Vísir - 08.12.1958, Qupperneq 9
Mánudaginn 8. desember 1958
VlSIIt
9
Ævisaga indversks tneistara.
Hvað er bak við myrkur lok-
aðra augna? Paramhansa
Yogananda: Sjálfsævisaga
yoga. íslenzkað hefir: Ingi-
björg Thorarensen. Útgef-
andi: Prentsmiðjan Leiftur,
Reykjavík 1952. 452 bls.
Þetta er bók um yoga eftir
yoga. Innblásinn bókmennta-
viðburður. Hrein opinberun.
í þessari bók útskýrir • ieist,-
arin Yogananda af vísindalegri
nákvæmni hin óræðu en fast-
mótuðu lögrriál, sem yogar nota
til kraftaverka og til aó cöiast
sjálfstjórn.
Hér birtist í fyrsta nni
ævisaga raunverulegs, nd-
versks yoga, rituð af i num
sjálfum fyrir lesendur Vestur-
landa.
Yogananda er fyrsti mikli
meistarinn frá Indlandi, sem
dvalizt hefir langdvölum (30
ár) á Vesturlöndum. Hann
stofnaði tvær óháðar trúar-
stofnanir: Sjálfskönnunarfé-
lagið (S. R. F.) með alþjóðleg-
um höfuðstöðum í Ameríku og
Y'ogoda Sat-Sanga (Y. S. S.) í
Indlandi.
Yogananda kenndi tugþús-
undum nemenda frumatriði
yoga — vísindalegrar tækni,
sem vekur guðdómsvitund
mannsins.
Ekki aðeins í lífi, heldur
einnig í dauðanum færði Yg-
ananda sönnur á gildi yoga.
Hann lézt í Los Angeles 7. marz
1952. Vikum saman eftir lát
hans Ijómaði ásjóna hans af .ó-
breyttum og fölskvalausum
dýrðarljóma. Líkami hans rotn-
aði ekki.
Formála bókarinnar ritar W.
Y. Evans-Wentz, M. A., L. Litt,
Dr. Sc., Jesug. College, Oxford,
sem var persónulega kunnugur
meistaranurn.
Bókin er prýdd fjölda mynda
úr lífi Yogananda. Þar eru lit-
ríkir kaflar um heimsóknir
hans til Mahatma Gandhis, Ra-
bindranath Tagores, Lúthers
Burbanks, hins ameríska spek-
ings, sem bókin er helguð,
Theresu Neumann, hinnar ka-
þólsku konu, sem ber merki
Krists o. fl.
Bók þessi hefir verið þýdd á
fjölda tungumála. Það er mik-
ill fengur að því, að hún skuli
nú einnig hafa verið þýdd á
vora tungu og eiga allir þeir,
sem stuðlað hafa að hinni ísl.
útgéfu þakkir skilið og þá ekki
sízt frú Ingibjörg Thorarensen,
sem hefir unnið hér mikið
þrekirki. Haraldur Sigurðsson
bókavörður hefir aðstoðað
frúna og farið yfir handritið,
eins og frá er skýrt í formála
þýðanda. '
Allur er frágangur bókarinn-
ar hinn vandaðasti og útgef-
anda til sóma.
Þeir, sem lesa þessa bók,
munu geta tekið undir orð
Thomasar Manns, Nóbelsverð-
launahandhafans, er hann
sagði: „Eg er yður þakklátur
að hafa leyft mér að skyggnast
um í þessari töfrandi veröld.“
Þar er alltaf eitthvað
að gerast.
„Sjö skip 09 sín ögnjti af hverju11.
Sigurður Haralz: Sjö skip og
sín ögnin af hverju. 210
bls. Útgefandi: ísafoldar-
prentsmiöja h.f., Reykja-
vík 1958.
Það er senn aldarfjórðungur,
síðan fyrsta bók Sigurðar Har-
alz kom út, og á tæpum tíu ár-
um sendi hann frá sér þrjár
bækur — Lazzaróna, Emigranta
og Nú er tréfótur dauður — en
nú hefir verið algert hljóð úr
þeirri átt í fimmtán ár. Þeim,
sem lásu fyrri bækur hans,
þótti í rauninni leiðinlegt, að
Sigucður skyldi hafa lagt penn-
ann -til hhðar, en nú er komið
á daginn, að hann hefir ekki
gert það með öllu.
