Alþýðublaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 8
Þessi ívö litlu systkin eru sakleysisleg- og hátíffleg á svipinn, og er engu líkara, en stelpan
sé aff hugsa um, hvaff hún eigi nú aff kaupa handa litla bróffur í jólagjöf — fyrir pening-
ana, sem hún er búin aff safna í sparigrísinn sinn.
Allt þvegið
fyrir jólin
HÉR ÁÐUR fyrr hafa jólin
verið íslendingum mikil hrein
lætishátíð, og jafnvel þótt hrein
lætinu hafi sums staðar verið
nokkuð ábótavant, var þó alls
staðar gert hreint fyrir jólin.
Fram að jólunum höfðu flestir
nóg að gera, því að allur bærínn
var venjulega þveginn fyrir jól
og einnig húsgögn og fatnaður.
Þaff þótti sjálfsagt, að allt væri
hreint og fágað um jólin. Byrjað
var að þvo klæði, nærföt og rúm
föt nokkrum dögum fyrir jól, en
fæstir áttu rúmföt til skiptana
og varla nærföt heldur. Var það
trú manna, að þurrkur yrði þrem
dögum fyrir jól eða á Þorláks
messu. Var það nefndur fátækra
þurrkur eða fátækraþerrir.
Sumir menn vildu aldrei láta
þvo askinn sinn nema fyrir jólin
Þeir trúðu því, að það spillti auð
sæld þeirra, ef askurinn væri
þveginn, kölluðu þeir það að Þvo
af sér auðinn. En þessir gömlu
menn létu samt þvo askinn sinn
fyrir jólin, því að það þótti ófært
að borða úr óþvegnum aski á
jafn dýrðlegri hátíð og jólahátíð
inni. Oft var fólk í sömu flíkun
um allt árið um kring og lét
aldrei þvo þær nema fyrir jól
NÚ Á DÖGUM finnst öllum sjálf
sagt, að borðað sé hangikjöt,
svið, rjúpur eða aðrir vinsælir
réttir á aðfangadagskvöld eða
jóladagana. Mataræði okkar ís-
lendinga hefur mikið breytzt frá
því sem áður var og til gamans
höfum við aflað okkur upplýs
inga um algengan jólamat á síð
ustu öldum.
Á aðfangadagskvöld var mat
ur borinn fram að loknum sálma
söng og jólalestri og kenndi þar
margra grasa. Helzta hnossgætið
hefur verið magálar, sperðlar
og bringukollar, en auk þess
þótti nauðsynlegt að hafa með
svonefnt pottbrauð og hinn ó-
missandi jólagraut. Var hann ým
ist af þeirri gerð, er spaðgraut
ur nefndist, stundum banka-
byggsgrautur með sýrópsmjólk
útá eða hnausþykkur grjónagraut
ur með rúsinum í. Sums staðar
hefur þó að öllum líkindum þótt
meira nýnæmi að fá fisk eða
hákarl um jólin í ' stað hins
sífellda kjötmetis. Víðast hvar
Utan við sig...
BINDUR þú stundum hnút á vasaklút-
inn til þess að gleyma ekki einhverju?
Ef svo er þarft þú ekki að skammast þín
fyrir það. Jafnvel gáfuðustu menn geta
verið mjög gleymnir og viðutan. Allir kann-
ast við hinar mörgu sögur um viðutan
prófessora.
Eitt sinn þegar Frans l. keisari veitti
Beethoven áheyrn fór tónskáldið allt í einu
að slá taktinn með fingrunum á hergum
hans hátignar. Hann samdi nýtt lag. Robert
Schumann mætti eitt sinn of seint í
veizlu. Gestirnir voru setztir að borðum.
Þegar hann kom inn úr dyrunum flýtti
hann sér að píanóinu spilaði lagið, sem
hann hafði samið á leiðinni, og yfirgaf
herbergið án þess að mæla orð.
