Vísir - 30.01.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 30.01.1959, Blaðsíða 1
49. árg. Föstudaginn 30. janúar 1959 24. tbl. Malenkov, Bulganin líklega stefnt fyrir flokksþingið. Var Eagt til að undirlagi Krúsévs? Landlega hefur nú verið í tvo daga í verstöðvum hér suðvesturlands og er þessi mynd tekin suður í Sandgerði, þar sem flestir bátarnir liggja úti á höfninni. Má telja ellefu br.ta sem liggja við stjóra. (Ljósm. Sn. Sn.) Banaslys á Ægisgötu í morgun. Skipsskrúfa rann af bíBpalli og lenti á manni. Mjög er nú um það rœtt, livort Málenkov, Bulganin og aðrir, sem stimplaðir hafa verið svik- arar, verði látnir svara til saka á jlokksþingi kommúnista í Moskvu. Leiðtogi flokksins í Lenin- grad, Spiridonoff, flútti ræðu og bar fram kröfu í þessu efni. Ólíklegt þykir, að hann hefði gert það, nema í samráði við Krúsév, eða ef til vill að ósk hans. Kemur hér fram, sem áð- ur hefur verið vikið að, að Landlega í þrfá daga. Síðustu daga hafa verið um- lileypingar, ýmist suðaustan eða suðvestan stormur og stór sjór útifyrir. Lrjá undanfarna daga hefur eliki almennt verið farið á sjó. Allir Keflavíkurbátar lögðu samt af stað i gærkveldi og sneru allir við að þremur undantekn- um. Bátar úr.öðrum verstöðvum hér syðra, að Vestmannaeyjum meðtöldum, hafa legið í höfn. Áður en ótiðin gekk í garö var yíirleitt litinn afla að fá. Hæstu Keflavíkurbátar komu til dæmis •ekki með meira en 8 lestir í róðri og 4 til 5 .lesta afli N’ai' al- gengur, Ekki hefur enn orðið vart við nýja fiskigöngu, þótt nú ætti að farauð liða að þeim tíma sem . fiskur gengur á grunníð. M-enn gera sér vonir um að þreyti til með aflabrögð eftir vestanátt. ina, því það er ekki,ósjaldan að sæmilega íiskast eftir slíkar" hrinur. flokksþingið eigi ekki að líða svo, að Krúsév geri ekki tilraun til að „uppræta Malenkov & Co.“, eða að minnsta kosti koma j öllu svo fyrir, að hann þurfi ekki að óttast áhrif þeira. Rœða Gromykos. Gromyko utanríkisráðherra flutti ræðu á flokksþinginu og kvað sovétstjórnina mundu „finna aðrar leiðir“, ef vest- rænu þjóðirnar féllust ekki á samkomulag um Berlín, og að gera friðarsamninga við Þýzka- land. Gagnrýndi hann harðlega dr. Adenauer og Bandaríkjastjórn. Skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins í Bonn er í London, til undirbúnings viðræðum um svar við tillögum Rússa um Ber- lín og sameiningu Þýzkalands, en nefnd frá vestrænum þjóð- um til íhugunar á svarinu, kem- ur saman á fund í næstu viku. Efnahagsmálin i Efri deild. Efnaliagsmálafrimivarp stjórn- arinnar hefur nú farið gegnum Neðri deild og er komið til Efri deildar. Frumvarpið var samþykkt að Jokinni 3. umræðu í Neðri deild með 19 atk\ræðum gegn fimm. Framsóknarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en Eysteinn gerði þá grein fyrír afstöðu þeirra, að þeir vildu enga ábyrgð taka á heildarstefnu stjórnarinn- ar. eins og hún væri komin fram, •en hinsvegar væru þeir með því að fella niður launauppbætur frá því á’s.l. ri, svo að þeir vildu ekki vera á móti frumvarpinu. 1 morgun, um klukkan átta, varð banaslys á Ægisgötu, á móts við hús nr. 4. Bifreið frá Vélsmiðjunni Héðni var þarna á ferð, og var með skipsskrúfu á bílpallinum á leið til viðgerðar. Á bílpall- inum var og starfsmaöur úr Héðni, Skarphéðinn Jósefsson að nafni. Nokkur halli er á götunni móts við hús nr. 4, og tók skips- skrúfan þá að renna til á bíl- pallinum. Skarphéðinn mun þá hafa séð sitt óvænna, og að hann myndi verða fyrir skrúf- unni, ef hún héldi áfram að renna af bílnum. Hann fleygði sér því aftur af bílnum, en datt þegar hann kom niður, og lenti á grúfu og skrúfan ofan á hann, með þeim afleiðingum, að Skarphéðinn beið bana. Lögregla og sjúkrabíll komu þegar á staðinn og fluttu Skarp héðinn í slysavarðstofuna. vog. Maður þessi, Benedikt Guð- mundsson, til heimilis að Nökkvavogi 33, datt á hálku. Hann mun annaðhvort hafa fót- eða lærbrotnað, auk þess sem hann hlaut þungt höfuðhögg. Sjúkrabifreið flutti manninn í Slysavarðstofuna. í fyrradag slasaðist líka kona af völdum hálku, er hún var á gangi