Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 11
ÞRJÁR DEILDIR i Islandsmótinu i ktoattspymu? í DAG og á morgun verður háð ársþing Knattspyrnusam- bands íslands. Ýmis merk mál I eru á dagskrá þingsins, en tal- ið er, að tillaga um nýtt fyrir- komulag deildaskiptingar ís- landsmótsins muni vekja mesta athygli. í tillögunni er gert ráð fyr- ir, að leikið verði í þremur deildum og telja verður líklegt að tillagan verði samþykkt, með því móti mun knattspyrn an ná tit enn fleiri og þátt- taka verði almennari í íslands inótinu. Við ræðum þessa tillögu ekki frekar en birtum hana eins og hún verður lögð fyrir þingið frá milliþinganefnd, en liana skipa Hafsteinn Guð- mundsson, Jón Magnússon og Sigurgeir Guðmannsson. Breytingartillögur við 21. gr. og 26. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót. 21. grein. í landsmóti 1. aldursflokks skal þátttakandi liðum skipt í 3 deildir. 1. deild skal skipuð 6 liðum, 2. deild 8 liðum og 3. deild skal skipuð þeim að- ilum, sem ekki eiga lið í 1. og 2. deild. í öllum deildum er leikin tvöföld keppni og leikur hvert lið 2 leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. X 2. deild skal skipta liðunum í 2 riðla. í 3. deild skal skipta liðunum í riðla eða svæða- keppni viðhöfð, ef þátttaka er það mikil. Keppni er stigakeppni. Verði tvö eða fleiri lið jöfn og efst eða neðst í 1. deild og 2. deild eða efst í 3. deild, skulu þau leika einfalda stigakeppni eða úrslitaleik, þar til úrslit fást. Mótstjórn ákveður keppnisstað. Sigurvegari í 2. deild færist næsta leikár upp í 1. deild og 1 sigurvegari í 3. deild upp í 2. j deild. Það lið, sem fæst stig hlýtur í 1. deild færist næsta leikár niður i 2. deild oe neð stu liðin í hvorum riðli 2. d. leika aukaleik um þátttöku- rétt í 2. deild næsta leikár. Liðið, sem tapar, færist næsta leikár niður í 3. deild. Taki aðili í 1. eða 2. deild ekki þátt í keppninni, færist hann sjálfkrafa niður í næstu deild fyrir neðan næsta leikár. (Fyrsta leikár 1966 skulu öll lið, sem luku keppni í 2. deild 1965 hafa keppnisrétt í 2. d. Taki 9 lið þátt í 2. deildinni 1966 falla 2 neðstu liðin niður í 3. deild næsta leikár á eftir). 26. grein. Síðari málsgrein A-liðs orð- ist svo: .... Fjárhagur hverr- ar deildar og hvers flokks skal vera aðskilinn. Stórvibburðir í körfuknattleik: 3 landsleikir og banda- rísk heimsókn um jólin ÝMSIR stórviðburðir eru fram undan hjá körfuknattleiksmönn- um, ekki síður en handknattleiks fólki. Dagana 19. til 26. desember mun dvelja hér úrvalslið frá Kentucky State Collcge og leika einn eða tvo leiki. Lið þetta er mjög sterkt og fróðlegt verður fyr ir íslenzka körfuknattleiksunn- endur að sjá Bandaríkjamennina í leik. AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félagsins Þróttar var haldinn 14. nóvember sl. að Hótel Sögu. Skýrsla fráfarandi stjórnar lá fjölrituð frammi fyrir fundar- mönnum ásamt reikningum fé- lagsins. Að loknum nokkrum um- ræðum var skýrslan samþykkt sam hljóða. Á síðastliðnu sumri fékk félag- ið gamalt hús hjá Reykjavíkur- borg, en til stóð að rífa þetta hús. Félagið sá síðan um flutning Þá mun pólska landsliðið,. sem er mjög sterkt dvelja hér dagana 16, —19. janúar og leika tvo lands leiki, en liðið er þá á leið til Bandaríkjanna í keppnisför. Pól- verjar eru með eitt bezta körfu- knattleikslið Evrópu og