Sigurður hefir sagt svo frá í
viðtali í blaði, að hann hafi
verið uppreistarmaðyr í æsku,
og þess vegna lagði hann land
undir fót, eða fór öllu heldur í
■ siglingar, flæktist. um allan
heim og lenti í mörgu misjöfnu.
Lesendur fyrri bóka hans. eru
kunnugir flakki hans, og hér
24 undfrstööuafriöi 100 myndir
r ...
Ef þér viljið gera starf yðar, eða starfsmanna yðar,,Iéttara
og. auðunnai'a. Þá lesið bókina Léttið störfin.
Ódýr og nytsöm jólagjöf, sem fæst hjá öllum bóksöium.
Útg. IMSÍ.
40 hfcösíður Kostar aBeins 20 kr.
SKRIFSTOFUSTULKA
ÓSKAST
frá næstu áramótum. Umsóknir með upplýsingum um
menntun, fyrri störf o. s. frv. sendist Sambandi smásölu-
verzlana, Laugavegi 22.
segir hann frá nýjum ævintýr-
um á sjö skipum, sem hann
sigldi á víða um heim.
Kaflaheitin í bókinni gefa
greinilega til kynna, að margt
hefir drifið á dagana, og má
geta nokkurra: Þrumuveður —
hrátt kjöt og bókmenntir,
Uppreisnin út af náðhúsinu,
Enskur aðalsmaður og kjálka-
brotinn Kínverji, Hjá mellu-
konsúl í San Juan, Negraveizla
á Haiti, Dýr í búrum — þil-
farsfarþegar og margt fleira.
í þessari bók Sigurður er
alltaf eitthvað að gerast, en
það virðist augljóst af öllu, að
hann er ekki að lita eða krydda
frásagnir sínar til þess að þær
gangi betur í lesendur. Hann
segir blátt áfram frá, án þess
að ýkja, en hann er heldur ekki
ragur við að láta allt fara eins
og það gerðist, þótt það sýni
hann ef til vill ekki I eins
skemmtilegu ljósi og margir
mundu vilja, sem vilja vera
engilhreinir þrátt fyrir volk og
slai'k.
Þeir eru annars orðnir fáir
íslendingar, sem kunna að
segja frá slarki, flakki og flæk-
ingi eins og Sigurður Haralz.
Þess vegna er tilbreyting að
bók hans, skemmtileg tilbreyt-
ing, sem verður vafalaust
mörgum til ánægju, eins og
þeim, sem þetta skrifar. Ög
ekkert væri á móti því, þótt
hann gæfi ísafold kost á að
gefa út eitthvað meira af svo
góðu.
J.
Skeyti til Garcia eftir Elbert Hubbard, gefið út árið 1899
mun vera það rit, sem mesta útbreiðslu hefur hlotið af
veraldlegum ritum. Eintakafjöldinn nemur um 85 milljónir,
og hefur rit þetta verið. gefið út á 25 þjóðtungum.
Útdráttur frá ísler.zkum blaðaummælum:
„Bókin er hin þarfasta hugvekja til allra borgara
þjóðfélagsins“.
„Allir ættu að lesa hana, og allir mundu hafa gott
af því.“ i
„Tii eru menn, sem heíur crðið oftar hugsað til
þessarar bókar en flestra bóka annarra, sem þeir
hafa lesið. í rauninni eru .til aðeins .þr.ennskonat’
menn. Þeir, sem koma skeyti til Garica,. og hinir,
sem ekki herða sig að því, eða eru þess ekki um-
komnir.“
„Og einhvern veginn er það svo, að ekki er síður
þörf fyrir boðskap hennar nú en áður, nú þegar
öldin virðist sérhlífnari en góðu hófi gegnir, en
jafnframt kröfuhörð til annars fremur en sjálfs,
sín.“
„Þess vegna mætti bcðskapur þessarar litlu en víð-
frægu bókar hejzt ekki fara fram hjá nokkru ung-
menni — nokkrum manni.“
•Nú er þessi litla en íræga bók. komin út i annari útgáfu
einkar snoturri.
Fæst hjá bóksölum í Reykjavík og nágremii.
Atr.
JQLAOJAFIR
Estrelía skyrlur
Sportskyrtur
hvítar.,— mislitar
,;ÐoubIe Tv/o“
Teryleneskyrtur . .
sem.aldrei barf að .straua
— aukaflibbi
Peysur
S o k!: a r
N æ r I ö t
Hálsbindi
Fatatöskur
Plaat-fatahlífar
FALLEG FLSK
Æ»AISFÆSTA &JÍÞFSX