Vísir - 11.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1959, Blaðsíða 4
Vf'SlB Miðvikudaginn 11. febrúar 195& Þau hlógu glöð og ánægð ungi maðurinn og konan hans laglega, þegar þau gengu út á ísinn fyrir neðan Niagara- fossana. Þetta var í febrúarmánuði. Hin mikla „ísbrú“ teygði sig óbrotin og traust hálfan kíló- metra milli ijakka fljótsins og fólk í grenndinni var sammála um að brúin hefði ekki verið svo stórkostleg í manna minn- um. Hún var mynduð af gífur- lega stórum isjökum, sem höfðu hrapað ofan eftir fossun- um og lagst til hvíldar í far- veginum í gjánni fyrir neðan. hrópaði jafnframt „Eltið mig!“ til hinna: Leiðin var lokuð! . Lablond, Gilbert og dreng- ir tveir voru alveg á hælunum á honum. En Stantonshjónin sneru við og hlupu í áttina til bandaríska bakkans. Eftir fyrsta kvik íssins heyrðist brak, eins og af sprengingu, sem þrumaði og bergmálaði eftir allri gjánni. Allsstaðar heyrðist urgandi brak og ísinn lyfti sér undir fótum manna. Stantonshjónin in við fljótið og fólk tók að þyrpast að og stóð í hópum á klettunum við gjána. Þar blasti við óhugnanleg sjón. Stór- kostlegur jaki af hrufótturn ís, sem náði hvorugum bakk- anum, rak hægfara ofan fljót- ið og í nánd við Kanadahkð I jakans gátu menn séð þriarj litlar mannverur, karlmann og stálpaðan pilt, sem studdu konu. Dauðinn framundan. „Hvaða fólk er þeita?‘ hrópaði einhver. mm -k——k ■ ■ -x & 'av'átta STEPHEN CAIN rK ®B J NIA6ARA ~~)C ■ ~~)C ■ • ■ ~~)C ■ ■ ií isiiiiii Sumstaðar höfðu jakarnir hlaðizt upp — sumstaðar voru þeir 24 metra á hæð — og „brúin“ náði ’ næstum hálfan kílómetra niður eftir ánni. Ferðamenn höfðu þyrpzt að í hundraðatali til að sjá „brúna“, ganga yfir hana og til að taka myndir af henni. í árlegri skemmtiför. Eldridge og Klara Stanton voru á leið yfir fljótið til þess að heimsækja vini sína, sem bjuggu Kanadamegin. Síðar um daginn ætluðu þau að fara heima og ganga þá eftir einni af stálbrúunum. Þau voru í skín- andi skapi, þetta var árleg vetrarferð þeirra til fossanna. Frá því að þau giftust fyrir sex árum höfðu þau komið hingað tvisvar á ár, einu sinni að vetri og einu sinni að sumri, en þau litu samt út eins og nýgift hjón er þau leiddust eftir ísnum. Það voru aðrir á ísnum. William Hill var að opna búð með ýmiskonar hressingu og það gerði hann á hverju ári þegar hann hélt að ísinn væri nógu þykkur. Með honum voru tveir kunningjar hans, Monroe .Gilbert og William Lablond. • Tveir 17 ára gamlir piltar, Burrell Heacock og Ignatus -Roth skemmtu sér dálítið á- lengdar við snjókast. Skyndilega fann Hill dálít- inn titring undir fótum sér. Jafnframt heyrðist frá rótum • fossins hávært, urgandi hljóð, sem næstum því yfirgnæfði venjulegan hávaða fossins. Hill þekkti ána til hlítar og leit í kringum sig vantrúaður. Það var blátt áfram ómögulegt að ísinn færi að brotna í dag, á þessum tíma árs. En verið gat að hinir tröllauknu ísjakar, sem ultu ofan fossana í storm- inum í nótt hefði veikt ísbrúna. Hill tók að hlaupa í áttina til kanadísku árbakkanna og hlupu sem fætur toguðu, en námu svo skyndilega staðar. Breiður, dimmur, æðandi far- vegur varnaði þeim að komast í land. Eitt andartak störðu þau með angist ofan í vatnið. Svo sneru þau við og stukku af stað í áttina til Kanada. Langt á undan sér sáu þau mennina tvó og piltana. Annar maðurinn var þegar kominn upp á vatns- bakkann og hinn var í þann veginn að stökkva. Hin dýrmætu augnablik liðu og á meðan tók Klara