Vísir - 23.12.1958, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1958, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Þriðjudagrnn 23. desember-1958 Bíla-raftækjaverzlun og rafvélaverkstæSi Halldórs. Ólafssonar, Rauðarárstíg 20. Verzlunin Brynja. Ford-unjboðið — Kr. Kristjánsson h.f., Laugavegi 163—170. Blómaverzlunin Hraun. Lampinn. Bólsturgerðin, I. Jónsson h.f. hahn þá gjarnan háreistari en eðlilegt var, til þess að hús- bóndinn sæi sem allra bezt í spegilihn. Var mjög að þessu skopast og vísur komu á loft um slík til- tæki. í útgerð var rekstur Sigur- jóns engu síðri en í landbúnað- inum. Hann átti stóran sexær- ing, og strax og fyrstu göng- um var lokið, þurfti að koma bátnum af stað, fá menn á hann og hefja róðrana. Faðir minn var stundum for- maður á bát þessum. Var þá ým- ist róið frá Gvendarbás eða Húsavík. Sigurjón lét byggja vandaða sjóbúð, eftir því sem þá tíðkað- ist, í Gvendarbás, og var íbúð- arrúmið innri endi búðarinnar. Rúmbálkar voru þar og nægi- lega margir fyrir 6 menn. Þar var eldaVél, svo að nægur hiti var. En framan við skilrúm, sem var þvert yfir búðina, var béitn ingaiTÚmið og athafnastaður sjómannanna. Fiskurinn, sem veiddist, var bæði lagður inn í verzlanir og svo notaður til heimilisþarfa, því að mikils þurfti búið við í þeim efnum ekki síður en öðr- um. Æðarvarpið var ekki veigaminnsti þátturinn í bú- skaparstarfseminni á Laxa- mýri. Snemma á vorin þurfti að fara að laga til í varpiriu eða strax og fyrstu fuglarnir fóru að koma. Það þurfti að setja upp hræðurnar og laga til í runnunum, til þess að fuglinn ætti góðan aðgang að iireiðr- um. Strax og fuglinn tók að verpa var byrjað að taka eggin til neyzlu. En samtímis voru egg send á kotin í kring, því að fólkið þar þurfti að fá egg eins og heimafólkið. Og a-llt var þetta gefið og þótti sjálfsagður hlut- ur á hverju vori. Þegar hreiður losnaði, voru þau egg hii-t, serii eftir urðu. Og um dúninn var vel haldið, því að hann var 'ákaflega verðmæt vara. Að varpi loknu voru öll egg tínd og allur dúnn hirtur. Þá var sent með fúleggin heim á kotin, en þau reyndust oft í margar tunnur. Þau egg voru einnig gefin. Samhliða varpinu kom lax- inn. Þá voru laxakisturnar sett- ar niður og ákveðnir menn sett- ir til veiðanna. Þegar tók að veiðast, voru orð gerð heim á kotin að sækja mætti- nýja laxhausa og dálka. Og var hendinni ekki slegið á móti því boði. Þótti það heldur kræsileg máltíð, þegar haustar og dálkar voru á borðum, því að oft fylgdi fiskm' með dálkunum. Þurfti ékki um svengd að ræða dagirin þann. Sögjn um káifaeidi á Laxamýri. Sg orðrómur var á kreiki, að ekki væri hægt að ala upp kálf á Laxamýri, þar sem þeir dræpusf. allii’. Enda hafði þetta oft verið reynt, og það brást öðrum og þriðja sólaa;hring, Þótti mönnum stundum sem þeir væru jafnframt illa út leiknir. Var það orðin svo sterk trú, þegar ég var í Saltvík, að þýð- ingarlaust væri að ala upp kálf á Laxamýri, að það var ekki reynt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.