Alþýðublaðið - 21.11.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.11.1965, Blaðsíða 11
I fcsRitstiórg Örn Eidsson FLOYD PATTERSON CASSÍUS MARCELLUS CLAY EINVÍGI UM HEIMSMEISTARATITILINN í BOXI SKUGGA KYNÞÁTTAVANDAMÁLSINS ÞEFAR heimsmeistarinn Cassius Clay eða Muhamed Ali, eins og hann hallar siff, og fyrrverandi heimsmeistari, Floyd Patterson, hittast á morgrun í hringrnum, til þess að heyja einvígi um heims- meistaratitilinn í þung'avigt, er báðxun eitt sameiginlegt, sem gerir bað að verkum, að um einstæðan viðhurð er að ræða í sögu hnefa- leikanna: það verða tveir ólympíumeistarar, sem berjast um titil- inn. Floyd Pattetrson varð ólympíumeist)ari í millivigt ij Helsinki árið 1962, og Cassius Clay í léttþungavigt í Róm árið 1960. Cassius Clay, ungur og lag-1 legur, litauðugur sem regnbogi, út ] hverfur og raupsamur, sem með ljóðum sínum um það hvernig og hvenær hann ætli að rota væntan- legan andst.æðing, hafði lag á að vekja á sér athygli, var nafnlaus, barnslegur háðfugl, þan§að til hann gekk í félag Svörtu Múham- eðstrúarmannanna — The Black Muslims — en hatur þeirra til hvítra manna er jafn rotið og ó- geðfellt og hatur Ku-Klux-Klan manna á svörtum kynbræðrum Clays. Hins vegar, hinn innhverfi til- ] finnigarnæmi og ágætlega greindi Floyd Patterson, sem glím- ir jafnt við sín eigin vandamál í kringum andstæðinginn og sem gerði sig ókennilegan, þegar hann öðru sinni féll fyrir Sonny Liston, til að geta verið óáreittur. Floyt Patterson,„hin svarta von þeirra hvítu“, eins og Clay kallar hann með fyrirlitningu. En þeir eru báðir ægisnjallir hnefaleikarar, meistarar í hringn- um. alveg eins verið í Ku-Klux-Klan“ Floyd Patterson, sem er rómversk- katólskur og algjör andstæða Clays, berst einnig fyrir hinn bandaríska svertingja, en á ann- an hátt. ..Ég ber mikla virðingu fyrir Cassiusi Clay, en ég missti alla virðingu fyrir honum, þegar hann gekk í hreyfingu Svörtu Múham- eðstrúarmannanna. Hann gortar af því og hefur kynþáttadeilur á hrað- bergi. Hann hefur um lengri tíma spillt fyrirmynd og hugsjón banda- ríska svertingjans og skaðað mann- réttindahópa þá, sem vinna i hans þágu. Enginn heiðvirður maður getur litið upp til heimsmeistara sem hefur að kjörorði: hatið þá hvítu. Ég hef megna fyrirlitningu á Svörtu Múhameðstrúarmönnun- ; um og öllu því, sem þeir berjast fyrir. Þeir hafa jafn litlar mætur á svertingjum og Ku-Klux-Klan. Allt orðagjálfur þeirra um upp- eldi, efnahagslega viðreisn, sið- ferðilega uppreisn, fjölskyldusam- lyndi og bræðralag er einskis virði. Þeir geta dæmt og gagnrýnt. en þeir megna ekki að efna neitt af loforðum sínum. Fyrir svertingja eru þeir aðeins nýtt ok, sem þrýst- ir þeim í svaðið nýir þræláhöfð- ingjar ,,,“ — Glay hefur góðan höggkraft, en ekki sérlega hættulegan. Ég er viss um, að ég gef þyngri högg en hann. Einnig er reynsla mín meiri, og það mun hafa mikla þýð- ingu í þessu einvígi, heldúr Patt- erson áfram.' Ég hef barizt síðan 1952 — 13 ár. Ég hef komizt í kast við allskonar andstæðinga: stóra, litla