Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 8
Víðtæk herferð var hafin. Slag orð eins og „Claus Heráus“ (Burt með Claus) voru máluð á húsveggi um allt landið og æstir stjórn- málamenn voru alvarlega í vafa um hvort þeir gætu stutt frum varp stjórnarinnar um samþykki við ráðahaginn. ★ BARÁTTAN MISTEKST. „ En allt í einu fór baráttan út um þúfur. Búizt var við að 500.000 manns undirrituðu mótmælaskjal gegn ráðahagnum en aðeins 60.000 undirrituðu skjalið. Skoðanakannanir leiddu í ljós, að aðeins 11% þjóðarinnar voru eindregið á móti ráðahagnum. Skar ar af fólki, aðallega kvenfólk, fóru að fagna Claus von Amsberg og Beatrix hvert sem þau fóru. Og í hinni mikilvægu atkvæðagreiðslu í þinginu studdu 132 þingmenn ráðahaginn en aðeins 9 voru á móti, og var það þakkað skeleggri ræðu Cals forsætisráðherra. Ef aldrei áður hefur munað eijns li'.lu að lýðveldi væri stofnsett í Hollandi hefur hollenzka konungs fjölskyldan ekkert að óttast. Ástæðan til hins breytta almenn ingsálits er tvíþætt: í fyrsta lagi hefur mál betta dregizt mjög á langinn í öðru lagi kemur Claus von Amsberg vel fvrir. Allir virð ast vera orðnir svo leiðir á málinu, sem búið er að skrifa og deila um mánuðum saman, að hnevkslun almennings hefur dvínað. Ekkert nýtt hefur komið fram til að end urvekja áhugann. Fortíð von Ams VON AMSBERG í SÁTT bergs reynist ekki hafa verið neitt voðaleg þrátt fyrir þátttöku hans í Hitlersæskunn’. Og áreiðanlegt er, að kvenfólkið fvlgist af áhuga með hinum frét.tnæmu atburðum sem eru í vændum, giftingunni og fæðingu prins eða prinsessu. ★ GÓÐUR DIPLÓMAT 8 20. nóv. 1965..-— ALÞÝÐUBLAÐIÐ Júlíana HoIIandsdrottning flytur hásætisræðu við þingsetningu. HELZTA skemmtun Bernharðs Hollandsprins í tómstundum sín- um er að hrinda fólki í sundlaug ar í öllum fötum. Hann hrinti konu sinni, Júlíönu drottningu, í isundlaug eina þegar þau voru á ferðalagi í hollenzku Vestur-Indí um í síðasta mánuði. Og þegar fjórir konunglegir, hollenzkir blaðamenn, sem misst höfðu af öllu saman, skunduðu á vettvang til að fá fréttir af atburðinum, hrinti hann þeim í laugina lika. Til að kóróna allt saman ýtti hann yfirmanni hollenzku upplýs ingaþjónustunnar út í laugina í fúllum veizluklæðum. Þessi sérkennilega tómstunda- iðja er þeim mönnum engin hneykslunarhella, sem skilja hví líku hundalífi það fólk lifir sem hefur það að atvinnu að vera við statt opinberar athafnir, en hún er einkennandi fyrir hollenzku konungsfjölskylduna. Hún verður að vera svo stranglýðræðisleg í Oþ’nberu lífi að hún veitir gremju sinni útrás með alls konar sér- vizku í einkalífi sínu. Þegar Júlíana drottning leitaði á náðir skottulæknis í Amster dám þrjóskaðist hún i meira en ár við að slíta sambandinu, sem J>jóð!n og ríkisstjórnin töldu fyrir neðan allar hellur.1 1 Þegar dóttir hennar, Irene Prins essa, varð ástfangin af laglegum, ungum manni, sem einnig reynd ist vera metnaðargjarn meðlimur rómversk kaþólskrar fjölskyldu (sem hinn venjulegi Hollending ur fyrirlítur) taldi prinsessan á- stæðulaust að snúa baki við hon um. Hún giftist Carlos Hugo, prins af Burbon Parma, og afsal aði sér ríkiserfðum. ★ ÁKVÖRÐUN PRINS- ESSUNNAR ( , Og þegar Beatrix krónprinsessa ákvað að giftast Claus von Ams berg, fyrrverandi hermanni úr skriðdrekahersveitum Hitlers og meðlim’ í Hitlersæskunni, taldi hún líka ástæðulaust að fórna ást sinni á altari skyldunnar. Því miður hefur þessi sérvizka konungsfjölskyldunnar gert hana ákaflega umdeilda, 'ekki sízt vegná Claus von Amsberg kemur óað finnanlega fram. Hann er frábær dipiómat. Hann hefur forðast allt það, sem vakið getur deilur, og þessa dagana tekur hann þátt í námske!ði í hollenzkri tungu, sögu og landafræði af miklum áhuga. Hann ekur 60 mílur á degi hverj um til þess að sækia námskeiðið ög fara á fund hollenzkra émbætt ismanna og stiórnmálamanna. Öllum fellur vel við liann og per sónuþokki hans er slíkur að allir gleymá því að hann var eitt sinn borgari í óvinalandi. Hollenzka þjóðin minnist þess að í þrjár kynslóðir hafa meðlimir hollenzku konnngsfiölskylclunnar gengið að eiga Þjóðverjá, frá Hinrik konungi og Vilhelminu drottningu til Júlíönu drottning- ar, svo hví skyldi Beatrix prins essa ekki gera hið sama? Þegar hollenzka konungsfjöl- skýldan saman í kring- um sjónvarp'ð til að fylgjást með þingræðunum var Claus von Ams berg sá eini sem var rólegur. Reyndur diDlómat er kominn í fjölskylduna og það er einmitt það sem hollenzka konungsfjöl skyldan þarfnast. . . - I. Beatrix krónprinsessa og- Claus von Amsberg. þess hve dæmin um sérvizku fjöl skyldunnar hafa verið mörg á til tölulega skömmum tíma. Margir hollenzkir stjórnmálamenn og al- þýðuménn eru þeirrar skoðunar, að konungdæmið, sem er tákn einingar og alls þess bezta sem finnst í fari þjóðarinnar, sé orð ið tákn hins gagnstæða. Vegna samstilltrar herferðar öfgasinna til vinstri, hópa manna úr andspyrnuhreyfingu stríðsár- anna og nokkurra öfgasinnaðra konungssinna sem óttast of mikla blóðblöndun í Oranje-ættina, leit út fyrir að ráðahagurinn yrði svo óvinsæll, að konungsdæmið mundi líða undir lok. KASTLJÓS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.