Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 4
% V í S I R Mánudaginn 3. nóvember 1958' Ný sljarna. Áður en langt líður munu allir kannast við Haya Harareet hina tilvonandi Ben Hur stúlku — 24 ára gamla frá Israel. Hún var valin úr stórum hópi fag- urra kvenna til að leika í stór- myndinni BEN HUR, sem á að verða enn meira listaverk en mynd með sama nafni, sem tek- in var 1925. Mörg hundruð stúlkur voru reyndar, áður en valið féll á Haya — það kann engin að bera nafnið rétt fram. *— Það var William Wyler, sem uppgötvaði Haya. Hann sá hana á götunni í Cannes á meðal þús- undanna, sem þar voru á kvik- myndahátíðinni í fyrra. Ný stjarna erkomin upp á himni kvikmyndanna! n ætlaöi tt.ee Strasberg er áhráfanesti maður kvðasyedMaa. «?#• htBsstt tsiieitts hennasfi í Æ&sar Ytprh. Jehn l_od!er kvænisf a 5. sinn. Fyrir tólf árum síðan sagði j að ástæðan var ekki sú, að John Loder, sem þá var 46 ára.hann væri neitt feiminn sjálfs gamall og að skilja í fjórða sinn, sín vegna. „Fjölskylda konunn- að hann skyldi aldrei kvænast | ar minnar er ákaflega trúuð, oftar. Fyrir fáum dögum kvæntist hann fimmta sin. Hin nýjasta frú Loder er 38 ára og heitir Senora Alba Lar- den, fögur, jarphærð ekkja eft- ir ríkan ensk-argentískan nautgriparæktarmann, sem lézt fyrir tæpu ári. Loder var eitthvað að pukra og vildi ekki láta það uppi svona viðstöðulaust að hann væri enn einu sinni að kvæn- ast. En það kom upp úr kafinu, Hverjar eru beztu kvfkmyndir, , sem gerðar hafa verfð? I Briissel völdu menn 12 úr öllum rnyndum frá uppháfi. Fyrir atbeina Belgian Cin- emathique og í tilefni'af heims- sýningunni í Bruxelles var safnað saman öllum þéiiti kvik- myndum, löngum sem stuttum, sem teknar hafa vcrið í heim- inum fram að árinu 1955. Skyldi nú gera út um það hverjar væru beztar og velja fyrst tólf úr. Þegar hinar 12 beztu höfðu verið valdar af nefnd, sem í gamni hefur verið kölluð rann- sóknardómstóllinn, voru þær sýndar á heimssýningunni und- ir titlinum: Beztu kvikmyndir allra tíma. Meiri heiður gat þeim ekki hlotnast. Þessar urðu fyrir valinu og í þeirri röð, sem þær eru nú taldar: Eisenstein: „The Battleship Potemkin“. Chaplin: „The Gold Rush“. De Sicas: „Bicycle Thieves“. Dreyer: „The Passion of Joan of Arc“. Renoir: „La Grande Illusion“. Stroheim: „Greed“. Griffith: „Intolerance“. Pudovkin: „Mother“. - Welles: „Citizen Kane“. Dovzhenko: „Earth“. Murnau: „The Last Laugh“. Wiene: „The Cabinet of Dr. Caligari“. Nöfn myndanna eru hér öll tilfærð eins og þær heita á enzku, þar sem þær hafa ekki allar verið sýndar hér á landi og því ekki allar fengið íslenzk heiti. En þar með er ekki sagan öll. Nú kom þessi dómur til kasta hærri réttar. Voru nú til- nefndir í dóm sjö ungir kvik- myndaframleiðendur, sem njóta alþjóðaviðurkenningar og skyldu þeir fella úrskurð sinn. Þeir voru: Robert Aldrich (leikstjóri myndarinnar ,„Att- ack“), Alexander Astruc (The Crimson Curtain), J. A. Bard- em (Death of a Cyclist), Michael Cacoyannis (The Girl in Black), Francesco Maselli (Gli Sabandati), Satyajit Ray (Pather Panchali) og Alexand- er Mackendric (The Lady Killers og Sweet Smell of Success). Þessum mönnum var nú falið