Vísir - 23.12.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 23.12.1958, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Þriðjudaginn 23. desember 1958 Lögreglatt lokar æfinga skóla betlara á Ítalíu. Tekjur neanenda nánw 5 millj. fiíra á dag. RÓM, 20. des. (UPI). — Ný- lega lokaði lögreglan hér „æfingaskóla betlara“, sem var við Via Casilina. Samtímis tók lögreglan með sér sem sönn- unargögn eina milljón líra, sem voru tekjur skólastjórans eftir daginn. Það eru 20% af tekjum nemendanna — dagtekjunum. „Æfináaskóli betlaranna" var að vísu leynileg stofnun, en lögreglan er viss um, að þetta er ekki eini skólinn af þessu tagi, sem rekinn er í borginni. En betlaraskólinn við Via Casilina var frægasti skóli sinnar tegundar í Rómaborg og jafnvel þótt víðar væri leitað, og sá bezt skipulagðí. Skólinn var í tveim deildum. Var önnur deildin fyrir stjórn- endur og um leið heimavistar- deild fyrir þá nemendur, sem voru að komnir. Hin var æf- ingadeild, þar sem verklegt nám fór fram. Forstjórinn eða skólameist- arinn var 40 ára gamall maður, Pasquale Pugliese að nafni, verkamaður frá Neapel. Pugliese samdi allar kennslu- reglur skólans og stofnaði hann og sjálfur valdi hann nemendur sína. Lögreglan skýrir svo frá, að Fugliese hafi komið til Rómar M fyrir rúmu ári og þá sett skól-““ ann á stofn. Hann fór við og við til Suður-Ítalíu til þess að velja sér nemendur. Hann lét þá búa hjá sér í skólanum, meðan þeir voru að læra undirstöðuregl- urnar. Eftir mánaðarnám fóru þeir svo að ,vinna“ og skiluðu 20% af dagtekjunum í hendur Pugliese. Æfingakerfið var að nokkru leyti skrifaðar reglur um hvað gera skuli og hvað ekki og áttu nemendurnir að kunna þær ut- anbókar. Þær voru á þessa leið m. a.: Veljið ykkur góðan stað þar sem mikil umferð er. Horfið í augu fólks þegar þér betlið. Látið það alltaf sjást að þér séuð ekki vinnufær. Verið í hreinum, en bættum fataræfl- um. Hreinir um hendurnar og skafið undan nöglunum — ekki þó of hreinir. Setjið upp hæfi- lega mikinn þjáningarsvip. í geymslum sínum hafði Pugliese föt fyrir betlarana, stafi, ýmis gervi, hjólastóla og margskonar undarlega hluti, sem hann notaði við kennsluna. Nemendunum var kennt hvernig þeir áttu að leika halta menn og lamaða og jafnvel hvernig þeir gátu ranghvolft augunum svo að þeir sýndust blindir. Sumir nemendur tregðuðust við að skila meist- aranum hinni tvöföldu tíund, en þá tók hann til sinna ráða og hótaði að láta lögreglunni í té upplýsingar, sem mundu leiða til handtöku þeirra. í s.l. mánuði neitaði einn nemandinn að greiða Pugliese 20%. Þá greip meistarinn til hótananna, en það endaði með því að hinn 21 árs gamli nem- andi réðist á meistara sinn og misþyrmdi honum. Pugliese var fluttur í sjúkra- hús vegna meiðslanna og þegar þangað kom kærði hann hinn illa lærisvein og þá komst allt upp. Skólanum var lokað. Pugliese hefur nú verið kærður fyrir margskonar afbrot svik og pretti og allt fé hans — fleiri milljón lírur — hefur verið gert upptækt og verður senni- lega afhent kristilegum góð- gerðarstofnunum. Hei'ðursmerki. Síra Bjarni Jónsson vígslu- biskup fær Dannebrogs-stór- kross. — Við hátiðlega at- höfn í danska sendiráðinu þ. 20. þ. m. afhenti ambassador F.ggert Knuth greifi vígslu- biskupi síra Bjarna Jónssyni stórkrossinn af Dannebrogs- orðurnL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.