Vísir - 30.01.1959, Side 10

Vísir - 30.01.1959, Side 10
10 Vf SIB Föstudaginn 30. janúar 1953' 13 (ícfin heit BKALDSAGA EFTIR MAHY ESSEX. — Bara að eg gæti gert eins og Colin, kvatt England og kom- ist hinumegin á hnöttinn, helzt, sagði Candy. — Eg er alltaf að hugsa um þennan viðbjóðslega Jackson. — Það var heillaráð að ferðast eitthvaö, sagði frú Grey hugs- andi. — En það get eg ekki! Við verðum fyrst og fremst að borga alla reikningana. Til þess fengum við penmgana. Þúsund pund eru mikið fé, en þú veist sjálf hvað verður afgangs af þeim. — Þú gætir reynt að fá starf erlendis. — Það eru líklega litlar líkur til að það takist. Mig langar litið til að halda áfram við skrifstofustörf — eg hef aldrei verið hneygð fyrir þau, og eftir þessa taugaþraut get eg ekki hugsað inér að vinna í skrifstofu. Mig langar mest til að hverfa frá öllu, sem undan er gengið, og byrja á einhverju nýju.... einhverju sem minnir mig ekkert á það, sem á undan er gengið. Burt frá öllu því liðna! En eg veit bara ekkert hvernig eg á að fara að þvi. Frú Grey skildi hana vel. Það var hörmung aö Candy skyldi liafa orðið að þola þetta, og hún áfelldist sjálfa sig fyrir að hafa átt þátt í því. En hún hafði fyrst og fremst orðið að hugsa um skuldirnar, og þær voru vegna Candy. En nú var þeim borgið, — það næsta var að koma Candy á réttan kjöl aftur. Candy verður að ná sér eftir þetta, hún verður að gleyma, sagði gamla konan við sjálfa sig. Bezt væri að hún gæti komist á burt sem fyrst. í nýju umhverfi mundi hún geta skapað sér nýja framtíð. Réttarhöldin voru afstaðin, en blöðin höfðu ekki gleymt þeim ennþá. — Eftir eina viku er allt gleymt, sagði Cathcart málaflutnings- maður. — Og dauðar gífurfréttir eru það dauðasta sem til er! Reynið að þrauka næstu viku, og þá jafnar þetta allt sig, sannið þér til. Hann hugsaði ekki út í að jarðarför Camerons baróns átti að fara fram í næstu viku. Blaðaljósmyndarar geröu sér ferð á aðalssetrið og í kirkjugarðinn þar skammt frá. Þarna var tæki- færi til að stinga inn myndum af Candy og ýmsum meiðandi spurningum: Hafði málareksturina verið bein ástæða til dauða barónsins? Hafði hann gert sér ljóst frá öndverðu að sonur hans mundi tapa? Svo komu bréf frá lesendunum og blaðamennirnir heimsóttu Candy aftur. Enn hafði engum þeirra Lekist að fá svör hjá henni, svo aö þeir urðu að notast við tilgátur í staðinn. Hún neitaði öllum viðtölum og lokaði sig inni. — Mér er ámögulegt að eiga heima hérna áfram, eg verð aö komast burt! kveinaoi hún. Hún hafði enga matarlyst, hún var orðin mögur og guggin, með dökka bauga undr augunum, *þar var ekkert eftir af hinu frísklega útliti hennar. Auövitað veröur þú að komast burt, annars gera þeir út af viö þig. Við veröum að finna einhver ráð. Við verðum að finna einhver ráð. Örlögin geta tekið i taumana með furðulegasta móti, og stund- um ræðst allt á bezta veg, þó ískyggilega líti út. Þegar Candy var að bugast af mótlætinu, brosti heppnin til hennar. Ekki hreppti hún hnossið í auglýsingadálkinum um „Lausar stöður“, heldur á öðrum stað. Það var auðlýst eftir samvizkusamri stulku á þrítugsaldri sem vildi fara til útlanda með litla telpu, sem hafði fengið lömunar- veiki og ekki náð sér aftur. Barnið átti að iðka