Stanton að reika. Fimmtíu metra frá vatnsbakkanum leið hún út af. Bóndi hennar reyndi að lyfta henni upp en hún var alveg máttlaus af ofreynslu. Þá sá hann og varð skelfingu lostinn, að 60 metra hár klettaveggur- inn virtist hreyfa sig. ísinn var tekinn að reka! Heacock fer til hjálpar. Stanton tók um úlnlið konu^ sinnar og reyndi að draga hana með sér og hrópaði jafnframt á hjálp til mannanna, sem voru á undan honum. Þá stóð Hill í ísköldu vatni upp í mitti og var að draga piltinn Roth í land, en hrópaði til Burrel Heacoks að hann skyldi stökkva í land. En Heacock hafði heyrt neyðaróp Stantons. Ósjálfrátt sneri hann við og hljóp í áttina til hjónanna. En hróp vinar hans á vatnsbakk- anum stöðvaði hann. „Burrell!“ öskraði Roth. „Snúðu aftur! Þú nærð það vel.“ Heacock hikaði við, svo skók hann höfuðið. Hann hljóp til Stantons og hjálpaði honum til að reisa konu sína upp. Saman reyndu þeir í flýti að draga hana að vatninu yið vatnsbakkann, en það breikk- aði stöðugt. Fregnin um að hin volduga „ísbrú“ hefði rifið sig lausa breiddist brátt út báðum meg' „Veit það ekki,“ ansaði gam- all maður. „En þau ættu að reyna að koma sér á burt áður en jakann fer að reka veru- lega.“ Allra augu störðu nú niður í gjána og á stað, sem var í minna en þriggja kílómetra fjarlægð, en þar mjókkaði fljótið og stéyptist snöggt nið- vatni út í fljótið. Hinn gífur- legi þrýstingur af vatninu braut stykki úr ísskörinni, sem næst því var og neyddi þá fólkið til að flýja yfir á þann hluta jakana, sem fjarst var landi. Annar jakahlutinn nær landi. Svo sem 2 hundruð metrum neðar brotnaði jakinn í sund- ur í miðju og heyrðist þá frá honum óhugnanlegt andvarp- andi hljóð-. Annar helmingur hans flaut yfir að ameríska árbakkanum, en hinn hlutinn, sem Heacock og Stantontjónin stóðu á flaut áfram í miðjum straumi fljótsins. Fyrri. helm- inginn rak hægfara yfir á grynningarnar við vatnsbakk- ann Ameríkumegin. Ef Stan- tonshjónin og Heacock hefði staðið á þeim helmingi jakans hefðu þau getað stigið á land! En nú voru gerðar æðis- gengnar tilraunir í landi til þess að reyna að bjarga þeim: þegar lengra kæmi oftan eftir fljótinu. Á brúnum tveim, sem lágu yfir gjána með 300 metra millibili, höfðu slökkviliðs- menn, lögreglumenn og járn- brautarverkamenn tekið sér stöðu og voru reiðubúnir til að renna niður köðlum. Yfirlög- regluþjónn frá lögreglunni í Ontario, Pat Kelly að nafni, sagði fyrir verkum á fyrri brúnni og hann skipaði svo fyrir að 2 köðlum væri rennt ofan. Mennirnir á síðari brúiini höfðu þegar rennt niður kaðli og hékk endi hans og sveiflað- ist til yfir ólgandi straumfall- inu. Frá klettunum var líka kastgð niður köðlum og stórir hópar af sjálfboðaliðum stóðu ur í æðandi hringiðu, sem kall- meðfram árbökkunum til þess að vera til taks að stökkva út í vatnið ef jakann ræki nógu nálægt landi. aðist Whirlpool Rapids. Þar þyrlaðist vatnið hvítfyssandi og hin óheillavænlega risa- alda reis þar sem hringiðan hófst áður en hún æddi úr augsýn við bugðu á gjánni. ísjakinn sveiflaðist nú þyngslalega út í miðjan strauminn. Þrír óhamingju- samir menn hlupu þar fram og aftur fyrst í áttina .til ame- rísku hliðarinnar, síðan til kanadisku hliðarinnar. Við og við mátti sjá karlmanninn og piltinn skiptast á orðum. Frú Stanton hélt aðeins í hand- legginn á manni sínum full af trúnaðartrausti. Þrjár stálbr.