Vísir - 23.01.1959, Blaðsíða 10
VÍSIR
Föstudaginn 23. janúar 1959
M.
heit
SKALDSAGA ETTIR MARY ESSEX.
Hún var lengi að skrifa þetta bréf. Fleygöi hverju uppkastinu
eftir annað. Þetta mátti ekki líta út sem betlibréf, hún ætlaði
aðeins að segja eins og satt var, að svona væru horfurnar hjá
Candy og móður hennar — svona varð bréfið að lokum:
Þegar þér fáið þettci bréf mun Colin fyrir löngu hafa sagt
yður hvernig komið er. Eg tek þetta mér mjög nœrri, og
eiginlega get eg ekki skilið, hvað veldur því, að honúm hef-
• ur snúist hugur svona skyndilegci.
Þetta hefur verið mikið áfall fyrir móður mína, og eg er
mjög kviðandi, hennar vegna.
Hún hefur hajt mikinn kostnað af undirbúningi brúð-
kaupsins. Eg geri varla ráð fyrir, að Colin sé fylLilega Ijóst
hvernig við erum stœðar, fjárhagslega. Það var vandalaust
að afbiðja brúðkaupsmatinn og ýmislegt annað, en það sem
eg keypti í búið og ýmislegt annað, er ekki hœgt að endur-
senda, en verður að borgast, þó að eg hafi ekkert gagn af
því. Mér er óljúft cið fara fram á það, en samt langar mig til
að biðja yður að spyrja Colin, livort hann vilji taka á sig
cið hálfu kostnaðinn við þetta — móti móður minni? Það
verður ekki annað sagt, en að það hafi verið honum að
kenna að ekkert varð úr brúðkaupinu.
Eg hef aldrei á œfi minni skrifað bi'éf, sem mér hefur
þótt jafn leitt cið senda, en því miður er mér nauðugur einn
kostur.
Eg vona að þér skiljið mig og fyrirgefið mér. CANDY.
Hún límdi umslagið aftur án þess að lesa bréfið yíir og fór
með það í póstkassann undireins, annars var hún hrædd um að
lienni féllist hugur að senda þaö. En allt var betra en aö mamma
hennar gerði alvöru úr þeirri hótun sinni að lögsækja Colin.
Hún varð að reyna þessa leið! Móðir hennar blaðaði meö fálm-
andi fingrum í reikningahrúgunni og Colin haföi hlaupist á
burt frá öllu saman — hver sem gæti gert það sama! Eitthvað
út í buskann, sem allra lengst burt. En þá yrði móðir hennar að
taka afleiðingunum. Nei, það var ekki hægt.
Barónsfrú Cameron svaraöi bréfinu um hæl. Ef Candy hefði
hugsað sig um hefði hún getiö sér til um hvernig svaraöi mundi
yerða.
..Kœra Candy: — Það hryggir mig að þetta skyldi koma
fyrir. Þetta hafa verið ■erfiðir dagar, en eg vona að þér
munuð sjá fram á að betra var að slita sambandinu strax en
að ganga í hjónaband, sem hlaut að fara illa. Það mun k'oma
á daginn, að okkur er öllum fyrir beztu að svona fór.
Colin er farinn til útlanda og verður að heiman nokkra
mánuöi. Uann biður mig um að skila til yðar, að þau út-
gjöld, sem á ykkur hafa fallið vegna ráðágerðarinnar um
brúðkaupið, lcomi ykkur einum við en ekki honum. Iíann
símaði frá París, og eg sagði honum frá bréfi yðar. Hann
áleit að hvorki hann eða við hefðum nokkra fjárhagslega
ábyrgð af trúlofunarslitunum, og er er honum alveg sammála
um það. Mér fellur illa að vera óþœgileg, en eg verð þó að
segja, að bréf yðar var mér óvænt skapraun. Meö vinsemd.
FRANCESCA CAMERON.
Candy hafði ekki ætlað að sýna móöur sinni þetta bréf, en
frú Grey kom inn meðan hún var að lesa það. Hún sá undireins
hvaö í efni mundi vera og Candy varð að sýna henni bréfið.
Hún las það hægt og dökkur roði kom i kinnárnar. Það kom
ekki oft fyrir, — aðeins þegar hún varð verulega reið eða mjög
sár. Hún sneri sér að dóttur sinni.