hægrifótarmenn og kynnzt sérhverjum stíl. ClaySief- ur aðeins barizt í 5 ár og aldrei átt í erfiðleikum, en það er ein- mitt þá, sem reynslan ávaxtar sig. Clay er þannig gerður, að auðvelt er að setja hann í klípu ef honum gengur ekki allt að óskum. Það má ekki skilja það svo, að ég ef- ist um getu hans til að standa upp aftur og bíta frá sér ef illa horfir. Sonny Banks sló hann í gólfið, sömuleiðis Henry Cooper. í bæði skiptin stóð hann upp aftur og vann. Einn af göllum Clays er sá, að halda mönnum of neðarlega. Og hann lætur hendurnar síga eftir högg. Það getur reynzt örlagaríkt gegn reyndum hnefaleikara. Cass- íus gerir þetta, af því að hann veit hve snöggar fótahreyfingar hans eru og treystir því, að fæturn ir geti forðað ' honum frá erfið- leikum. En þeir munu ekki eilíf- lega bjarga honum. Hann sló Sonny Liston niður með þungu hægri handar höggi, sem kom undir vinstra eyra List- ons. En Liston var ekki lengur sami bardagamaðurinn. Hann var mjög snjall, þangað til hann varð heimsmeistari. Hann skorti sjálfs- traust, baráttuvilja og þjálfun gegn hinum unga sjálfsörugga meistara Clay. Fætur Listons og viðbrögð brugðust. Clay hefur hraðari fótaburð en ég, en ég er handfljótari og sneggri svo það jafnar metin. Ég mun ekki gera sömu mistök og Liston: að elta Clay um hringinn. Þungi einvígisins hvílir á meistaranum, Fólk borgar fyrir að sjá hann og þá verðleika, sem hafa fært hon* um heimsmeistaratitilinn. Það felÞ ur i hans hlut, að láta það fá eitt- hvað fyrir peningana sína. Og mitt hlutverk er að leggja fyrir hann allar þær gildrur sem ég get... Ég á næga peninga til þess af> draga mig í hlé. Ég hefði getað hætt fyrir þremur árum síðan. það eru ekki peningarnir, - sero heilla. En ég óska þess að yfir- gefa hnefaleikana með sömu til- finningum og þegar ég vann gulb hanzkana og ólympíumeistaratign- ina: með reisn og sæmd í huga. Og til þess er aðeins ein leið. Að sviþta Cassíus Clay hcims- meistaratigninni. Hnefaleikarnir verða að losna undan áhrifum Svörtu Múhameðstrúarmannanna, „Patterson er hin svarta von þeirra hvítu“ Ljóðlist og skrum Cassíusar Clays er einskært auglýsinga- bragð.sem hefur góðan hljómgrunn hjá hnefaleikamöngurunum. Þeir vita sem er, að slíkt eykur aðdá- un og áhuga manna. En Clay er raunhyggjumaður. „Ég vil geta opnað stóra ferðatösku og róta upp úr henni milljón dollurum í seðlum.“ Ást hans á peningum er jafn heil og hatur hans á hvítum mönnum. „Eina fálkið, sem skiptir mig nokkru máli,“ segir Clay „eru lít- il börn í Gyðingahverfum Kairo Miami, Egyptalands og G eorgiu, gamlar konur og Bítlaáhangefíá- ur.“ 6* Og fátæk börn sjá í Clay bæð> meistara, sem vill lcika við. þají, og barn, sem úr viðjum hinna fullorðnu og hvítu hefur á eigir» spýtur hafið sig til virðingar, sem dintur hans og uppátæki, á- vinna honum lof Og börn, — eina og gamlar konur og bítladýrkei^jK, ur, — vaka stöðugt yfir tækifæp-^ Frh. á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. nóv. 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.