Alþýðublaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 12
Biblían í endurskoðun I Eg stalst í kfossgátu kerl úigarinnar. l»ar vantaði sjö stafa orS fyrir, „irekkur of *nákiS“. AuSv&að settó égr kallian. Menn eru sýknt og heilagrt a® rifast um það, hvort Leif ur heppni sé íslehzkur eða norfdkur. En hvort skyldi Ósk ar-kóngrur, sem lagður er niá ur í Hafnarfirði, vera norsk ur eða íslenzkur? Mikið asskoti eru íslendingar skemmtilega kristnir þeir sem eru kristnir. Samkvæmt eðli málsins verður að telja að allir prestar, sóknarnefndarmenn og safnaðar- fulltrúar séu kristnir, en um það liefur þó verið deilt og er enn. Þó þykir manni skörin farin að færast upp í bekkinn, þegar fram antaldir hópar manna eru farnir að deila um það innbyrðis, hvort tiiteknir prestar séu kristnir eða ekki. Allir prestar, sóknarnefndar- menn og safnaðarfulltrúar halda svokallaðan almennan kirkjufund og nýlega var sá 15. haldinn í Reykjavík. Eftir fréttatilkýnningu frá fundinum að dæma, héfur þar verið fjallað um mörg þjóðþrifa- og mannúðarmál og gerðar um þau hraustlegar samþykictir og yf- irlýsingar. T.d. skorar funduririh á háttvirt Alþingi að samþykkja nú þegar og undanbragðalaust frumvarp um Kristnisjóðf En það er rúsínan í pylsuend- anum, sem vakti athygl'i uridir- ritaðs á þessum almenna kirkju- fundi. í 8. grein tilkynnihgarinn- ar er komizt að orði á þessa leið: „Hinn almenni kirkjufundur á- lítur það vítavert, að embættis- menn þjóðkirkjunnar fari óvirð- ingarorðum í ræðu og riti um vora heilögu kirkju, þær kenningar hennar eða það starf henriar, sem er ótvírætt í samræmi við Guðs orð.“ Það er höfuðklerkur höfuðbörg- arinnar sem á sneiðina fyrir þá • sök að hann vék að þvi í kirkju- þætti eins dagblaðsins í Reykja- vík, að tími væri til kominn að kirkjan viðurkenndi dauðánn sem líffræðilega staðreynd, en væri ekki að burðast með syndafalls- kénningu biblíunnar svo fráleit sem hún væri og stangaðist á við. nútíma hugsun Skoðun kii’kjufundarins sam- kvaemt 8 grein tilkynningarinnar er sem sé, að biblían sé Guðs orð hreint og ómengað. Samkvæmt því hefði legið beinast við að 9. gr. Nýtt rit Íítgráfa 'á Isalandi meS ágætum aögð er áð standi. Baekurnar, blöð og pésa ■ börn o® fullorðnir lesa. Nýr Sfcormur var nafnið, iþegar nýtt rit bættist í safnió'. Verra heiti vart gretur, jrvi Vindgrangrur iiæfði því betur. Kankvís. ::1 ? Gunnar á Hlíðarenda tsökk hæð sína í loft upp í öllum herklæðum margnefndrar tilkyisningar hefði, fordæmt nútímavísindi sem viílu- j trú og þá einkum og sér í lagi ( kenningar Darwins um uppruna tegundanna. En því er ekki að heilsa 1. liður 9. gr. skorar á alla i i landsmenn, sem láta kristnidóms- mál sig nokkru skipta, að þeir „leggist á eitt um.að styrkja stárf Hins íslenzka Biblíufélags að því að ljúká sem fyrst þýðingu og endurskoðun Biblíunnar og Nýja- testamentisins.“ Þarna liefur hinn almenni kirkju fundur heldur betur bitið í skottið | á næstu grein á undan, þar sem i endurskoðun Biblíunnar er for- dæmd sem liið argasta guðleysi. Og greinarnar eru 10 eins og i boðorðin og sú síðasta er ekki lökust. Samkv. tillögum manns, sem hcfur fengið á sig orð fyrir að vera snöggtum kaþólskari en páfinn, vill kirkjufundurinn láta fara fram könnun á kristnihaldi og trúariífi landsmanna. Hætt er nú við að þá kæmi margt skrítið fram í dagsljósið, sem yrði hin- um almenna kirkjufundi tormelt. Að öllu þessu athuguðu telur undirritaður rétt að halda fast við sína trú, enda álítur hann enga skönun að því að trúa á Gunnar á Hlíðarenda, eins og einn ágætur skörungsmaður í höfuðborginni. Einnig gefur þessi trú honum tækifæri til að hafa marga hálf- guði og minni spámenn, sem hægt er að gripa til eftir hentugleikum og síðast en ekki sízt þarf hann aldrei að taka samþykktir hins almenna kirkjufundar til sín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.