Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 7
Irlánudaginn 3. nóvember 1958 V 1 8 t* Pasternak segir útlegi jafngilda líflátsdónti. Ofsóknirnar gegn Pasternak aðvör- un til allra rithöfunda Rússa. Brezk blöð í morgun lofa Boris Pasternak fyrir að taka l)á afstöðu, að halda tryggð við iöðurland sitt. Manchester Guardian segir, að bókin dr. Sigavo sé alls ekki árás á Sov- .étríkin, og muni það hvarvetna verða viðurkennt, er frá líður. Boris Pasternak' skrifaði Krú- sév, sneri sér til hans persónu- lega, miðstjórnar kommúnista- flokksins og híkisstjórnarinn- ar, og kveðst ekki geta lifað og starfað utan Sovétríkjanna. — Hann segir og, að hvað svo sem sér kunni ð hafa orðið á, hafi I l hann ekki getað látið sér til hugar koma, að hann yrði mið- 1 depill þeirra átaka tengdum nafni sínu, sem hófust í Vest- ur-Evrópu, og vitandi þetta hafi hann hafnað Nobelsverðlaunun- um af frjálsum vilja. Hann klykkti út með því, að útlegð væri sama og líflátsdómur, og bað um, að ekki yrðu gerðar strangar ráðstafanir gegn sér, og kveðst segja í einlægni, að hann hafi orðið sovézkum bók- menntum að liði og geti enn orð- ið það. Tass-fréttastofan hafð'i 'áður tilkynnt, að Boris væri frjáls ferða úr landi, og væri það auð- valdslygi, að honum væri mein- að það. Rithöfundasambandið hafði krafizt þess, að hann væri sviftur borgararéttindum. Og áfram er hann svertur í ræðu og riti, kallaður föðurlands- svikari og þar fram eft'ir göt- unum. Fréttamenn frá vestrænum löndum símuðu frá Moskvu í gær, að sennilega yrði ekki um frekari aðgerðir að ræða gegn Pasterr.ak af opinberri hálfu. í brezkum blöðum hefur komið fram sú skoðun, að of- Verk Hagafíns kynnt á ísafírii Síðasthðið miðvikudagskvöld gekkst Almenna bókafélagið fyrir kynningu á verkum Guð- mundar G. Hagalíns á Isaiirði. Var kynningin með sama sniði og sú, sem haldin var í hátíða- sal háskólans 12. okt. i tilefni af sextugsafmæli rithöfundarins. Próf. Alexander Jóhannesson flutti ávarp, Anrés Björnsson skrifstofustjóri ílutti erindi um Hagalín, en leikararnir Arnöís Björnsdóttir, Valur Gíslason og Þorsteinn Ö. Stephensen lásu úr verkum hans ásamt rithöfundin- um sjáifum. Anna Á. Ragnar lék einleik á píanó. Húsfyllir var á kynningunni og hrifning með áheyrenda. Umboðsmaður Almenna bóka- félagsins á Isafirði, Matthías Bjarnason bóksali sá um þessa bókmenntakynningu, og róma þeir, sem vestur fóru vegna liennar. undirbúning hans og móttökur. Almenna bókafélagið hefur í hyggju að efna til fleiri bók- menntakynninga úti um land í framtíðinni. súknunum sé ekki beint gcgn Boris Basternak einum, held ur hafi tækifærið verið notað til þess að sýna öllum rúss- neskum rithöfundum í tvo lieimana, en alla tíð frá því á dögum byltingarinnar hafi valdhafarnir óttast skoðanir og orð rithöfundanna — mátt hins frjálsa orðs. Þess vegna hafi rithöfundastéttin verið mýld. Óttinn við skoðanir rit liöfunda hafi magnast í seinni tíð, enda kunnugt, að mikils óróa gætir meðal mennta- manna yfirleitt. Eitt brezku blaðanna segir, að einn ijósdepill sé þó í þessu öllu — fyrir fimm árum mundi Boris Pasternak éf til