Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 11

Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 11
Mánudaginn 3. nóvember 1958 V í S I ■ stór Ijósmynd af henni sjálfri. Perrier gat ekki varist brosi. Það gerði hann ávallt, ef hann varð einhvers var, sem minnti á hé- gómagirni kvenna, eins og myndin gerði nú. Hvaða karlmaður myndi hafa uppi mynd af sjálfum sér? Perrier fór að hnýsast í skápa og fór sér ekki að neinu óðslega. Þegar hann hafði lokið því fór hann að leita í skúffum. Svo safn aði hann saman nokkrum handtöskum, er hann fann, og lagði á rúmið. í öllum var hið sama, spegill, vasagreiða, varalitur, púður- kvasti, vasaklútur — hver hlutur á sínum stað, og nafnspjald með nafni hennar og gististað. Ekkert annað. Hún hafði sannar- lega ekki neinu gleymt af þeirri reynslu, sem varð hlutskipti hennar, er hún starfaði fyrir andspyrnuhreyfinguna. Þar var ein af reglunum, að bera ekki neitt á sér, sem gat komið fjandmönh- unum vel. Hann leit sem snöggvast inn i baðherbergið og gekk svo aftur inn í setustofuna, og opnaði skrifborðið. Þar var ekkert nema blek og blekbytta, bréfsefni frá gistihúsinu og nokkur póst- kort með mynd af því. Hann ákvað að hafa tal af þjónustufólkinu. En hvorki- þernán né yfirþjónninn gátu látið honum í té neinar upplýsingar, aðrar en þær, sem þau þegar höfðu látið lögreglunni í té. Hið sama varð uppi á teningnum í snyrtistofu gistihússins. Hann hafði líka tal- af nuddkonu gistihússins, en hún vissi- ekkert —ekki einu sinni neitt mas um hana, að minsta kosti ekki frá þessu sumri. Perrier tók hluti þá, sem Corinne hafði komið fyrir til geymslu í peningaskáp gistihússins. Þegar hann opnaði vegabréf hennar datt úr því pappírslappi, en á hann var skrifað: Ef dauða minn ber að höndum þarj ekki að tilkynna það neinum.- Þetta kom honum nokkuð óvænt. I-Iún hlaut að hafa verið mjög einmana. Svo fór hann að athuga skartgripaskrín hennar. Skartgripirnir voru-fáir, en all verðmætir. Honum til undrunar fann hann bréfa- bunka neðst i skríninu og vafið band um. Þetta voru ástarbréf, en það var engin undirskrift og engin dagsetning. Hún hafði klippt ofan og neðan- af- bréfiunum. Þessi bréf voru henni vafalaust mjög dýrmæt, — en enginn skyldi nokkru sinni fá að vita frá hverjum þau voru. Þannig hafði hún ályktað. Já, hún var varfærnari en hann hafði haldið. Það kom allt af eitthvað. fram, eftir dauða manna, sem hafði þau áhrif, að merm lærðu að þekkja þá betur. En Corinne hafði séð um, að það sem hann vildi vita, var áfram hulið. Mark kom í Mulot-veitingastofuna klukkan á slaginu tólf. Á gangstéttinni fyrir framan hana voru fjögur borð, dúkuð með rauðköflóttum borðdúkum. Hibiseusrunnaa’ i grænmáluðum hálf tunnum voru til prýðis á milli borðanna og höfðu þau.