í Bankastræti. Hún meiddist á hendi og var flutt til læknisaðgerðar. Eisenhovver forseti hefir sagt að Bandaríkjasýning- in fyrirhugaða í Moskvu myndi sýna Rússum, að Bandaríkjamenn vildu frið- samlega sambúð við aðrar þjóðir. Kostnaður við liana er áætlaður 3.6 millj. d. — Sýning Rússa í New York verður opnuð í Coliseum 28. júní. Pólskur kennimaður undir ákæru. Einn hekktasti kennimaður og ritstjóri Póllands hefur verið tekinn fastur fyrir ýmsar sak- argiftir. Þetta er ritstjóri tímaritsins Homo Dei, sem er talið hafa haft mjög „siðspillandi“ áhrif á ýmsa embættismenn, og að auki er honum borið á brýn að hafa braskað með gjaldeyri á svörtum markaði. Þótt leyft hafi verið að síma fregn þessa úr landi, hafa pólsk blöð ekki mátt birta hana. Frá Akureyrartog- urunum. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — I morgun kom togarinn Sval- bakur til Akureyrar eftir 12 daga ferð á heimamið. Afli togarans var um 179 lestir, mest þorskur, er fór í hraðfrystingu. Harðbakur er í þann. veginn að koma úr söluferð til Þýzka- lands, en þar var tcgarinn í rúmlega viku á eftir í slipp vegna smávægilegrar viðgerðar. 30 hús á Akranesi hafa verið vatnslaus lengi. Fraus í Eeiðslum heim aÖ húsumim. Verzlunarálagning lækkar um 5%. Aðilar að verzlun hafa gefið samþykki sitt. Frá fréttaritara Vísis, Akranesi í morgun. í frosiunum í byrjun þessa mánðar fraus vatn í leiðslum f jölda íbúðarhúsa hér í bœ. Voru það aðallega leiðslumar heim <ið húsíinum, sem frusu. Hefur því vérið alveg vatnsláust í meira en 30 húsum á Akranesi um langt skeið. Unnið er stöðugt að því að þíða úr leiðslúnum með raf- magni. Verkið gengúr seint, því að grafa þarf niður á leiðslur, en jörð er enn mjög frosin. Ekki, hafa áður orðið svo rnikil brogð að vatn frysr í. leiðslum lrér. Ysða er það ,að tísu, að leiðsl- urnar liggja ekki dýpra en 80 sentimetra í jörð, og hefur það verið talið nóg hér um slóðir, en þessi irostakafli hefur fært heim sanninn um það, að ekki dugri að leggja leiðslurnar grynnra en 1 metra. Nú hefur verið landlega hjá bátunum í fjóra daga og útlit fyr r, að landlegudagarnir verði fleiri, því að enn er veðurspáin óhagstæð. Á miðvikudaga fór togarinn Bjarni Ólafsson með 190 lestir af ísuðum fiski tilj | Englands og Akurey siglir lil Þýzkalands. Sanddæluskijnð heiur ekki getað athafnað -sig i Faxaflóa í þessari yiku. Skarphéðinn heitinn átti heima á Framnesvegi 1 hér í Reykjavík. Hann var 51 árs að aldri og maður kvæntur. Slys á Gnoðavogi. Um miðjan dag í gær slas- aðist maður illa á götu, skammt frá barnaskólanum við Gnoða- Verður Haivaii nr. 50? Lagt hefur verið fyrir Randa- rikjaþing frumvarp um eim eitt fylki tíl viðbótar. Hefur það lengi verið áhuga- efni margra aðila, að Hawaii, sem hefur aðeins „ierritory"- réttindi gagnvart Randaríkjun- um, verði gert að fylki ineð full- um réttindum. og er uú kömið iram irumvarp um, aíi það \'eröi 90. fylkiet I stjórnarfriunvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, um niður- færslu verðlags og launa o. s. frv., á sá hluti veralunarálagn- ingar í heildsölu og smásölu, er svarar tíl launa og liagnaðar, að lækka jafnmikið og laun, eða um 5,4%. Að áliti verðlagsyfirvalda nema laun og hagnaður um 60% af heildarupphæð verzlunarálagn- ingar, og ætti því lækkunin að vera 3,2%. Á hinn bóginn hefur rikisstjómin farið þess á leit við Verzlunarráð íslands, Félag ísL stórkaupmanna, Samband smá- söluverzlana og Samband ísl. samvinnufélaga, að lækkun á-, lagningar hjá þeim verði nokkru meiri en þetta, eða 5%. Fyrstu samtökin, sem svöruðu tilmælum ríkisstjórnarinnar ját- andi, voru Félag ísl. stórkaup- manna og Verzlunarráð íslands, og samþykktu þau ályktun þar að lútandi í fyrrakvöld. 1 gær gerðu Samband smásöluverzlana og Samband ísl. samvinnufélaga sínar samþykktir. Síðastnefndi aðilinn (SÍS) var ekki seint á sér að auglýsa sína ákvörðun i útvarpinu í gærkvöldi, og mátti af þvi ætla i fljótu bragði, að Sambandið hefði eitt og af eins- krnrum þegnskap tekið þessa á- kvðrðun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.