Vísir - 23.01.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 23.01.1959, Blaðsíða 3
Föstudagihn 23. jánúar 1959 V t S I Mi 3 Magnani í Maug- hammynd. Þið haldið kannske að vér eigum við „Romeo og Júiíu“, l»ait gamalþekktu. Nei, hér er um að ræða kvik- rnynd sem byggist á sögu Somerset Maughams og hlýtur það að gleðja alla hans fjöl- mörgu aðdáendur. Þeir sem muna eftir sögunni rnunu hafa gaman af að heyra hver leikur aðalhlutverkið, hina yndislegu Julie. Það er engin önnur en hin fræga Anna Magnani. Fyrst var Ingrid Bergman boð- ið aðalhlutverkið, en hún var um of önnum kafin svo að hún ,gat ekki tekið að sér að leika þessa kátu söguhetju gamla. meistarans. á Eeskari er ekke?! Hann veiðir frekar þefdýr. Elisabet á frum- sýningu. Nýlega var frumsýnd sam- tímis í Kaupmannahön og Lon- don mynd þeirra Danny Kayes og Curd Júrgens, „Eg og of- urstinn“. Elisabeth Englandsdrottning' var viðstödd frumsýninguna í London og heilsaði upp á að- alleikendurna, þ. á m. Frank Sinatra við það tækifæri. Ef ungur leikari dvelur um, I stjörnubjarta nótt nálægt Mul- , hollandgötu (skammt frá j Hollywood) þá er ástin með í ■ leiknum. Því er þó ekki þannig varið um John Compton. Hann legg- j ur leið sína til þessa róman-! tíska staðar til þess að veiða pokarottur, refi og þefdýr. j „Eg veiði þau í gildru og eg, et pokarotturnar, það er nefni- | lega það. Eg reyndi einu sinni að eta ref, en hann var vondur á bragðið,“ sagði John. John gæti verið uppfinning auglýsingarstjóranna, en hann hefur ekki einu sinni um- boðsmann í þjónustu sinni. Hann viðurkennir, að hann sé skrýtinn fugl. Hann er frá Tennessee og jhleypur um hæðir og holt í j fleyginni skyrtu og nankins- buxum og lifir eins og einsetu- rnaður, en kemur við og við til manna til þess að- leika í kvikmyndum og sjónvarpi. En nú er hið frjálsa líf hans brátt á enda. Jack Webb náfi í skott- ið á honum og er nú að æfa hann í aðalhlutverkum í leyni- lögreglumyndum. „Eg á að fara til New Yorkj bráðum til að leika þar í mynd um,“ segir John. „Eg vona bara að þessir peningar og allt það komi ekki til að breyta neinu. Eg hefi látið mér nægja ein föt, en Mr. Webb sagðist ekki þola að sjá mig svona ber- fættan, svo að hann keypti handa mér sex skyrtur, sex hálsbindi, sex pör af sokkum, tvo alfatnaði, tvö pör af skóm og tvo yfirfrakka. Þetta eru bara allt of fín föt til að vera í í fjöllunum." John býr á hálfri ekru lands, sem vaxin er ávaxtatrjám. Hann býr þar í liúsi, sem er eitt herbergi og sefur í svefn- poka. ,,Eg verð að hrekja burt köngulærnar og' maurana áður en eg skríð niður í svefnpok- ann minn á kvöldin,“ sagði hann. Hann dregur fram lífið á kaktusum, ávöxtum, villibráð og ræktar sitt eigið bygg. ,.Eg veit að eg er skrýtinn, en eg lifi eins og mér líkar bezt. Ef það hneykslar ein- hvern, þá hann um það, það kernur mér ekkert við,“ segir John og hlær. „Stundum heldur fólk að eg sé að Ijúga, en eg hef meira að segja drepið skröltorm og etið hann. Eg þekki enga leikara, þeir skipta sér ekkert af mér. Einu sinni réðst eg inn . í ,.ölpartí“ bara til að sjá hvern- ig það liti út. Eg var í gömlu fötunum mínum, en hinir voru allir í kjól og hvítu. Það gekk heitt til. Eg' rakst á Kim Novak þar. Maður lifandi, það var .nú.......Mér þætti gam- an að vera boðinn í svoleiðis samkvæmi. Það voru tvær hljómsveitir og eg dansaði við allar þessar ríku stúlkur.“ John á að leika kaldan karl, leynilögreglumann í New York, og má sannarlega taka á öllu sínu. ,.Eg ætla að spara pening- ana. Það er alltaf gott að g'eta gripir til þeirra. Peningar eru þægilegir vinir.“ Við spyrjum, hvort hann fari aldrei á stefnnmót? „Alveg frá þér — vil heldur tala við uglurnar. Maður þarf aldrei að eyða aurunum í þær.“ Vaxandi vinsi Skóburstarann í Kensington Palace Hotel í Lundúnum rak í rogastanz um daginn, þegar hann sá skóna, sem voru við dyrnar Jijá einum gestanna. Þar var nefnilega komið fíflið Ceco, sem skemmtir í heimsborginni um (þessar mundir, og hafði látið út fyrir dyrnar þrenna stóra skó, sem hann notar í skemmtiþætti sínum. Rétt er að geta þess, að Coco var strax reiðubúinn til greiða skóburstaranum uppbót vegna stærðar skónna. Útflutningur vestur-þýzkra kvikmynda jókst um 50% á árinu 1958 miðað við 1957. Árið 1958 voru útflutnings- tekjur Vestur-Þjóðverja af kvikmyndum sem næst 6 milljónum dollara, en 4 mill- jónir 1957. Samt sem áður nema leiguútgjöld V.