Vísir - 23.01.1959, Page 6

Vísir - 23.01.1959, Page 6
VÍSIB Föstudaginn 23. janúar 1959 WÍSIH& D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti i>. Ritóíjórnai’skrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Sextugur: ASger samstaða. Mönnurn fannst einkar fróðlegt að lesa blöð bæjarins í gær- morgun, einkum frásagnir þeirra af frumvarpi stjórn- arinnar um' efnahagsmáiin. Það voru sérstaklega frá- sagnir Tímans og Þjóðvilj- ans, sem athygli vöktu, því að þótt þessi blöð birtu ekki samhljóða frásögn af frum- varpinu, voru þau alveg á sömu „línu“, svo að ekki gekk hnífurinn á milli þeirra. Þetta er bara kaup- lækkunarfrumvarp, sögðu blöðin bæði, og þar með er þetta mál í rauninni útrætt, því að ástæðulaust er að geta þess að urn leið og launþegar eiga að fórna nokkru af launum sínum, verður framkvæmd alis- herjar lækkun á vöruverði. Skrif Tímans eru á margan hátt merkilegri en Þjóðviij- ans. Talar blaðið í aðalfyrir- sögn um kauphækkanir, sem íhaldið (það var á- hrifalaust í verkalýðsfélög- um ekki alls fyrir löngu!) knúði fram á síðasta sumri og hausti og taki nú aftur!! Blaðið gleymir að geta. þess, að ríkisstjórnin gekkst sjálf fyrir kauphækkunum á síð- asta vori, og lýsti þar með yfir, að atvinnuvegirnir, sem hún taldi sligaða af kostnaði — meðal annars kaupgreiðslum — gæti þrátt fyrir allt borið hærri kostn- að! Og stjórnin hafði geng- izt fyrir margvíslegum öðr- um kauphækkunum, sem al- menningi er kunnugt, er dó. Ekki má heldur gleyma garm- inum honum Katli, þarfasta þjóni fyrrverandi fjármála- ráðherra, sem lagði á sig erfitt ferðalag frá Djúpa- vogi til að koma í veg fyrir, cð Reykvíkingar stjórnuðu sjálfum sér. Hann var látinn standa upp á bæjarstjórnar- fundi í sumar og gera þá kröfu til Reykjavíkurbæjar, að hann gengi þegar og taf- arlaust að öllum kröfum Dagsbrúnar um kauphækk- un. Hefir Framsóknarblaðið alveg gleymt því, hver það var, sem sendi stjórnarráðs- fulltrúann á bæjarstjórnar- fundinn með þessa kröfu? Slíkur skrípaleikur gleymist þó ekki þegar í stað. £f Framsóknarmenn halda á- fram eins og þeir hafa byrj- að að þessu sinni, verður flokkurinn í heild orðinn að þarfasta þjóni kommúnista, áður en hann hefir áttað sig. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem Framsókn gerist handbendi kommúnista. Menn muna, hvernig Tím- inn skrifaði um Dagsbrúnar- verkfallið mikla og lögleys- ur kommúnista vorið 1956. Þá var þagað um allt ofbeldi kommúnista í Tímanum, því að ekki mátli styggja væntc anlega bandamenn. Og það er greinilegt, að bandalagið endist lengur en ríkisstjórn- in, sem þessir flokkar voru saman í. Það íifir lengi í kolunum. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með gangi efna- hagsmálanna á næstunni, einkum að því er snertir af- stöðu Framsóknarmanna til þeirra og kommúnista. Und- anfarið hafa Framsóknar- menn reynt að telja þjóðinni trú um, að flokkur þeirra væri einskonar slysavarna- félag með björgunarsveit og öllu saman. Nú reynir hins- vegar á það, hvort flokkur- inn vill heldur vinna fyrir þjóð sína cða gengur alger- lega á mála hjá kommúnist- um------um leið og þeir eru að færast enn betur undir ok Moskvuvaldsins en áður. Skyldi flokkurinn verða langlífur, ef kommúnistar innlimuðu hann? Jakob Guðjohnsen, vk'i rverkí r æð i ■■ gu r. Jakob Guðjohnsen, yfirverk- fræðingur hjá Rafmangsveitu Reykjavíkur, er sextugur í dag. Hann mun vera þriðji raf- magnsverkfræðingurinn hér á landi, svo ekki Cr langt um liðið frá því að við eignuðumst okkar fyrstu háskólagengnu menn á því sviði. Þegar Jakob kom til Raf- magnsveitunar að loknu námi í Kaupmannahöfn árið 1926, var aðeins hluti