sjúkraleikíimi á hverjum degi, og þurfti hjálp til aö framkvæma ákveðið æfinga- kerfi unz þaö næði fullum bata. Candy skrifaði þegar í stað og fékk svar frá frænku telpunn- ar, sem átti heima í Westend. — Ef eg get með nokkru móti náð í þetta starf þá tek eg það, sagði Candy. Hún tók fram laglegu bláu dragtina, sem haföi verið saumuð undir brúðkaup hennar og bláa hattinn, með litnum sem Colin geðjaðist svo vel aö, og svo hélt hún af stað til þess að tala við þessa frú Edwards. Henni fannst á öllu að hamingjuhjólið væri farið að snúast í aðra átt, og þaö reyndist svo. Frú Edwards átti heima í stórri nýtízku íbúð og allt benti til þess að hún væri vel efnuö. Candy var. vísað inn í litla, vistlega stofu. Það var auöséð að frú Edwards hafði ekki séð andlitið á henni áður, og Candy óx þrek viö það. Frú Edwrads sagðist vera ný- komin heim frá Egyptalandi og hefði tekið að sér að sjá urn lækningartilraunirnar á frænku sinni. Það kom á daginn að for- eldrar Diönu litlu voru skilin að borði og sæng. Þau höfðu sótfc um lagaskilnað, og faðirinn hafði fengið ráðin yfir dóttir sinni. Diana hafði haft fremur væga lömunarveiki og læknarnir lofað henni fullum bata. En hún þurfti að komast í nýtt umhverfi og fá nákvæma hjúkrun, en helzt ekki þar sem börn á hennar aldri voru fyrir. Hún gat fengiö minnimáttarkennd af því að sjá að önnur börn gætu meira en hún sjálf. Hún var dálítíð máttlaus í öðrum fætinum, og vinstri handleggurinn var heldur ekki vel góður, en þetta mundi batna með tímanum. Faðir Díönu átti hús í Suður-Frakklandi, og ætlunin var að senda telpuna þangaö með ungri stúlku, sem gæti hugsað um hana. Gömul barnfóstra, sem hafði unnið hjá fjölskyldunni í fjölda ára, annaöist bústjórnina í Villa des Lilas. Faöir Diönu ætlaði að koma fljúgandi suður nokkru síðar, en Diana átti að fara þegar í stað, svo að sjúkraleikfimi félli ekki niður. — Mér líst sérlega vel á yður, ungfrú Grey, sagði frú Edwards, sem var einstaklega viðfeldin gráhærð kona og hafði á sér al- þjóðlegt menningarmót og virtist vera lífsreynd kona. — Eg er viss um að þér annist frænku mína á bezta hátt. Við getum boðið yður gott kaup, og viljum ráða yður til þriggja mánaða fyrst um sinn. Að hugsa sér þetta — komast til Frakklands þrjá mánuði — þar sem enginn þekkti hana! Candy gat ekki hugsað sér neitt betra. Frú Edwards leit á vottorðin, sem Candy hafði. Lewis forstjóri haföi skrifað að hún hefði verið áreiðanleg og samvizkusöm í öllu sínu starfi í skrifstofunni. Auk þess hafði Candy meðmæli frá presti, sem hafði verið vinur fjölskyldu hennar; hann var nýlega orðin biskup. Frú Edwards þekkti hann dálítið, svo að þetta varð þungt á metunum. Mér þætti mikilsvert ef þér vilduð taka þetta að vður, sagði hún. — Nú getið þér hugsað málið og símað til mín einhvern- tíma í kvöld. Ef þér segið já, eruð þér ráðin í stöðuna. — Hvernær á Diana að fara? — Einhverntíma í næstu viku. Hún þarf að fara sem fyrst. — Eg get farið hvenær sem vill, sagði Candy. Burt frá öllu sem fljótast! Þetta gat ekki verið betra. Candy fannst ástæðu- fjórir stóru reykháfarnir á verksmiðjunni vingjarnlegir, og rykugu laust að hika nokkuð í þessu. Það er líkast og heimurinn væri orðinn gerbreyttur er hún ók heimleiðis í