vill hafa verið gerður höfðinu styttri. Innbrot — Framh. af 12. síöu. víkurvegi. Voru þrír menn í bílnum, allir nokkuð við skál og bílstjórinn auk þess rétt- indalaus, hafði áður verið svipt- ur ökuleyfi ævilangt. Bílverjar forðuðu sér út úr bílnum og brott af árekstursstað, en náð- ust. I nótt lenti ölvaður maður í árekstri á Laugaveginum og þrír menn voru nýlega teknir ölvaðir við akstur á Suðurnesja vegi. Voru tveir þeirra varnar- liðsmenn. Rússar aðvara íransstjórn. Rússar hafa ásakað írans- stjórn um að vera í þann veg- inn ð ganga frá nýjum hernað- arlegum samningi við Banda- ríkin. Er hún alvarlega aðvöruð við afleiðingum þessa, sem Sovét- ríkin mundu líta á sem fjand- skap við sig. í Washington sagði opinber talsmaður, að ekki væri kunn- ugt um neina nýja samnings- gerð milli írans og Bandaríkj- anna. BOKMENNTIR II. ARG. - UTGEFANDI: BOKAUTGAFA MENNINGARSJÓÐS - 1. TBL, Glæsilegt rit um þjóðhátíðina 1874, prýtt rúmlega 150 myndum Fyrir skömmu kom á bókamarkað mjög veglegt rit um þjóðhátíðina 1874. Segir þar frá hátíðahöldum í öllum sýslum landsins. Höfundur ritsins er Br.vn- leifur Tobíasson. Bók sú, sem hér um ræðir, hefur að geyma glögga og greinargóða lýs- ingu á aðdraganda þjóð- hátíðar, hátíðahöldunum sjálfum og þeirri miklu þjóðlífsvakningu, sem varð um þessar mundir. Skýrt er frá komu Kristjáns konungs IX. hingað til lands „með frelsisskrá í föðurhendi“, ferð hans austur um sveitir, aðal- hátíðinni á Þingvöllum og þjóðhátíðarhaldi í öllum sýslum landsins. í bók- inni birtast myndir af fjölda manna, er koma við sögu, ljósmyndir frá konungskomunni og há- tíðahöldunum, myndir af ýmsum spjöldum og merkjum, er uppi voru höfð, góðum gripum, er þjóðinni voru gefnir, skrautrituðum ávörpum o. fl. Þá hefur bókin og að geyma allmargar myndir eftir erlenda lista- menn, sem sóttu ísland heim í tilefni hátíðarinn- ar. — Ýmsar þessara mynda hafa aldrei verið birtar fyrr en nú. Fjórtán ár eru síðan höfundur hófst handa um söfnun efnis í bók þessa. Ritaði hann þá allmörg- um mönnuin víðs vegar um land, er vel mundu atburðina 1874, og fór þess á leit að þeir skýrðu frá þjóðhátíðarminningum sínum. Svör bárust frá 30 mönnum úr ýmsum landshlutum. Þessir menn eru nú flestir látnir, en frásagnir þeirra birtast í bókinni og auka verulega gildi hennar. (Auglýsing) Kristján konungur IX. .1 Bók þessi er í sama broti og rit þau, sem út hafa verið gefin um Al- þingishátíðina 1930 og Lýðveldishátíðina 1944. Kostakjör Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins njóta ekki aðeins þeirra hlunninda, að fá félagsbækurnar við mjög vægu verði, heldur er þeim einnig gefinn kostur á að fá aukabæk- ur útgáfunnar með um 20% afslætti. Eftir því sem útgáfa aukabóka fær- ist í vöxt, eftir því eru þessi hlunnindi mikil- vægari. Skal vakin at- hygli á því, að þeir fé- lagsmenn, sem kaupa 5 helztu aukabækur útgáf- unnar í ár, fá afslátt af þeim sem nemur heldui hærri upphæð en íélags- gjaldið er. Fyrir félags- gjaldið fá þeir sex bækur, samtals um 1300 bls. að stærð. Gerizt áskrifendur og njótið þessara mikilvægu hlunninda. Félagsmenn, kaupið