Elliðaánna virkjaður. Rafmagn var nær eingöngu notað til Ijósa og smávéla og margur taldi að Elliðaárnar fullvirkjaðar væru Reykvíkingum nægar um langan tíma. Þeir máttu sín aftur meira sem var það ljóst, að nútima þjóðfélag er óhugs- andi án þess að orkan sé tekin í þjónustu manna og að fram- vinda krefðist miklu stórfelld- ari raforkuframkvæmda en verið hafði. Því var það, að ráðizt var í virkjun Ljósafoss og er nú svo komið, að Sogið er nær fullvirkjað og orku- vinnslan 55-földuð. Rafmagns- kerfið hefir vaxið að sama skapi og rafmagnsnotkunin er orðin svo margþætt, að ekki tjáir nöfnum að nefna. Jakob Guðjohnsen á mestan þátt allra, að rafmagnsstjóran- um einum undanskildum, í þessum stórfelldu, tæknilegu framkvæmdum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunar. Þetta mun ekki öllum ljóst, því Jakob er hæglátur maður, sem vinnur störf sín í kyrrþei. En vel mega Reykvikingar og aðr- ir þeir, sem Sogsvirkjunar njóta, hugsa til hans með þakklæti í dag. Jakob Guðjohnsen er fædd- ur á Húsavík, sonur hjónanna Stefán Guðjohnsen og Kristin- ar Jakobsdóttur. Hann er grannhár maður og gjörvilegur og drengur góður eins og hann á kyn til. Við kunningjarnir verðurn ævin- lega himinlifandi, þegar Jak- obs er von, því þá vitum vií, að kímnin og stemmningin er á næstu grösum. Megi honum og fjölskydu háns vegna vel. * Eiríkur Briem. • Höfðisigiegar gjaflr til efifheimillsms. ‘Elli- og hjúkrunarheiinilið Sólvangur í Hafnarfirði hefur beðið Vísi að færa ýmsum hlutaðeigendum þakkir fyrir höfðinglegar gjafir til handa heimilinu og vistmönnuni þess um jólin. Á s.l. jólum bárust heimili og vistfólki rausnarlegar gjal'ir: Bæjarútgerð Hafnarfjarðar gaf Sólvangi mjög smekkleg og vönduð húsgögn í dagstofu. Varnarliðið á Keflavikm-flug- velli gaf vandaðan radíó- grammófón með nokkuru plötusafni, epli, appelsínur, sælgæti, töfl og spil og skóla- börn þar sendu öllu vistfólki jólapakka. I Alþýðuflokksfélögin í Hafn-i arfirði og stúkan Daníelsher (buðu vistfólki á jólati'és- skemmtanir. Lúðrasveit Hafn- arfjarðar kom á gamlársdag og ^lék og Sigurður Björnsson söng með hljómsveitinni. Leikfélag Hafnarfjarðar bauð fólkinu á leiksýningu á Gerfiknapanum. Allir, sem voru það hressir, að þeir gætu farið, sóttu skemmt- anirnar og skemmtu scr mjög vel. Eru það ekki rnistök? Daginn áður en efnaliagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinn- ar var lagt fram, birtist sú fregn í blöðum, að ríkisút- varpið hefði fengið heimild réttra yfirvalda til að gera breytingu á afnotagjaldi sínu. Og bi'eytingin var í hækkunarátt, hvoi'ki meira né.minna en 50% hækkun — minna mátti ekki gagn gera. Fréttum um þetta hefir ekki verið mótmælt. Hér hljóta að vera einhver mistök á ferfúnni. Um leiö 1 og stjórnin er að undkbua Stjórn Lögreglufélagsins mótmælir árásum. Þjóðvifjinn birti þær undir duSnefnsim. lækkun á öllum sviðum, fær ein af stofnunum hennar heimild til að framkvæma stórfellda hækkun á gjaldi sínu. Þetta nær ekki nokk- urri átt og furðanlegt, að þetta skuli gert einmitt á þessum tíma. Það skal játað, að útvax-pið hef- ur á margan hátt aukið starfsemi sína síðustu árin, en mest hefir það verið létt- meti, sem við hefir verið bætt, og finnst notendum vafalaust ástæðulítið að borga 50% lxækkun fyi'ir ‘ Stjórn Lögregluf élags ’ Reykjavíkur hafa borizt al-' mennar, skriflegar áskoranir frá lögreglumönnum við em- bætti lögreglustjórans í Reykjavík urn að mótmæla ill- girnislegum og ósönnum árás- um á Sigurjón Sigui'ðsson, lög- reglustjóra, í Þjóðviljanum undur dulnefnunxxm ,,Boi'gari“ og „Lögreglumaður“, þar sem lögreglustjóra er borið á brýn, að hann eigi sök