— Það var ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Það verður að
kinsa þetta fólk í eitt skipti fyrir öll. Það var vel gert af þér að
vilja skrifa, en eg fann á mér, að það mundi ekki koma að neinu
haldi. Þessu fólki er alveg sama um aðra, það hugsar aðeins um
sjálft sig! Og við verðum að hafa sama lagið. Eg tek þetta bréf
og sýni Northcote málaflutningsmanni það, því að þetta er mál,
sem rétturinn verður að skera úr.
— Æ, nei, mamma! Mér er ómögulegt að hugsa til þess!
Frú Grey settist þungt á rúmstokkinn, jafn rauð í framan og
áður. Candy datt allt í einu i hug, að læknirinn hefði haft orð
á þvi fyrir nokkru að hún hefði of háan blóðþrýsting. Hún hafði
vafalaust illt af svona geðshræringu! En henni fannst hræðilegt
að hugsa til þess aö eiga að lögsækja Colin fyrir rof á hjúkskap-
arheiti.
— Candy, eg get blátt áfram ekki útvegað peningana, sem
við skuldum; þetta gerir út af við mig. Eg er gömul og eg get
hvergi beðið um hjálp. Lánardrottnamir vilja ekki biða, eftir
að trúlofunin er farin út um þúfur. Þú verður að taka ofurlítið
tillit til mín, Candy, það er ranglæti gagnvart mér að láta þetta
fólk sleppa bótalaust.
— Eg er að reyna að hugsa, mamma, en....
— Hafirðu haldið hringnum þá gáturn við selt hann....
— Nei, hann var fjölskyldugripur, móðir hans átti hann —
þetta var erfðagripur, sem mér var órnögulegt að halda....
Frú Grey fór að gráta. Um morguninn hafði pósturinn komið
með mörg kröfubréf — nú vildu allir fá peningana sína. Nú
var ungfrú Grey ekki lengur skuldunautur, sem gæti orðið góður
viðskiptavinur með tímanum, nú væntu allir borgunar strax eða
sendu afrit af reikningnum, með athugasemd um að hann yrði
að greiðast undireins. Frú Grey gekk að skrifborðinu og náði í
öll bréfin og reikningana og dreifði úr þeim. Þær athuguðu þá
í sameiningu, og þegar því var lokið hafði Candy sannfærst um
að óhjákvæmilegt var að reka réttar síns.
— Þú verður þá að tala viö Northcote, sagði hún hikandi.
— Það er það eina sem vit er í. Eg er viss um aö málið kernst
aldrei fyrir rétt. Þegar þetta hefðarfólk skilur, að hér er um
meira en hótun að ræða, borgar það eflaust þegjandi og hljóða-
laust, fremur en að lenda í óþægindum og vekja hneyksli. Eg
veit líka að þú átt ýms bréf frá Colin, sem bera með sér að hann
hefur ætlað sér að giftast þér.
Eftir dálitla stund fór frúin i yfirhöfnina og fór. Candy lagðist
fyrir á rúminu og lokaði augunum. Hún var að hugsa um að ef
málaferli yrðu úr þessu mundu þau skaða Colin meir en hana
sjálfa, og hana langaði ekki til að kvelja Colin, henni þótti alltaf
jafn vænt um hanh.
Hún hefði ekki átt að viðurkenna að hún hefði bréfin frá hon-
um í fórum sínum, því að án þeirra var ekki hægt að fara i mál.
Hún var ein heima núna og hafði tækifæri til að brenna þau. —
Þetta varð að fara eins og fara vildi, án þeirra.
Hún stóð upp og fór að skápnum í stofunni, þar var kistillinn,
sem liún geymdi bréfin í. Það var sárt að brenna bréfin, en....
kistillinn var tómur! Móðir hennar hafði haft bréfin með sér
til málaflutningsmannsins.
Þá gat hún ekkert gert til að hlífa Colin við hneykslinu. Nú
var engin leiö til undanhalds.
.Candy fékk starf i skrifstofu þarna skammt frá i nokkrar
vikur, meðan Northcote málaflutningsmaður var að undirbúa
málið. Hann hafði rætt við málaílutnihgsmann Cameron barón-
essu, en hann hafði ekki gert neina tilraun til að ná sættum í
málinu — eins og Candy hafði vqnað.
