Vísir


Vísir - 06.11.1958, Qupperneq 1

Vísir - 06.11.1958, Qupperneq 1
T q i y 48. árg. Fimmtudaginn 6. nóvember 1958 247. tbl. Var fiugvéíiwri grandað? Kúbans’ka flugfélagið tilkynn ir, að saknað sé einnar flug- vélar félagsins. Farþegar í henni voru 25. Seinast fréttist til flugvélar- innar yfir landsvæði, sem er á vaidi uppreistarmanna. — Þess er skammt að minnast, að far- þegaflugvél frá sama félagi fórst í lendingu í flæðrmáli á landsvæði uppreistarmanna um seinustu helgi. Sagt var, að flug maðurinn hefði verið neyddur til að lenda, en uppreistarmenn sögðu stjórnarhermenn hafa skotið hana níður. - Geislavirkni hefur tífald azt hér frá 18. Er ugglaust ai rekja til kjaritorkutiiraúna Sovétríkjanna á Norður-lshafi. Þetta var fyrir nokkru árum eitt af vígalegustu orrustuskipum Breta „Anson“. Æfi þessara stóru bryndreka er ekki löng þótt til þeirra sé kostað fé sem nemur hundruðum milljóna króna. Anson var 15 ára gamalt þegar það var dæmt til að höggvast upp. Orrustuskipin eru orðin úrelt hernaðartæki, segja sér- fræðingarnir. 3Æœiin«par haia fariö Írattt hér frá /. sept. Eins og kunnugt er, hafa fregnir utan úr heimi borið með sér að geislavirkni hefur víða aukizt til muna síðustu vikurnar, og meðal annars hefur þetta átt sér stað á Norð- urlöndum, þar sem menn fylgjast nákvœm- lega með þessu. Vísir vissi til þess, að œtlunin var að hefj- ast handa um geislamcelingar í lofti hér, og birti raunar fregn um það á síðasta vori, fyrstur blaða, að tœki til slíkra mœlinga vœru í smíðum fyrir okkur í Danmörku. Taldi blaðið þess vegna rétt að leita upplýsinga um þetta til prófessors Þorbjarnar Sigurgeirs- sonar, sem stjórnar þessum athugunum. Pravda birtir „yfirlýsingu“ frá Pasternak. Haitn kaliai* verðflaunaveif- inguna „stjómntáflabreflflu66. Pravda, annað aðalblað sovét- kommúnista, hefur birt yfirlýs- ingu frá Boris Pasternak, þar sem segir, að veiting Nóbels- verðlaunanna hafi verið „stjórn- málabrella." ‘ Verðlaunaveiting þessi hafi haft hinar óskaplegustu afleið- ingar, segir Pasternak, og bend- ir á, að fyrir fimm árum hafi hann komið til greina sem verð- launaþegi en þá hafi haffirTekki verið búinn að skrifa skáldsög- una um Zhivago lækni. Ennfrem ur tekur Pasternak fram, að hann hafi ekkert sagt um þetta nema af frjálsum vilja!! Svo virðist sem ofsóknum gegn Pasternak hafi verið hætt skyndi lega, síðan hann bað Krúsév og aðra fyrirgefningar, en þessi yf- irlýsing Pasternaks bendir til þess, að stjórnarvöldin hafi neytt hann til að semja hana eða skrifa undir hana — hafi hann átt nokkurn þátt í henni. Engin innrás í Tunis að sögn Frakka. Herstjórn Frakka neitar því algerlega, að nokk.uð sé hæft í því, að franskar hersveitir studdar skriðdrekum hafi farið inn yfir landamæri Túnis í gær í leitar skyni. Birti Tunisstjórn tilkynningu um þetta og kvað þær hafa farið inn í nokkur þorp, m. a. þorpið, sem Frakkar gerðu loftárás á í febrúar s.l., en það varð mjög til þess að spilla sambúð Frakka og Túnismanna um skeið. — Einn maður er sagður hafa beðið bana en annar særst af völdum þessarar innrásar. Marteínn hafðí þá ekki strokið. Marteinn Olscn hafði bá ekki strokið eftir allt saman. í gær- kvöldi barst lögreglunni í ! Reykjavík tilkynning frá Litla Hrauni að Marteinn Olscn hefði strokið úr hælinu. Tilkynningin var send út strax og Marteins