Alþýðublaðið - 20.11.1965, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 20.11.1965, Qupperneq 9
 Log Sviömynd úr „Lokinn helgi“ Ester Halldórsdóttir, Lovísa Þórðar- dóttir og Svava Kjartansdóttir. Sjónleikúrinn Loginn helgi eftir W. Somerset Maugham varð fyrir valinu hjá Leikfélagi Selfoss að þessu simni, og var frumsöndur í Selfoss Bíó sunnudaginn 14. okt, s.l. fyrir fullu húsi. Leikstjóri var Kristján Jónsson leikari. Sýning- in fékk mjög góðar undirtektir leikhúsgestanna. Þegar litið er yfir hinn stutta starfsferil Leikfélagsins á Selfossi sést að yfirleitt hefur félagið tekið til meðferðar athyglisverð verk. Stundum hafa ókunnugir talið í fullmikið ráðizt af áhugamanna- félagi. Þó hefur svo jafnan til tekizt að félagið hefur skilað sín- um verkefnum með mestu prýði. Einkum er það þrennt sem stuðlað hefur að þessum árangri: 1. Heppni með val leikstjóra 2. Brennandi áhugi þátttakenda. 3. Síðast en ekki sízt, hörkudug- legur framkvæmdastjóri. Vafamál er hvernig stundum hefði tekizt til ef dugnaðar og læiglni frú Áslaugar Simonardóttur framkvæmdastjóra félagsins hefði ekki notið við. Hennar hlutur er stór í lífi og starfi Leikfélagsins á Selfossi. Nú er það svo um áhugamanna- félög að ekki eru ævinlega fáan- legir til starfs þeir kraftar sem kynnu að henta bezt, Því verður að taka það sem hendi er næst. Svo var að nokkru leyti einmitt að þessu sinni. Þó fengust þeir kraftar sem mest á reið þ.e. í hlutverk hjúkr- unarkonunnar ungfrú Wayland. Það lék frú Svava Kjartansdótt- ir. Án hennar þátttöku hefði varla verið að ræða um sýningu á þessu verki. Hlutverkinu skilaði frúin líka af mestu prýði sem vænta mátti. Frú Lovísa Þórðardóttir lék móðurina frú Tabret af sinni þekktu smekkvísi. Þá tel ég rétt að minnast á leik eins viðvanings á leiksviði. Á ég þar við ungfrú Esther Halldórsdóttur, er lék frú Etellu Tabret. Meðferð hennar á þessu erfiða hlutverki var allrar athygli verð, svo vel tókst henni í þessu hlut- verki. Trúlega er þarna á ferð nýliði í Leikfélagi Selfoss, er nokkurs má af vænta. Fleiri hlutverk tel ég ekki upp, en öll voru þau sómasamlega af hendi leyst. Sýningin bar með sér að ötul- lega hefur verið unnið og sam- vinna verið góð. Fullyrða má að leikstjórinn hef- ur unnið og lagt sig fram um að ná því bezta fáanlega út úr þeim efnivið er fyrir hendi var. Leikfélög áhugamanna úti um land eiga flest við allmarga erf- iðleika að etja. Meðal annars fjár- skort, því oft er starfsemin fjár- frek. Kunnáttumenn til leiðbeininga fást ekki fyrir ekki neitt. • Svo er jafnan nokkuð „undir hælinn lagt“ hver aðsóknin er þá og þá. En þakkar og virðingarverð er sú menningarlega uppbyggingar- viðleitni sem fram kcmur í þess- um störfum Ríkið styður nú orðið nokkuð starfsemi þessara áhugaleikfélaga. Einnig viðkomandi hreppsfélög. Fullkominn lisírænan mæli- kvarða er engan veginn sann- gjarnt að leggja á starfsemina undir þessum kringumstæðum, en þakka ber lofsamlega viðleitni óg tiltölulega oft er það eftirtektar- vert hversu stundum kemur á ó- vart frammistaða þeirra, er þátt taka í uppfærslu hinna ýmsu fé- laga Leikfélag Selfoss, þökk fyrir ánægjulega sýningu, og góða ferð til hinna ýmsu staða, þar sem sýndur verður „Loginn helgi.“ G. J. Áætlunarbiískapur tengir Austur-og Vestur Evrópu Freistandi er að draga þá álykt- un, að þrátt fyrir andstæð félags- leg kerfi muni Austur- og Vestur- Evrópa smám saman nálgast hvor aðra í leit sinni að jafnvægi milli markaðsaflanna og áætlunarbú- skaparins. Reynsla Júgóslava bendir auk þess til, að þegar hin bundnu efnahagskerfi taka að nálgast slíkt jafnvægi, muni þau standa andspænis ýmsum þeirra verðbólguvandamála, sem íbúar ' Vestur-Evrópu hafa orðið að kljást við án teljandi atvinnuleysis. Á þetta er lögð áherzla í úr- drætti ýtarlegrar greinargerðar, er nýlega var birt af Efnahagsnefnd S.Þ. fyrir Evrópu (ECE) undir nafninu „Ecnomic Planning in Europe,,. Birting þessarar greinargerð- ar vekur talsverða athygli, þar sem Sovétríkin hafa nýverið skýrt frá víðtækum endurbótum á á- ætlunaraðferðum sínum, og önnur Evrópulönd bæði í austri og vestri — þeirra á meðal Frakkland, Júgó- slavía og Tékkóslóvakía — hafa á þessu ári tekið upp eða tilkynnt mikilvægar nýjungar í áætlunar- kerfum sínum. Svö virðist sem aukinn sparn- aður og hvatning til sparnaðar í þágu efnahagsvaxtarins sé ekki lengur neltt meginvandamál fyrir þá sem gera áætlanir í flestum Evrópulöndum, segir ennfremur í litdrætti greinargerðarinnar í Austur-Evrópu verða menn bæði að glíma við hagræðingu og end- urbætur áætlunarkerfanna, þar sem lögð verður rn^eiri álierzla á skynsamlega hagnýtingu auðlinda og mannafla en á lista yfir það hvaða vörur gigi að sitja í fyrir- rúmi, eins verða þeir að stefna að meiri afköstum í áætlunum sín um með því að draga ákvörðunar valdið úr höndum einnar allsherj- arstjórnar og dreifa því víðar. í Vestur- Evrópu verða menn að endurbæta undirbúning og framkvæmdaráætlanir á- sviðum, þar sem markaðstæknin veitir enga raunhæfa leiðbeiningu. Á það m.a. við um fjárfestingu í grundvallaratriðum og til heil- brigðis- og skólamála. Lftssaga Eyfðlfs frá Dröngsim lýsir æviklörum ð Ereiaatlaröareylum 03 & FelEsatrönct, embæffismilnnum 03 bútiöldum fyrir aldamúi og áfttkfim mlltl þeirra. Eyfálfur var búndl og sfómafiur. A( Hrlfandi frásagnargleðl segir nann sögur sfnar af öriögum sam feröamanna og aiburðum. En búskapur var ekkl alltaf sœldarbrauö né súltu menn ælfö gull C grelpar ægi - þvl að hann var kaldur ð köflum. ViLHJ. S. ViLHJIÁLMSSON ' KALDUR A KÖFLUn/l ENDURMINNINCAR EYJÓLFS FRÁ DRÖNGUM VILHJf. S. VILHJÁLfWSSONt KALDUR A KÖFLUR/I ENDURMINNINGÁR ‘aLFS Wi Westinghouse(w) Westinghouse vandlátir velja Westinghouse @ Westinghouse@ Westinghouse ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. nóv. 1965 (|í) Westinghouse(w) Westinghouse (|i)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.