jólabækurnar hjá eigin forlagi og sparið með því fé! Afgreiðslan er að Hverfisgötu 21 i Reykja- vík. Umboðsmenn hefur útgáfan um land allt. Höfundur Njálu Meðal útgáfubóka vorra í ár er rit Barða Guð-. mundssonar þjóðskjala- varðar, Höfundur Njálu. Hefur nok-kur hluti rits- ins áður birzt í blöðum og tímaritum, en firnm ritgerðir eru hér prent- aðar í fyrsta sinn. Bók: þessi hefur að geyma stórmerka rannsókn á einu mesta listaverki ís- lenzkra bókmennta. Hún er mjög vei rituð og víða bráðskemmtileg aflestrar. — Skúli Þórðarson mag- ister og Stefán Pjetursson þjóðskjalavörður hafa annazt útgáfu bókarinnar. Ritar Stefán greinargóðan inngang, er nefnist: Hin nýja Njáluskoðun. Félagsbœkurnar 1958 Félagsbækur Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins munu koma út um miðjan nóvember- mánuð. Bækurnar eru sex, samtals um 1300 bls. Nú eins og í fyrra verður félagsmönnum gef- inn kostur á pokkru val- frelsi. Brátt verður nánar sagt frá árbókunum og tilhögun valfrelsisins. „Frú óbyggðum7', ný bók effrir Pólma Hannesson, fagur óður til londs og tungu Meðal útgáfubóka Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins í ár er önnur bókin í flokki rita þeirra, sem Pálmi Hannes- son rektor lét eftir sig. í fyrra kom út bókin „Landið okkar“, safn út- varpserinda og ritgerða, aðallega um ísland, landið sjálft, íslenzkt þjóðerni, sögu og tungu. Bók þess- ari var frábærlega vel tekið, svo sem hún átti skilið. Seldist hún mjög vel, og er upplagið senn á þrotum, þótt stórt væri. Hin nýja bók Pálma „Frá óbyggðum", hefur að geyma snjallar ferðasög- ur, bráðlifandi lýsingar á íslenzkum öræfaslóðum og allmarga kafla úr dag- bókum, er höfundur hélt jafnan á ferðalögum sín- Bók þessi er, eins og hin fyrri, rituð á þrótt- miklu og litauðugu máli. Má hiklaust kveða svo að orði, að hún sé fagur óður til lands og tungu. Bókin er prýdd ágæt- um myndum, sem Pálmi Hannesson tók á ferða- lögum sínum. Hún er nokkru stærri en „Landið okkar“, í sama broti og hún og svipuð að frágangi. Málflutningsskrifsiof» MAGNÚS THORLACHJ8> hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. Sími 11875 PRENITUN Á: PAPPiR • PAPPA » TAII • GLER • VIÐ • ANSLAGAKEPPiXIX á miðnætursskemmtun í Austurbæiarbíói miðvikudagsWöli 5. nóv kl. 11,15. Hin afar spennandi atkvæðagreiðsla um úrvalslögin, bæð í nýju og gömlu dönsum. I rinsteiustu da> tj urluy asiia varar lantSsin.s Sigmundur Ilelgascn Haukur Morthens Helena Eyjólfsdóttir Adda Örnólfsdóttir Gestur Þorgrímsson Baldur Hólmgeirsson syngja og kynna lögin ásamt Carl Billich og Fjórum jafn fljótum. Til bragðsbætis: söng-eftirhermur Gests Þorgrímssonar. — Húla-hopp-dansinnj sem nú fer eins og eldur í sinu um allar iaiðir og hin sprenghlægilega morgunleikfimi þeiira Gests Þorgrímssonar cg Emilíu Jónasdóttur, sem nú cr ein af okkar allra snjöllustu leikkonum. Bezta kvöldskemmtun, sem lengi hefur verið völ á. —- Sala a Igöngumiða hjá Fálkanum, Laugavegi, í Vesturveri og Austurbæjarbíói á þriðjudag og miðvikudag. Verið fljót að tryggja yður miða. — Aðeins þetta eina sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.