Candy vissi < kki einu sinni hvcrt Colin ’ ar kominn til Lcndon
aftur. Hún vonaði í lengstu lög að hún fengi bréf frá honum, eða
hann talaði við hana — þó ekki heíöi verið nema fáein orð, mundu j
þau hafa gert allt léttara. En eki::rt gerðist.
Málaflutningsmaðurinn var bja::sýnn, og það gerði írú Grey j
léttara í skapi. En Candy vonað'i ennþá að kraftaverk mundi
ísrael eflir
skipastólinn.
Beinar siglingar milli
ísraels og Mexico.
fsrael liyggst nú koma á bein-
um skipagöngxmi milli fsiaels og
hafna í Mexikó.
Telur stjórnin í Israel vænlega
horfa um viðskipti milii land-
anna og undangengna 5 mánuði
hafa ísraelsk skip siglt þangað
mánaðarlega með israelska fram
leiðslu, ávexti, iðnaðarvörur o.
fl., en Mexíkó hefur margt, sem
Israel þarfnast. Skipastóll ísra-
els er vaxandi og eiga þeir skip
samtals 400.000 í smiðum erlend
is. Þeir eiga meðal annars ferða-
mannaskip, Jerúsalem, er getur
flutt 500 farþega, og á það að
fara í 60 daga skemmtisiglingu,
frá New York til Dakar i Afríku
og þaðan til fjölmargra hafnar-
bæja.
Mark Israels er, að eignast
stóran kaupskipaflota.
íb\
Dægurfluga.
Victor Smith í vanda
staddur.
Við það aukast deilur
harðar.
Óskar að verða endursendur
alfarinn til Patreksfjarðar.
En skyldi Hennar Hátign
meta
hvað þeir yrðu meira virði,
ef hún léti alla Breta
umskerast á Patreksfirði. í
Jónas frá Grjótheimium.
Vísurnar hafa beðið birt-
ingar lengi.
£. R. Burroujíhs
H0SKIF1EI7, TOMY AMI7 JOM
MOW SAW THE SPEAK.
THRDWEKS LIME UE BEFOEE
THENV
THE PEU/AS
STOPPEC7. A
KESOLUTE CHIEF
STAETEC? TO
SiVE THE
SISNAL FOK.
EXECUTION
Skelfingu lostnir sáu þeir
Toni og Jón örvakastarana
stilla sér upp fyrir framan
Freyr.
Janúar-heftið er nýkomið út
með skemmtilegri forsíðu-
mynd: íslenzkir góðhestar
ásarnt ungum vinum í
Þýzkalandi. Efni: Mót
Landssambands hestamanna
1958. Um búfjártryggingar,
eftir Gunnar Þórðarson,
Frv. til laga um búfjár-
tryggingu með breytingum
búfjárræktarnefndar Bún-
aðarþings, Enn um hunda,
eftir gamlan fjárgæzlu-
mann, Árferði 1958, eftir
Jón H. Þorbergsson, Hús-
anæðraþáttur (Það er ekki
sama hvað börnin borða,
eftir Paul Drucker lækni),
Molar. — Heftið er fjöl-
breytt, fróðlegt og læsilegt
að vanda, efni vel fyrir
komið, og frágangur ritsins
vandaður.
þá. — Trumburnar stöðv-
uðust, foringi einn steig
fram og fór að gcfa merki
um aftökuna — þegar eir-
litur risi birtist allt í einu
á vettvang og gaf háa og
Tímarií V.F.Í.
Vísi hefir borizt 4. hefti 43.
árgangs af tímariti Verk-
fræðingafél. íslands, og er
efni þess m. a.’þetta: Ræður
forseta íslands, Ásgeirs Ás-
geirssonar, iðnaðarmálaráð-
herra Gylfa Þ. Gíslasonar,
og Jóns Vestdals verkfræð-
ings, er hornsteinn scments-
vrksmiðjunnar var lagður
á siðasta ári. Þá eru grein-
arnar Við vegamót þessarr-
ar aldar ótta og vonar eftir
Edgar B. Schieldrop, og Úr
hvaða stéttum koma verk-
fræðingar? eftir Hinrik Guð
mundsson, en auk þess eru
reikningar félagsins og líf-
eyrissjóðs þess fyrir árið
1957 og ýmislegt fleira.