. Sígurffur Nordal prófessor: Mimiingarorff og litið í gömul bréf. Höíundur segir frá samveru þeirra í Kaupmannahöfn, þroska ferli ''Davíðs á skáldabrautinni og birtir kafla úr gömlum bréfum og nokkiu' gömul kvæði. sem Davíð sendi honum og ekki hafa birzt. Steingrímur ,T. Þorsteinsson prófessor: Skáldiff aff norðan. Þar segir höfundur frá nánum kynnum sínum af skáldinu. Skáld- skapareinkennum þess, gildi og bókmenntastöðu, og segir m. a. frá hvernig kvæðið Krummi varð lil og stefið í kvæðinu Það er bezt. Framhald á 10. síðu nn um Eg tel mig þurfa að skrifa fá- ein orð um þetta safn, vegna orð- rórns sem komið hefur verið á kreik um það, að horfið hafi út úr safninu. > Við ykkur sem hafið lagt fram peninga, eða ætlið að gera það, til að kaupa þetta stórmerka safn vil ég segja þetta: Eg hefi nú tekið á móti nálega öliu safninu, aðeins tveir smá- flokkar eftir og nokkrar bækur sem verið er að binda en fara síðan hver inn í sinn flokk. Eg hefi merkt við hverja bók við móttöku, og enga bók vantað, hvorki úr söluskránni sem fylgdi safni Þorsteins, né öllu því sem Kári hefur bætt við, enda hafa Syndafall Millers ANDRÉS AUGLÝSIR NÚ! er ekki lengur þörf að fara effleiiclis íil að .. j kaupa ódýr föt. Vönduð erlend karlmannaföt kosta hjá i ANDRÉSI kr. 1.490,-; 1.690,- o>g 1.990,-. Skrifstofumaður og skrifstofustúlka óskast. Umsóknir ásamt upplýsmgum um menníun og fyrri störf senclíst sem fyrst. Skipaútgerð rtkisins. -1 Ásprestakall Framhaldsaðalfundur bræðrafélags Ás- prestakalls verður haldinn í safnaðarheimi] i Langholtssafnaðar í kvöld, fimmtud., kl. 8,30. . Unáirbúnmgsnefndin. Áskriftasíminn er 14900 Hið vinsæla SÚKKULAÐIKEX komið aftur. Fæst í næstu matvörufeúð. Heildsölubirgðir: Sig Þ. Skjaidberg hf., ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. nóv. 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.