Vísir - 23.12.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 23.12.1958, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 23. desember 1958 VÍ SIR 5 f r Osamkomulag um hvalveiðar. AJþjóðaráð hvalveiðimanna hélt nýlega fund í London. Sanikomulag gengur erfiðlega um að koma hvalveiðunum í það horf, að komið verði i veg fyrir algera útrýmingu þessarar stærstu skepnu sjávar. Alþjóða- ráðið kemur saman einu sinni á ári til þess að ákveða hvaða teg- undir hvala og hve marga af hverri tegund megi veiða á hverri vertíð. Á síðari árum hef- ur stefnan verið sú að takmarka veiðarnar til þess að koma í veg fyr.ir þurrð. Þó hefur veiðikvót- inn fyrir næstu vertið, sem hefst í janúar n. k., verið ákveðinn sá s.ami og fyrir árið 195S. Samkvæmt þessum kvóta er engin s'-pting ákveðin um leyfi- legt ';--'agn .eða eftir1;t haft með tærð veiðiflota hverrar þjóðar um sig, þeirra, er hvai- veiðar stunda. Þstta tvennt er aðalorsökin til ósamkomuiagsins. Þrátt fyrir það þótt veiðileyfi hafi verið takmörkuð, íjölgar hvalveiðileiðöngrum, einkum frá Japan og Rússl. Japönsk hval- veiðifélög hafa það fram yfir önnur, að þau ráða yfir stórum innlendum markaði fjrir hval- kjöt til manneldis og borga starfsmönnum sínum lágt kaup, en rússneski livalveiðiflotinn vlrðist rekinn á kostnað ríkisins. Norðmean hafa haft við orð að segja sig úr alþjóðaráðinu. Sam- keppnin er ákaflega hörð meðal hvalveiðiþjóða, verð á hvallýsi lækkandi vegna minni smjörík- isnotkunar en áður og meiri framleiðslu annarra olíu. og lýs- istegimda. Útlitið fjTir hvalveiði- iðnaðinn er því slæmt sem stend- ur. Rússar hafa til þessa neitað að samþykkja .nokkra hvalveiði- samninga, en Japanir ekki. Rúss- ar standa einnig utan við samn- ing þann, sem enn gildir milli Hollands, Noregs, Japans og Bretlands, en samkvæmt honum er takmörkuð tala þsiiTa hvala, sem veiða má á komandi. vertið. CThe Financial Times, 20.11. ’5S;). ---•--- Sendi slöngu í pósti. Menn nota mjög mismun- andi aðferðir, þegar þeir gera fjandmönnum sínuni banatilræði. Fyrir nokkrum dögum var komið í pósthúsið í Kol- ombo á Ceylon mcð böggul, sem merktur var C. Marikk- ar, póstmálaráðherra eyjar- innar. Þegar sendandi hafði greitt undir böggulinn og farið leiðar sinnar, varð póstþjónninn þess var, að eitthvað var á hreyfingu inni í bögglinum. Maðurinn reif þá utan af honum, og opnaði kassann, sem um- búðabréf var vafið um. I kassanum reyndist ofsareið kobraslanga, sem gerði þeg- ar árás, en var drepin, áður en hún vann mein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.