Vísir - 23.01.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 23.01.1959, Blaðsíða 11
Föstudagimi 23. janúar 1959 V í SIR 3! SOLEN \ Svona lííur rússneska eldflaugin út. Myndin er af líkani sem var til sýnis í Prag. Teikningin sýnir braut eldflaugarinnar. Hún fór fram hj á tunglinu í 7 þúsund kílómetra fjarlægð og hélt áfram í sólarátt. Rússarnir vona að Iiún fari inn á braut umhverfis sólina og liringsóli bar eins og punktalínan sýnir. í Danntörkti eru viðskipta- horfur taldar óvissar, þrátt fyrir aukin viðskipti ’58 og met-gjaldeyrisforða nú. Frá fréttaritara Vísis. Khöfn í gær. Verzlun Danmerkur við öinuir lönd var að ýmsu leyti hagstæð á s.I. ári og hafði bæt- andi áhrif á efnahag landsins, en óvissa um Vestur-Evrópu- viðskipti og viðskiptaáætlanir voru Hess valdandií að verr horfði um utanríkisverzlun Dana £ ársbyrjun. Einn af sérfræðingum lands- ins í efnahags- og fjármálum, Hans Muus verzlunarráðsfor- maður, hefur kveðið svo að orði, að það sem allt sé í rauninni undir komið, sé það, hvort á- fram sé hægt að halda opnum erlendum mörkuðum fyrir danskar landbúnaðar- og iðn- aðarvörur. Stjórnmálalega og efnahagslega skoðoð, gæti það haft hinar háskalegustu afleið- ingar, ef stofnun sameiginlegs anarkaðs Vestur-Evrópuland- anna sex (Beneluxlandanna — Frakklands, Ítalíu, V.-Þýzkal., Hollands, Belgíu og Luxem- bourg), yrði til þess að Evrópu- þjóðirnar skipuðu sér í flokka í stað þess að starfa allar sam- an. Samkomulagsumleitanir nni frjálsari aðgöngu að mörk- Oðum eru hinar mikilvægustu, jneð tilliti til möguleika Dana á auknum viðskiptum og efna- hagslegrar framtíðar landsins. landsins. Aðrir sérfræðingar hafa rætt málið mjög í sama dúr, en al- tnennt virðast menn þeirrar skoðunar, að hversu erfiðar *em samkomulagsumleitanir «m frjálsari viðskipti landanna i OEEC (Efnahagsstofnun Ev- rópu) verði, verði að finna ■lausn á vandanum, og það muni takast. C. V, Jemert, formaður Kaupmannafélagsins, segir m. „Það gæti varla talizt raun- hæft, að gera ráð fyrir því, aú Vestua-Evrópa gæti til lengd- ar verið klofin efnahagslega, þannig, að þjóðirnar skipuðu sér í flokka, og hver flokkur reyndi að vinna að sínum við- skiptalegu hagsmunum. Stjórn- málalega er svo mikið í húfi, að fyrir þetta mun verða girt.“ Viðskipti juk- ust 1958. Gjaldeyrisaðstaða Danmerk- ur gagnvart öðrum löndum batnaði árið sem leið vegna aukinna vióskipta, um 750 millj. kr., þrátt fyrir óhag- stæða verðlagsþróun, að því er snerti landbúnaðarframleiðslu, eins og kjöt, flesk, mjólkuraf- urðir og egg, og talsvert minni tekjur af farmgjöldum. Á hinn bóginn var mikil bót að því, að uppskeran 1957 hafði reynzt svo mikil, að mjög dró úr eftir- spurn á innfluttu korni og öðr- um fóðurvörum og tilbúnum áburði. Útflutningur iðnaðarvarnings. Útflutningur á iðnaðarvarn- ingi var vel viðunandi, á að gizka 4000 milj. kr. að verð- mæti, að um það bil helm- ingur alls útflutningsins, en svo er hins að geta, að það var ekki fyrr en seint á árinu 1958, að framleiðslan varð meiri en hún var sömu mánuði 1957, og ekki verour um neina verulega framleiðsluaukningu að ræða fyrir árið í heild, miðað