að dæma um þessar 12 myndir og skera úr um hver þeirra hefðí mest gildi. Dómur hinna sérfróðu manna féll á þá leið, að þeir neituðu í fyrsta lagi að dæma um sex myndirnar, og má því segja, að þeim hafi verið vísað frá. Þær sex, sem fundu náð hæsta- réttar voru: Potemkin, The Gold Rush, Bicycle Thieves, Mother, La Grande Illusion, Joan of Arc. Töldu þeir þessar myndir betri en hinar sex, eða hafa meira gildi. Af því, sem þarna fór fram, úrskurðum undirréttarins, við- tökum þeim, sem almennir á- horfendur veittu myndunum þegar þær voru sýndar á heimssýningunni og úrskurði eða áliti hæstaréttarins, má ráða, að hugtakið „meistara- verk‘ sé hlutlægt eins og hvað annað. Það er því í raun og vcru ekki skorið úr því enn, hver sé bezta kvikmynd allra tíma og sjálfsagt verður um það deilt, svo lengi sem menn hafa áhuga fyrir kvikmyndum. hákaþólsk,“ sagði hann, „en það þýðir víst eklci áð vera að leyna þessu lengur,“ bætti hann við. „Eg kynntist henni fyrst fyr- ir sjö árum. Það var í sam- kvæmi í New York. Eg var Sá maður, sem hefur einna mest áhrif á kvikmyndir, gerð þeirra, leikinn og listsmekk- inn, er hvorki leikari, frairi- leiðandi, leikstjóri, né forstjóri kvikmyndavers, og ekki semúr liann Ieikina heldur. Hann er kennari í New York og heitir Lee Strasberg. Skóli < hans er frægur skóli fyrir leikara og hefir gerbreytt mörgu á leiksviðinu á seinni árum. Skólanum hafa verið gefin ýms nöfn; hann hefir verið kenndur við ,,aðferðina“, „T-skyrtuna“, „óhreinu negi- urnar“, „rifnu skyrturnar“, en hann hefir útskrifað márga fræga leikara eins og Marlon Brando, James, Dean, Carrol Baker, Eva Marie Saint, Paul Newman og Joanne Wood- ward. Strasberg' hefir á takteinum margar skýringar á nöfnum þeim, sem skólanum hafa verið gefin. „Menn.ættu að geta gert sér það íjóst, að margir af nemendum mínum eru fátæk- ir,“ segir hann. „Þeir verða að spara við sig fatakaup og margir þeirra hafa varla ráð á að vera sómasamlega til fara á meðan þeir eru við nám.“ Brando hefir gert skólann frægan og er sa; nemendanna, sem mesta peninga græðir sem stendur. Með fáeinum undan- tekningum fá hinir reyndu, frægu leikarar öll bezt borg- uðu hlutverkin og má þar t. d. nefna Gary Cooper og James Stewart, en að þeim slepptum koma hinir nýju nemendur Strasbergs næst, en eru þó enn ekki þess megnugir að krefjast hæstu launa. „Við gerum ekki kröfu til að okkur séu þökkuð; afrek nem- enda okkar. Við getum ekki gefið þeim gáfurnar, þær verða þeir að leggja til sjálfir, en við getum hjálpað þeim til að nota þær. Það eru um 120 nemend- ur í skóla okkar að staðaldri.“ Enginn fær inngöngu í skól- ann nema hann standist mat Strasbergs ög meðkennara hans, Elia Kazans. Þetta mat er mjög strangt og margur fell- ur á prófinu. „Sá, sem einu sinni fær inngöngu, getur ver- ið þár eins lengi og hann ósk- ar,“ segir Strasberg. „Kennsl- unni er hagað éins, hvort sem léikarinn hyggst koma fram á leiksviðinu, í kvikmyndum eða í sjónvarpi, það gilda alls stað- ar sömu grundvallarreglurnar fyrir góðum leik.