á ófullkomn- það. En hvað sem öðru liður, þá hljóta hér að hafa orðið' mistök, sem rétt er að leið- rétta þegar í stað. Útvai-pið má fi'ekar við að glata fé en vinsældum! um' húsakosti, senx lögreglu- menn eigi við að búa, og að eigi hafi verið byggð ný lögreglu- stöð o. fl. Stjórn Lögi'eglufél. er Ijúft að verða við þessum áskoi'un- um og mótmælir harðlega fyr- ir hönd lögreglumanna áminzt- um rógskrifum, svo og öðrum níðskrifum um lögreglumenn. Vitað er, að lögi’eglustjóri hef- ir haft hina beztu forgöngu um undirbúning að byggingu nýrrar lögreglustöðvar og fangageymslu, enda er nú fyr- ir hendi lóð og allhá fjárupp- hæð, og er því sízt að saka hann um, að byggingarfram- kvæmdir cru ekki hafnar. Lýsum við yfir fyllsta Þeir, sem hafa átt leið uin efsta hluta Bankastrætis — milli Ingólfssti’ætis og Skólavörðu- stígs — hafa veitt því athygli síðustu daga, að vatn hefur vætl- að undan húsinu nr. 14 og þegai* svell hefur verið komið, hefux', gamla góða ráðið — það eina, sem bæi’inn virðist þekkja —> verið notað: Salt hefur verið bor- ið á svellið! I Á hverjum vetri. Bergmál ræddi um daginn vi<5 mann, sem starfar við þenna hluta Bankastrætis og spurði hann, hvort sprungin væri æð. undir einhverju húsinu þarna, Ekki kvaðst maðurinn vita það, en hitt vissi hann, að þannigi væri þetta á hverjum vetri, þeg- ar frost gerði. Vatn færi að vætla yfir gangstéttina, svell myndað- j ist, svo að umferð yrði hættuleg, og svo væri það bara saltað, þeg. ar kvartað væi'i yfir þessu. i ( I 1 Málið saltað líka. | En það er ekki nóg, að svellið! | sé saltað, sagði heimildarmaðuC j Bei gmáls. Málið -er nefnilegat j saltað líka, eða kvartanir okkai', sem höfum litla skemmtun a| því að vaða i pækli á hverjuml vetri og fá pækilinn inn til olik- 1 ar. I fyrra var siðast kvartað yf«* ir þessu, og þá var sagt, að ekkl væri hægt að gera neitt, fyrr eu frost færi úr jörðu. Svo komi vor, og það kom sumar, en ekk- ert gerðist. Málið hefur víst ver- ið saltað miklu betur en svellið, I , Ekkert að gera! i 1 Enn var vist kvartað núna 1 vikunni, en þá var svarið þannig, að maðurinn, sem ætti um þettat mál að íjalla væri veikur, ogj I væri ekkert hægt að gera. Þá vac j ekki einu siuni farið í hvarf vi,1 frostin, sem menn hafa skotiS( sér bak við hingað til. Og þegab viðkomandi maður kemst á fæt- ur, sem vonandi verður fljótlega, þá verður sennilega ekkert liægt að gei'a v-egna frostanna. Og svo kemur einhvern tíma vor, og þat( kemur einhvern tima sumar '.., En hvenær kemur viðgerðin? Hækkun lijá útvarpinu. Biblían kemst svo að orði. aí hvaðeina hafi sina tíð, eða eitt- hvað á þá leið, og þau orð haía' sennilega flogið ýmsum í hug, þegar þeim barst til eyrna, að úi- varpið hefði fengið leyfi til að" hækka afnotagjöldin. Menn hafar nefnilega verið að heyra úr her- búðum stjórnarinnar, að allt ætti að lækka. Góðkunningi Bergmáis sagði í gær í þessu sambandiii „Sennilega -eru afnotagjöldin undantekningin, sem á að sanna regluna!" Kann að vera, en hvað finnst því gamla fólki um þetta, sem hefur ekkert annað sér i 1 dægradvalar en að hlusta á út- varp? Það ei" bezt, að útvarpi i svari fyrir sig. trausti á lögreglustjóra, Sigti: - jón Sigurðsson, til að leysa far- sællega velferðarmál lögregl- unnar. Þá mótmælum við' því einn- ig, að nafn lögreglunnar s; notað til ærumeiðandi skrifa. Ýmsar aðrar fjarstæður í un> ræddum greinum teljum við ekki svara verðar. Reykjavík, 21 janúar 1959. í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur, Erlingur Pálsson. Guðmundur Hennannsson. Bogi Jóhann Bjamason. Óskar Ólason. Bjarki Elíasson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.