við 1957. — Aage L. Rytter, for- maður danska iðnráðsins, hef- ur vakið athygli á nauðsyn þess, að iðnaðurinn verði efldur, til þess varanlega að leysa efna- hagsvandamál Danmerkur. Hann Iagði áherzlu á, að sam- keppnin yrðí harðari,: hyernig svo sem færi um Vestur-Ev- rópumarkaðsáformin. í ný- birtri OEEC skýrslu er og lögð áherzla á, að hraðari iðnþróun í Danmörku yrði mikilvægt at- riði danskrar efnahagsstefnu. Kaupskipaflotinu. Hér koma og til greina óviss- ar- horfur um hag kaupskipa- ftotans. Tekjur af farmgjöldum 1957 námu kr. 1.750 millj. kr., en lækkuðu talsvert árið sem leið og horfurnar óvissar. Gjaldeyrisforðinn. Gjaldeyrisforði þjóðbankans og verzlunarbankanna nam 1180 millj. kr. um miðbik þessa mánaðar — og er það met i þessu andi — en efnahags- sérfræðingar margir hafa látið í ljós, að þar fyrir mætti ekki síaka neitt á ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið fjárhags- stefnunni til stuðhings. Engin skattalækkun. Forsætisráðhen’ann, H. C. Hansen, hefur í ræðu varað við oftrausti og lagt áherzlu á, að farið væri gætilega, og hann kvaðst ekki geta lofað neinni skattalækkun hvorki 1960 eða 1961. Verðlagsskilyrði, bæði að því er varðar útflutning og innflutning, gætu tekið skjót- um breytingum, og gjaldeyris- forðinn þannig etast upp. Kvefið hefur ekki komið! Stærsti lyfjaframleiðandi í Brctlandi, fíoots Pure Drug Company, sagði fyrir nokkru upp 100 manns, sem starfa þó ekki lijá fyrirtæk- inu að staðaldri, en vinna í eirmt vcrksmiðju þess, þegar mikið er að gera. Mann- fjölda þessum var sagt upp, af því að veðurfar hefrr ver- ið sérstakiega gott í Bret- laudi til skantms tíma. svo að kvefIj’f fcafa wér fekkért FELAG STÓREIGNA- SltATTStGJAIRfNDA Framhaldsstofnfundur félagsins verður haldinn í Tjarnar- oafé (niðri) mánudaginn 26. þ.m. og hefst kl. 8 síðdegis. Til umræðu verður: a) Efiing samtaka meðal stóreignaskattsgjaldenda, til þess. að fá eignatökulögin, nr. 44/1957, numin úr gildi. b) Hvern.ig réttast sé fyrir stóreignaskattsgjaldendur að snúast við innheimty hins svonefnda skatts. Þess er vænst, að sérhver stóreignaskattsgjaldandi vilji að- stoða félagið í baráttu þess fyrir a-fnámi þessara laga og. niðurfellingu skattsins. — En bezta og auðveldasta aðstoðin er, að ganga í félagið, — að mæta á fundum þess, — og Iiafa samband við skrifslofu þess. Sími hénnar verður fyrst um sínn 14964. Frummælandi á fundinum verður Páll Magnússon, lög- fræðingur. Stjórn félagsins. Sjómannafélag Reykjavíkur AÐALFUNDUR Sjómannafél. Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 25- janúar 1959 í Iðnó og hefst kl. 13,30 (1,30 e.h.) Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Venjuleg aðalfundarstorf. 3. Önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýna skírteini við- innganginn. Stjórnin. Sjómannafélag Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR verður haldinn í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar sunnu- daginn 25. janúar kl. 2 e.h. í Verkamannaskýlinu. Ftindarefni: Venjulcg aðalfundarstörf. ' Lagabreytingar. Stjórai®. * ; .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.