strætisvagninum. Það lá við að henni fyndisi trén í garðinum voru frisklegri en aö vanda. Og Candy sjálf var orðin ný manneskja. í huganum var hún komin af stað til Villa des Lilas í Suður- Frakklandi. Þar mundi hún gleyma málaferlunum og öllum erfiðleikum i sambandi við þau. Gleyma háa manninum í lög- mannakuílinvm, sem hafði svo vingjarnlegt andlit en var svo andstyggileguv hrotti. Hún gat cnn heyrt storkanir hans: — Hann sendi yður ljómandi fallegar rósir, var ekki svo? Það voruð þér. sem vílduö hafa brúðkaupið sem fyrst — svo að hann skyldi ekki fá ráðrúm til að snúast á áttinni? Eingöngu vegna þess að þér elskuðuö hann svo heitt? Það hljómar fallega, ungfrú Grey, en þér elskuðuð hann fyrst og frernst vegna peninganna. Þorið þér að neita því? KVÖLDVÖKUNNI £- R. Burroughs T ARZ Afy 2 ©03 „Manstu,“ hvíslaði Frank, fimleikamaður. Slæmur fyr- halda, til átaka.“ Tarzan „að þótt Jón sé stjarna lcik- ir hjartanu. Þess vegna hafði mikinn áhuga. „Og ilokksins, er hann lítill þurftum við á Tony að svo... „Og svo....“ sagði Garvey. „Jón Austin kann ekki að synda.“ „Jú, mamma, andlitið -á mér er áreiðanlega hreint. Líttu bara á handklæðið!“ ■jSt „Mamma ,hvers vegna er eg svona magur?“ „Hafðu ekki áhyggjur af því góði. Þegar hann faðir þinii fæddist óg hann aðeins átta merkur.“ „Er þetta satt. Lifði hann?“ ★ Jón litli athugaði málið uin tíma og ákvað svo að bera spurninguna upp fyrir mömmu. „Heyrðu mamma, hefir hann pabbi ekki fengið rautt nef af því að drekka?“ „Nei,“ sagði mamma. „Það er vetrarkuldinn, sem gerir það svona rautt.“ „Það er betra fyrir þig a<5 grafa upp annað svar,“ sagði Jón litli. „Því að eg ætla að spyrja þig að þessari sömu spurningu í sumar." ★ Það var augnarannsókn í skólanum og pörupilturinn „var uppi“. „Lestu það sem stendur á töflunni,“ sagði kennarinn. „Já, eg les það.“ „Lestu það hátt.“ „Hvað gengur á. Kunnið þér alls ekki að lesa?“ spurði pilt- urinn. ★ Pörupilturinn Kristófer hafði fengið „núll“ í sögu —• og kennarinn lét hann sitja eftir og til refsingar átti hann að skrifa „siðbótin" 500 sinn- um á pappír til þess að sýna honum, að slikur atburður hefði gerzt. Þegar Kristófer hafði lokið skriftunum gekk hann upp að púltinu og sagði: „Gerið svo vel herra kenn- ari.“ Kennarinn- leit á verkið. „Kristófer,“ sagði hanri strangur í máli. , Eg sagði að þú ættir að skrifa „siðbótin“ 500 sinnum, en þú hefir aðeins skrifað það 300 sinnum.“ „Og hvað svo?“ sagði Kristó- fer. „Eg hefi líka fengið núll í reikningi“. JARÐHITBNN - Frh. af 9. síðu: jökulár, og þá taka við tæknile* og fjárhagsleg vandamál, sem ekki hefur þurft að glíma við áð- ur. Virkjanir hinna stóru jökul- falla kosta mjög mikið fjárhags- legt átak, og er mikið vafamál, að Islendingar geti lagt út i slíkt eins og málum er háttað i dag. Þegar svo stendur á er það mikill fengur að geta virkjað jarðgufu, þar sem haga má virkj unarstærð eftir vild, og dreiía má stofnkostnaðaði á lengri tíma en þcgar um stórar vatnsvirkj- anir er að ræða. Það er skoðun höfundar, að timabil járðgufúnh. ar í orkuv'nnslu hér á landi muni hefjast nú, þegar Sogið hefur verið fúlivirkjáð. Þar mun gufán hafa mikla hagnýta þýðingu fyr- ir þjóðarbúið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.