til marks um það má geta þess, að Pólverjar voru í öðru sæti í síðustu Evrópu bikarkeppni og í 6. sæti á Olymp iuleikjunum í Tokyo. á því inn á félagssvæðið við Njörvasund og er nú verið að vinna að því að taka það í notk- un, sem bráðabirgðarfélagsheim- ili. Þjálfarar hafa verið ráðnir fyrir alla flokka félagsins næsta keppnistímabil. Mun Örn Steins- sen úr KR þjálfa meistara og 1. flokk. Fráfarandi formaður Jón Ás- geirsson baðst eindregið undan Framhald á 10. síðu. Loks skal þess getið, að verið er að semja við Skota um lands- leik eða landsleiki hér í lok jan- úar. Körfuknattleikssambandið verður 5 ára 29. janúar svo hér yrði um einskonar afmælisleiki að ræða. Ekki er endanlega búið að ganga frá samningum við Skota en talið er mjög líklegt að samn- inffar takist. Þorsteinn Hallgrímsson — fyr- irliði landsliðsins dvelst erlend is um þessar mundir. — Kem- ur hann heim til að leiða lands liðið að þessu sinni? Ágæt starfsemi Þróttar: Guðjón Sv. Sigurðson kjörinn form. félagsins Spennandi leikir um helgina Frá leik Vals og KR í kvennaflokki Reykjavíkurmótsins í hand knattleik, sem lauk með sigri Vals 19 mörkum gegrn 4. í kvöld leih ur Sigríður Sigurðardóttir 100. leik sinn með meistaraflokki Vals. REYKJAVÍK URMÓ T/Ð- REYKJAVÍKURMÓTINU í handknattleik verður haldið áfram um helgina. Á Iaugar daginn verða Ieiknir eftir- taldir Ieikir. 2. fl. kvenna Ármann — Fram Mfl. kvenna Valur — Fram Víkingur — KR 3. fl. karla ÍR — Víkingur ÍR — Fram 1. fl. karla A.-riðill KR — Víkingur B.-riðill Valur — Þróttur. Búast má við mjög skemmti Iegum Ieikjum og þá sér- staklega í mfl. kvenna milli Vals og Fram. Þá má geta þess að í þeim leik mun fyrirliði Vals Sigríður Sig- urðardóttir Ieika sinn 100. leik með mfl. Vals. Á SUNNUDAGSKVÖLD fara svo fram 4 leikir. í 2. fl. kvenna milli Ármanns og KR. Þá fara fram 3 leikir í mfl. karla ÍR — KR, Valur — Ármann o,g Víkingur — Þróttur. Í.R. frjálsar Frjálsíþróttadeild ÍR efnir til fundar á sunnudag í ÍR-húsinu kl. 4. Sýndar verða kvikmyndir. Jóhannes Sæmundsson ræðir um þjálfun og einnig verða almennar umræður. Fram hefur nú forystu í mót inu hefur unnið alla sína leiki tE þessa en KR og Valur eru næstir, hafa tapað 1 leik. ■ —- j fo'- £ “ » i. / ir.Er - a .í H ■mÆ-J-L -^s— f IM «i GLASGOW RANGERS hafa af- lyst leik sínum við rússneska lið ið Dynamo frá Moskvu, sem átti að fara fram á Hampden Park 2, desember. Ástæðan mun vera sö að Rangers á fimm leikmenn J skozka landsliðinu, sem á að leika við Italíu í heimsmeistarakeppn- : inni 5 dögum seinna. Eiga leih- mennii-nir að dvelja í æfingabúðl; um landsliðsins fyrir þann leik. Sömu leikmenn eiga að leika fyr; ir Skotland í landsleik gegn Waloa næsta míðvikudag. Ungverska landsliðið, sem tekur p þátt í heimsmeistarakeppninni i ; knattspyrnu, er á æfingarferðalagl í Evrópu um þessar mundir Liðið +a,naði í fyrradag leik gegn Lur.íl, únaliðinu Tottenham Hotspur • með 4 mörkum gegn 0. Áhorfend |i ur voru 22000. Horfur eru nú á því, að fram j herji sænska landsliðsins og marka | kóngur. Bo Larsoni, leggji .Vhuga • jnannsskóna *á hilluna. Þýzka at- Ij vinnumannaliðið Stuttgart, 'nefur: áhuga o;g hafa Þjóðverjarnir loit >( að hófanna á því að fá hann keypt an. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. nóv. 1965 /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.