áhrif, að mönnum fannst þeir vera einangraðir frá öðrum. Mark settist við borðið .næst dyrunum, og bað um aperitif, ískaldan, en þennan drykk hafði hann .vanið sig á í París fyrir mörgum árum. Hann drakk úr glasinu í botn. Fyrst eftir að hann skildi við lögreglufulltrúann hafði hann reynt að komast að niðurstöðu um hvernig hann gæti fundið leið til þess að sniðganga allar hans aðvaranir, án þess að ana út i ófærur. Hann varð að játa með sjálfum sér, að hann hafði enga leið getað fundið. Eins og- sakir stóðu var ekkert,- sem hann gæti gert, sem lögreglan gat ekki gert þúsund sinniun betur. Og. sein,- ustu orð Perriers um, að Corinne myndi vera á lífi nú, ef ekki væri vegna þess, að hann hefði flækt henni í málið, höfðu hæft í mark. Hann hafði engan rétt til þess að tefla öðrum í hættu. I rauninni gat hann ekkert gert nema bíða átekta í þolinmæði, og vera reiðubúinn til framkvæmda, ef eitthvað tækifæri biðist. Upp úr þessu íór hann að hugsa um Fleur — og honum var svölun í að hugsa t-1 þess, að hann gæti nú varið tímanum að vild sinni. Hann hafði þó farið að einu ráði Perriers, leikið sex holur til viðbótar, og látið sem hann hefði aðeins áhuga fyrir golfleiknum, en ekki fyrir fólkinu, sem kom á golfvöllinn. Á leiðinni til baka höfðu tveir menn gefið honum merki um, að þeir óskuðu eftir að fá að sitja í hjá honum, annar gamall maður, hinn miðaldra, en hann anzaði hvorugum. Svo var ungur maður á bifhjóli, sem var að leika sér að því að fara fram úr honum, hægja svo á sér, svo að hann kærnist fram úr, og lék þennan leik hvað eftir annað, en pilturinn hvarf honum í umferðinni í Monte Carlo. Hann var ekki í neinum vafa um, að pilturinn var að njósna urn hann. Hann minntist þess nú, aðdrann hafði lesið um tvo njósnara í styrjöldinni, sem hafði orðið mikið ágengt, vegna þess að þeir léku sitt hlutverk þannig, að engan grunaði, að þeir væru ööru vísi en fólk er flest. Gott og vel, hapn hafði einbeitt öllum hugs- unrm sinum að fjandmanninum ,nú gat hann veitt sér, að hugsa ekkert um hann í bili, reyna að leyna, að hann hefði nokkurn RENNÍSMIÐUR Duglcgur rennismiður óskast nú þegar. Uppl. gefur Gunnar Vilhjálmsson kl. 10—12 f.h. Egiíl Vilhjálmsson h. f. Laugavegi 118. ■ViV«V«V«%Vm%V«bAV«V«W j: Kaupmenn! ji Kaupfélög! •: Við höfum jafnan fyrir- S liggjandi frá Tékkóslóvakíu SJONAUKA ? ýmsar stærðir. í PENINGASKAPUR Vil kaupa peningaskáp, má vera notaður. Uppl. gefur Matthias Guðmundsson. Egill Viihjálmsson h. f. Laugavegi 118. Sími 22240. Rifflasjónauka HJÚKRIÍNARMAÐUR ÓSKAST Hjúkrunarmann vantar í Kópavogshæli um mánaðartímá nú þegar. Umsækjendur snúi sér til forstöðumanns eða ýfirlæknis Kópavogshælis, er gefa nánari upplýsingar, símar 19785 og 14885. Skrifstefa ríkisspítalanna. ATVINNA Stúlka óskast strax. Uþpi. hjá verkstjóranum. Efnalaugin Lindfn h.f. Skúlagötu 51. SMÁSJÁR fyrir skóla og rannsókmrstofur. * ■¥• Einnig hin þekktu DOLONIT POLOX sólgleraugu. / AV.V.V.V.W.VAWWVW Sími 12870. E. R. Burroughs - TARZAIM - 2753 Pappírspokar allar stærðir — brúnir úr kraftpappír. — Ódýrari en erlendir pokar. Pappírspokagerðin Áður en hermennimir gátu rönd við reist, hafði ftoden ráðist á æðsta prest- inn og háít hann Undir. —- Hann greip um háls honum og var alveg að kyrkja hann :----- þegar loks verðirnir létu loks.sð sér kveða, þeir þustu fram hjá Tarzan yfir- manni sínum tii bjargar — innan stundar. mundi líf þeirra aftur vera á valdi Ludons! BOMSUR margar gerðir, gamla verðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.