ýr lágu yfir gjána og þegar risavaxinn jak- inn rann undir fyrstu brúna virtist hann dragast í áttina að ameríska árbakkanum. Von- arbæn leið upp frá brjósti á- horfenda. En skömmu hinum megin við brúna var vatns- orkuver að dæla miklu af Jakinn brotnar aftur! Einn af sjálfboðaliðunum var William Hill, sem nötraði og skalf af kulda. Hann var ennþá rennandi votur eftir að hafa bjargað Roth. Hann stóð þarna reiðubúinn með kaðal í hendi. Slökkviliðsmaður sagði við hann: „Þér ættuð heldur að fara heim og skipta um föt •— ann- ars fáið þér lungnabólgu“. Hill svaraði aðeins: „Það verður máske þörf fyrir mig hérna.“ Margir af áhorfendum báð- ust fyrir. Nokkrir grétu. Enn aðrir byrgðu andlitin í höndum sér og sneru sér frá. Úti á ís- jakanum sást að Stanton lagði arminn um konu sína og að Heacock talaði hughreystandi við hana. Harm var auðsjáan- lega fær um að gefa þelm báð- um nokkuð af styrk sínum og hreysti. Miskunnarlaust hélt fljótið ísjakanum í miðjum straumi og langt frá hinum hjálpfúsuí höndum og hann rak hægfara niður í áttina til straumkasts-' ins og miðbrúarinnar. Svo ser.a 500 metrum fyrir ofan hina' miklu hringiðu brotnaði jakiniT aftur í tvo hluta og skildi Heacock frá Stantonhjónunum. Heacock veifaði til þeirra og kallaði eitthvað til þeirra. Stanton veifaði aftur til hans en konan hafði ekki mátt til aðl lyfta hendinni. Hún sat í. hnipri við fætur manns síns. j Heacock nær í kaðal. Nú gerðist skyndilega dutt-c lungafull straumbreyting, sent bar ísjakann með Stantonhjón-< unum yfir að kanadiska ár-- bakkanum. Stanton horfði á' þetta og athugaði auðsæilegaf millibilið frá landi. Stórt stökK gat auðsjáanlega nægt. Ein-- hver kallaði til hans: „Stökkv— ið! Stökkvið!“ En það virtisfi. vera það, sem fékk Stanton til. að vísa á bug freistingunni. Hann gekk til konu sinnart lagði arminn um hana og fékk hana til að standa upp. Og svaj' héldu þau áfram örvæntingar- fullri göngu sinni um ísjakann. Gjáin mjókkaði nú og straura,': hraðinn jókst. Meðan Stan-- onshjónin bárust á hið grynnra' vatn við árbakkann hafði isjakil Heacocks borizt hraðar úti á fljótinu miðju. Hinn ungi mað- ur veifaði aftUr til Stantons- hjónanna. Svo fór hann úr yf- irhöfn sinni og bjóst til að kasta sér út eftir kaðli, sera hékk niður frá miðbrúnnú Þegar hann barst að brúnnia náði hann í kaðalinn, lét ís- jakann sigla áfram og datt í ískalt vatnið upp að miðju. Vi5- hinn enda kaðalsins, 60 metr- um fyrir ofan, gernjaði Kellyí „Takið á gott fólk. Takið á. eins og þið hafið aldrei fyriT tekið á!“ En kraftarRir nægðu ekki. Þrír litlir ísjakar, sem korntí á eftir jaka Heacocks, rákust á hann hver á fætur öðrum, með- an hann var en hálfur ofan í vatninu. En hann hélt sér fasC. og slökkviliðsmennirnir drógut hann upp úr freyðandi vatn- inu. Áhorfendaföldinn fagnaði hástöfum þegar þessum litla manni var lyft upp á við og hann snerist eins og skoppara- kringla. Þegar hann var kom- inn nokkra metra yfir vatnið reyndi hann að bregða kaðlin- um um fót sér. En það mis- tókst. Loks tóku hendur hans að missa tökin, fyrst hægt, síðan hraðar. Hann reyndi að ná tökum með tönnunum á freðnum kaðlinum, en svo sent tíu metrum fyrir ofan vatnið féll höfuð hans aftur á bak og hann varð að sleppa kaðlinum. Líkami hans snérist hvað eft— ir annað á sundlandi för niðuíj í fljótið... Mannföldinn var skelfingu lostinn, sá hann koma upp á yfirborðið andartak og veifa handleggjunum lítilsháttav* Svo greip ólgandi straumiðar* Framh. á 9, síðu. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.