Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 6
« GLUGGINN Kona brennir eigin- mann sinn til bana Nýlega kveikti 29 ára dönsk kona í manni sínum og lézt hann af afleiðingum brunans. Konan hellti henzíni yfir manninn, með- an hann svaf og kveikti síðan í. Morð sem þetta er það fyrsta sinnar tegundar skráð í bókum lögreglunnar. Konan sagði fyrir réttinum, að hún hefði lengi hugs- að um að myrða mann sinn með því að brenna hann. Hún sagðist ekki hafa getað þolað óþreytandi dugnað hans, en maðurinn var einn duglegasti verkamaðurinn í sveitinni, þar sem hjónin bjuggu. Einnig kom fram í frásögn konunnar, að hún hafði sjálf ætlað að fremja sjálfs- morð með því að brenna sig á sama báli og hún brenndi mann sinn. Þó ber frásögn konunnar ekki saman, stundum segir hún alls ekki hafa ætlað að fremja sjálfsmorð. Hún hafði undirbúið morðið á mannni sínum nákvæm- lega. Hún keypti eina flösku af benzíni, en stal þar að auki annarri flösku, til þess að vekja ekki grunsemdir. Síðan hafði hún rifið miðana af flöskunum til þess að ekki sæist, hvað væri í flösk- unum. Að síðustu braút hún svo allar rúðurnar í stofunni til þess að láta lögregluna halda, að hún væri vitskert. Lögreglan komst að þeirri nið- urstöðu, að þessi atriði bentu til að morðið hafi verið undirbúið nákvæmlega, án þess að konan hafi hugsað um sjálfsmorð. Gamlar i myndir Það er ekki víst, að marg- a ir þekki stúlkurnar tvær á X myndunum, en þær eru báð- 0 ar heimsfrægar leikkonur. V Unga stúlkan er Elísabeth Y Taylor, sautján ára gömul , X en litla telpan, sem situr X með hundinn í fanginu er 0 Julie Andrews, sem gat sér V mikla frægð fyrir leik sinn Y í „My fair lady“ á Brodway, X og einnig fyrir leik sinn í X myndinni „The sound of X music“. X Kim Novak og maður hennar Myndin hér að ofan er af Kim Novak og manni hennar, Richard Johnson, sem einnig er kvikmynda leikari. Þau kynntust við töku myndarinnar „Amorous Adventures of Moll Flanders". og giftust snemma á þessu ári. Kim er 31 ára að aldri og hafði lengi verið ein eftirsóttasta ógifta stúlkan í Hollywood. Maður hennar, Richard Johnson er enskur, fæddur í Essex 1927 og var Shakespeare-leikari, áður en hann fór í kvikmyndirnar. NYTSEMI KJARN- ORKUNNAR Kjarnorkan er að verða mikils- verð fyrir atvinnulíf Evrópuþjóða. 29 Evrópulönd hafa nú lagt 4089 milljónir dollara til kjarnorku rannsókna. 230 þúsund manns vinna nú yið 160 kjarnorkustöðv- ar, en 26 þeirra eru atómrafstöðv- ar, þar sem rafmagnsaflið er meira en 3 þúsund megawött. Árið 1970 er aætlað, að rafmagnsafl- ið verði næstum 15 þúsund mega- wött. Eitt megawatt er 1000 kíló- wött. En er þá nóg úraníum til í jörð- inni til þess að nota í kjarnorku- stöðvunum. Á Vesturlöndum er nú vitað um úraníumjarðlög, þar sem eru um 1 milljón tonn. En áætlað er, að innan ársins tvö þúsund verði minnst notað um 1 og l-i. milljón tonn af úraníum. Það verða notuð um 650 þúsund tonn í Evrópu, þar sem aðeins er vitað um jarðlög með 500 þús. tonnum. Samt er ekki ástæða til að óttast úraníumskort. Ný jarð- lög hljóta að finnast. Ef að olía fyndist ekki stöðugt í jarðlögum, myndi öll olía verða búin' eftir fjöi-utíu ár. Sama gegnir um kop- ar og nikkel. Og nú er vitað, að til eru málmlög, þar sem úraníum finnst í litlum mæli, en það verð- ur dýrt til vinnslu. Enskir vísinda- menn hafa sýnt fram á, að hægt er að vinna úraníum úr sjó, og verður hægt að vinna mikið úr- aníum á þann hátt, en auðvitað er slík vinnsla mjög dýr. Síð- ustu 10 ár hefur málmurinn ekki fundizt að neinu ráði, og er áætl- að að hafizt verði handa um úr- aníumleit, í síðasta lagi 1970. Það eru sérstaklega Frakkland og Spánn, sem áhuga hafa á málm- leitinni. Frakkland hefur nú eytt til þess 350 milljónum franka og Þjóð- verjar 17 miiljónum marka. Frakkland, England og Ítalía hafa þar af auki hafið rannsóknir utan sinna eigin landa. Haldið er fram, að bráðlega verði að vinna 80 milljónir tonna'af úraníum á ári til þess að sjá Vesturlöndum fyrir þörfum. Níu lönd eru nú að byggja a- tómstöðvar, en það eru England. Frakkland, Ítalía, Þýzkaland, Belgía, Austurríki. Sviss, Spánn, og Sviþjóð. Það voru Englending- ar, sem opnuðu fyrstu kjarnorku- stöðina í Evrópu árið 1956. Það var í Calder Hall og nú eru níu sams konar kjarnorkustöðvar aðr- ar í Englandi, og þar er kjarnorku- aflið mest af löndum Vestur-Ev- rópu, 2862 megawött, næst kemur Ítalía með 612 megawött, Frakk- land með 357 megawött og Þýzka- land með 65. Fyrir árið 1969 munu verða í Englandi kjarnorkustöðv- ar með afli sem nemur 5500 mega- wötturn, í Frakklandi 1650 rnega- wöttum og í Þýzkalandi 1000 C 20. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.