“ Erfiðleikar kvikmyndaiðn- aðarms í Hollywoed. Rætt um lelðir til að etidurreisa kvikmynda- iðnaðinn. kvæntur þá — 4. konu minni — Evelyn Auffmordt — ög Alba var líka gift. Við urðum strax hrifin hvort af öðru og hittumst oft á næstu fimm mánuðum eftir þetta — alltaf í góðum fé- lagsskap, auðvitað," flýtti hann sér að bæta við. „Svo fór eg og var burt í tíu mánuði. Hún fór líka heim til sín til San Luis við landamaéri Chile. Við sá- umst ekki aftur fyrr en hún kom til London í júní til þess að ganga frá málefnum í sam- bandi við eignir manns síns, sem hafði látist þá fyrir sex mánuðum. Eg bað hennár. Hún tók mér.“ Svo fór giftingin fram í kyr- þei. „Við íorðuðumst þekkta skemmtistaði og borðuðum á smá veitingahúsum hérna í Chelsea,“ segir Loder. „Það vissi enginn um giftinguna fyrr en núna, nema présturinn og svaramennirnir.“ Nú er hin nýja frú Loder farin heim til þess að líta eftir búgarðinum sínum og Loder fer þangað um jólin. „Hún er skrýtin," segir Loder. „Þó að hún eigi stórt hús fullt af þjón- um, þykir henni gaman að búa í þessari litíu íbúð minni og horfa út yfir Thamesána.“ 1936 kvæntist Loder 2. konu Nýlega var birt mikil skýrsla um rek.stur kvikmyndaiðpað- arns í Hollywood og má þar lesa um þá erfiðleika, sem þessi atvinnugrein, sem er svo mik- ilvæg fyrir Bandaríkin, hefur við að striða. Nær skýrslan yfir tímabiliS 1946—1956, og heitir „Hollý- wood á krossgötum — greinar- gerð um efnahagsmál kvik- myndaiðnaðarins". Er skýrslan all fróðleg og skal hér aðeins drepið á þvi helzta, sem þár kemur fram. Nettótekjur tíu stærstu kvik- myndaveranna lækkuðu úr 121 milljónum dollara 1946 í 21 milljón 1956. Starfsmannafjöldi þeirra minnkaði úr 21775 á mánuði 1946 í 12593 1956. Heildarlaunagreiðslur lækkuðu um 20 % og er þá ekki tekið til- lit til verðfalls peninganna og þeirra launahækkuna sem anri- ars áttu sér stað á þessum 10 árum sem hér er um að ræða. Á sama tíma tvöfölduðúst launagreiðslur fyrir myndatök- sinni: Micheline Cheril. Það hjónaband entist í sjÖ ár. 1943 kvæntist hann Hedy Lamarr og þrem árum seinna eignuðust’ þau dóttur — Denise. Því hjónabandi vaf slitið “éftir fjög- ur ár. 1949 kvaéntist Loder í fjórða sinn Evelyn Auffmordt. Þau skildu eftir sjö ár. «t ur sem fóru fram erlendis. Kvikmyndagestir í amerískum kvikmyndahúsum voru áætl- aðir 90 milljónir á viku 1946, eri þessi tala féll niður í 46 milljónir 1946. __ Margt er rætt um leiðir til þess að endurreisa kvikmynda- iðnaðinn í Hollywood, eða hjálpa honum áleiðis. Þar á meðal er lagt til að hann fái ríkisstyrk og ýmiskonar skattá- ívilnanir, því skattarnir eru það m. a. sem hafa leÍKið hann grátt og eiga ekki hvað sízt sök á því, að frægir kvikmynda- leikarar fást nú orðið ekki til að leika í Hollywood, og eru; flúnir til Evrópu. Tvö stærstu kvikmyndaiðjuverin eru hætt rekstri: R.K.O. hætti í fyrra og Republic er að hætta. Rank' kvikmyndatökufélag- ið hefir sagt upp 23 leikur- um af 100, sem voru samn- ingsbundnir hjá - félaginu, og eru þeirra meðal kunnir leikarar eins og Belinda Lee. Ekki er uppsögnin tal- in tengd á nokkurn hátt ,,ævintýrum“ hennar á meginlandinu, og kveðst fé- lagið vona, að geta ráðið hana af nýju, ef gerð verði kvikmynd, sem í verði hlut- verk við hennar hæfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.