Eðlisfræðingurinn Ampere átti von á
heimsókn en-þurfti að skreppa í búðar-
ferð. Hann hengdi því miða á hurðina og
þar stóð: „Ég ér farinn." Þegar Ampere
kom aftur las hann það sen\ stóð á mið-
anum, varð steinhissa, gekk kring um
húsið og fór burtu á ný.
Danski dýrafræðingurinn Adolf Jen-
sen var einnig mjög utan við sig. Hann
var háskólakennari og í kennslustund kom
hann með lítinn böggul, lagöi hann á
kennsluborðið og sagði: „Ég kom með fræ
til þess að sýna ykkur hvernig það er að
innan". Síðan opnaði hann böggulinn og
fjórar brauðsneiðar komu í Ijós.
.Einkennilegt," tautaði prófessorinn,
„mig .minnir að ég sé búinn að snæða
morgunverð!"
Isac Newton, sem fann upp þyngd-
arlögmálið, var einnig svo viðutan að
ráðskona hans varð að gæta hans eins
og smábarns. Dag nokkurn varð hún að
Framh. á 15,-síðu.
hefnr verið gefið laufabrauð, en
það er því miður að verða sjald-
gæft hérlendis.
Eftir að kaffi kemur til sög
unnar, upp úr 1760, var farið
að veita það á aðfangadagskvöld
ýmist á undan matnum eða eftir.
Sums staðar mun öllum hafa ver
ið .gefinn kaffisopi bæði fyrir og
eftir matinn. Með kaffinu voru
helzt borðaðar lummur með sýr
ópi eða pönnukökur. í Gilsbakka
þulunni frægu er getið um te
með sýrópi , en þar er senni
lega átt við íslenzkt grasate.
Á jóladag hefur fólki oft verið
fært kaffi og ýmis’egt góðgæti
í rúmið, en þann dag var venju
lega skammtaður aðaljólamatur
inn: Hangikjöt, pottbrauð, ostur
hangiflot og smér. Stundum
fvlgdi með heil flatbrauðskaka,
og var hún þá lögð yfir ailt
hitt. Á sumum hæium mun þó
þessum matarskammti hafa verið
úthlutað á aðfangadagskvöldið.
Oftast var maturinn svo vel úti
lát.inn, að hann entinst öll jólin,
en skammturinn aUur gekk und
ir nafninu „jólarefur".
ÞAÐ SKAL GEFA ...
Það skal gefa börnum'brauð
að bíta i á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
• svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð,
sem f jalla gekk á hólunwm,
Nií er hún gamla Grýla dauð,
gafsí hún upp á rólunum.
Og svo var það ...
kennarinn, sem vildi gjarnan
gefa nemanda einum eins góðán
vitnisburff og mögulegt var, en
gat ekki gert betur en aff skrifa
þetta. „Honum hættir til aff
sofna í túnum, — en hann hrýt
ur yfirleitt aldrei.“
áttunda síða
ALÞÝÐU^ AÐÍÐ
in, en Það þótti ekki sæma, að
nokkur hiutur væri óþveginn á
jólunum. — Þá þurfti allt að
vera hreint.
Á aðfangadag var farið
snemma á fætur, öll matarílát
þvegin, síðan rúmstokkarnir og
hillur og stoðir, sem voru í bað
stofunni. Börn fægðu hnífa
spæni, skeiðar, kertastjaka og
annað slíkt.
Hangikjötið var soðið á
Þorláksmessu eða á aðfangadag
og sums Staðar voru matarílát
þvegin upp úr hangikjötssoðinu.
Það var márgt öðru vísi hér áð
ur fyrr, heldur en það er núna,
en íslendingar gera þó enn
hreint hjá sér fyrir jólin.
Mannsæfin
Tíu ára, tel ég barn,
tvítugur, umboffsgjarn,
þrítugur, þrekiun maður,
fertugur fullharffnaffur,
fimmtugur, í staff stendur,
sextugur, elli kenndur,
sjötugur, hæruhvítur,
áttræffur, ónýtur,
níræffur, niðjaháð,
tíræffur, grafarsáff.
(Gamalt)
Jólamatur á síBustu öldum