-Þjóð- verja fyrir erlendar kvikmynd- ir miklu meiru en tekjur þeirra af útflutningnum. Á fyrstu níu mánuðum ársins 1958 greiddu V.-Þjóðverjar 22 milljónir dollara fyrir leig'u á erl. mynd- um. Mikojan kyssti Jerry Lewis Hann var í heimsókn í Hollywood. Anastas I. Mikoyan, hinn þekkti aðstoðarforsætisráð- lierra þeirra Rússanna, kom mönnum á óvart þegar hann var í liollywood núna um dag- inn. Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti Jerry Lewis á kinn- ina — ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Mikoyan var á kynningar- ferð um Paramount kvik- myndaverið er þetta gerðist. ; Þar hitti hann Jerry Lewis, er sá síðarnefndi var þar að vinnu við gerð myndarinnar „Don’t Give Up the Ship“. Lewis mun hafa látið nokkra „brandara11 fjúka, urn leið og hann bað Mikoyan að ganga fram fyrir kvikmyndatökuvél- arnar meðan verið var að taka eitt atriði myndarinnar. Síðan; kynnti Lewis Mikoyan fyrir' meðleikendum sínum, en þeirra á meðal er ung leikkona að nafni Dina Merrill, uppeidis- dóttir Josephs Davies er eitt sinn var sendiherra Banda- ríkjanna í Moskvu. Mikoyan var að yfirgefa kvikmyndatökusainn gekk Lewis, sem var klæddur í ein- kennisföt bandarísks sjóliða, með honum fram á tröppurnar. Varð Lewis það. að orði, að hann vildi að hann hefði kjark til að kyssa herra Mikoyan á kinnina fyrir komma. Mikoyan lét þá ekki á sér standa og rak Lewis koss á kinnina. Síðan rak hann honum annan koss, •svo að ljósmyndarar fengju tækifæri til að festa atvikið á filmu. M. a. leikara sem Mikovan hitti þar vestra voru Marlon Brando og Sophia Loren. Þessi sérkennilegu andlit sjást í indversku myndinni Pather Panchali, sein fjallar um fjölskyldulíf í Indlandi og þykir meistaraverk. !ndversk kvlkriysi4 sem er með snillibrag. ICvik'myndsrinn áffi ekki ®inu sinni myndsvéBEna. Dag nokkurn árið 1952 ráf- aði Satyajit Ray, sem var 31 árs, niður götu eina í Kalkutta, vatt sér inn í veðlánabúð og vcðsetti gimsteina konu sinnar. Fyrir aurana, sem veðlánar- inn lét af hendi rakna, tók hann á leigu gamla kvikmyndatöku- jvél. Ray hafði annars ekki fengizt við kvikmyndatökur og kunni lítið sem ekkert til þeirra hluta. Hann fékkst að vísu eitthvað við leiklist og iþekkti nokkra leikara í Kal- í kútta. Hann fór nú á fund vina sinna, leikaranna, og' segir ekki af þ.ví hvað þeim fór á milli, fyrr en Ray tróð nokkrum þeirra inn í bílskrjóð og af stað var haldið eitthvað út í sveit. Hópurinn settist að i smáþorpi og nú var kvik- ; myndavéhn tekin upp. Þetta 1 gndurtóku þeir félagar á hverj- um frídegi næsta hálft annað ár, og þá voru þeir búnir að taka heilmikla kvikmynd á gömlu vélina. Þeir sneru sér nú til stjórnarvaldanna í Vestur-Rangal og fóru fram á styrk til þess að geta gert myndina sýningarhæfa. Ári seinna var svo lang't komið. Mestur hluti styrksins, sem nam um 38 þús., fór til a'j gera tal við myndina. Hvernig var nú þessi mynd? Svarið var afdráttarlaust: Meistaraverk! Þetta er senni- lega bezta þjóðsögukvikmynd, sem gerð hefir verið síðan Robert Flathertý gerði mynd sína Nanook of the North. | Á þeim þrem árum, sem liðin eru síðan farið var að sýna myndina, hefir hún hlotið fimm stór-verðlaun á kvik- myndahátíðunum í Cannes og San Francisco og víðar. Hún hefir farið slgurför um rnörg lönd að undanteknum Banda- ríkjunum. Þar var hún aðeins 1 sýnd í San Francisco. í Man- hattan kvikmyndahúsunum 1 átti hún ekki upp á pallborðið og vildi ekkert þeirratakahana til sýningar. En nú hefir Man- hattan Fifth Avenue kvik- myndahúsið iátið sér segjast og kom strax í Ijós, að áhorfend- ur kunnu að meta hana og hef- ir verið meiri aðsókn að henni en nokkurri annari mynd síð- an Gervaise ,var sýnd þar. —- Pather Panchali heitir á ensku The Lament of the Path. sem kannske fná þýða Harmleikur- inn við veginn. Samt er þetta ekki eintóm sorgarrolla og eru mö/g létt atriði og skemmtileg í myndinin. Hún sýnir margar hliðar hins daglega lífs við veginn í þorpinu, alvarleg'ar og kátlegar og er oft mikið hlegið þótt alvaran sé á næstu grösum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.