var saknað um 8,30 í gærkvöldi. Síðan fréttist ekkert þaðan að austan. í morgun skýrði fangavörður- inn á Litla Hrauni Vísi frá því að Marteinn hefði fundist í húsinu skömmu eftir að til— kynningin var send til lög- reglunnar. Kvað hann Martein vera hinn rólegasta og hefði hann ekki gert tilraun til stroks, síðan hann kom að Litla Hrauni. Gelslamælingarnar hófust hér 1. september, eða strax og tæki þau komu til landsins, sem von hafði verið á lengi. Var sannarlega mál til komið, að mælingar þessar hæfust hér, því að geislavirkt ryk í lofti hefur nálega tífaldast síðastliðn- ar sex vikurnar, að því er Þor- björn sagði í viðtali 1 morgun. Þegar mælingarnar byrj- uðu, var lítið af geislavirku ryki í loftinu, en um 18. sept- ember byrjaði það að hækka ískyggilega og hefur síðan tífaldast, eins og áður segir. Reyndar hoppar þetta upp og niður, og einnig er það að taka fram, að tækin hafa ekki verið stöðugt í gangi allan tímann, því að bilun varð á þeim og nokkuð hefur dregizt að fá varahluti í þau. Ekki eru enn hafnai geisla mælingar á vatni hér, sagði pró- fessor Þorbjörn, en sýnishorn- um vatns hefur verið safnað um nokkra hríð, og munu mæling- ar á þeim hefjast á næstunni Á Norðurlöndum hefur geisla virkt ský legið í 10 kílómetra hæð nokkra hríð undanfarið, eða eftir að hinar áköfu til- raunir með kjarnorkusprengj- ur hófust fyrir nokkrum vik- um. í DanmÖrku hefur það t. d. komið í ljos, að geislavirkni regnvatns er tíu sinnum meiri en eðlileg geislun náttúrunnar. Þó hafa heilbrigðisyfirvöld þar, ekki talið þörf á að tilkynna almenningi um þetta, þar eð gert er ráð fyrir, að geisla- virknin hverfi fljótt. Eins og kunnugt er, hafa sovézkir vísindamcnn nýlega sprengt hverja kjarnasprengj una á fætur annarri fyrir norðan heimskautsbaug, og telja Norðmenn, að sumar sprengingarnar hafi verið framkvæmdar aðeins um 700 km. frá horðurodda Noregs. Finnst þeim það að sjálf- sögðu hættulega nærri landi, enda _ hefur geislavirkni F'ramhald á 5. síðu Milljónir Japana í kröfugöngum. Fjórar milljónir manna í Japan lögðu niður vinnu í gær, fóru í kröfugöngur, héldu mót- mælafundi og flykktust að þing húsinu. Var þetta allt í mótmæla- skyni við lagasetningu um auk- in völd lögreglunni til handa. Samgöngur lögðust niður og vandræðaástand varð yfirleitt á sviði samgangna og víðar. Þetta voru mestu kröfugöng- ur, sem sögur fara af í Japan eftir styrjöldina. Berjast gegn Bretum og Oman-soldáni. Uppreistamenn athafnasamir í Aden. Limdúnablöðin skýra frá því nú í vikunni, að uppreistarmenn í Oman á Arabíuskaga'liafi haft sig mjög í frammi seinustu daga gegn Bretum. Daily Mail segir, að til þeirra berist daglega birgðir skotfæra og matvæla frá Saudi-Arabíu og Yemen, þeim til stuðnings i bar- áttu þeirra gegn Bretum og sol- dánum af Oman. Uppreistar- menn hefjast við uppi í fjöllun- um í Oman. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í London segir, að mjög ýktar fregnir hafi verið um þetta birtar, en Kairoútvarpið hafi skýrt frá því, að Bretar hefðu látið fallhlífalið svífa til jarðar í Oman-fjölium, og að brezk herflugvél hefði verið skot in niður. Þessar fregnir hafa verið lýstar ósannar í London. Rétt sé að skotið hafi verið af rifflum á brezka herflugvél, og komu tvö skot í annan vænginn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.